Leggja til íbúakosningu vegna framkvæmda Carbfix Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. júlí 2024 07:30 Jón Ingi treystir íbúum til að taka rétta ákvörðun í málinu sem varðar framkvæmdir Carfix. Sigla á með koltvísýring á fljótandi formi frá Norður-Evrópu til hafnar í Straumsvík. vísir Viðreisn hyggst leggja fram tillögu innan bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, þar sem flokkurinn er í minnihluta, að íbúakosning fari fram um leyfi Carbfix til þess að koma upp aðstöðu fyrir loftslagsverkefnið Coda Terminal. Þetta kemur fram í aðsendri grein á Vísi sem Jón Ingi Hákonarson, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði, skrifar. Töluverð umræða hefur skapast um framkvæmdina. Greint var frá því í vikunni að rúmlega 4500 íbúar í Hafnarfirði hafi skrifað undir undirskriftalista þar sem staðsetningu borteiga Carbfix, sunnan við álverið í Straumsvík, er mótmælt. Í lýsingu listans á island.is segir að óvissa ríki um árangur og afleiðingar verkefnisins á íbúa í bænum og náttúrufar. Edda Sif Pind Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix sagði í samtali við Vísi að eðlilegt væri að íbúar spyrji spurninga um verkefni fyrirtækisins í Straumsvík. Umræðan verði hins vegar að vera málefnaleg. Sagði hún enga óvissu um áhrif á náttúru í fyrstu áföngum og að í síðari áföngum, þegar fyrirhugað er að bora nær byggð, verði óvissu eytt með reynslu af fyrri áföngum. Carbfix skrifaði undir þverpólitíska viljayfirlýsingu um verkefnið fyrir þremur árum þegar verkefnið var kynnt til leiks. Treystir bæjarbúum Í hinni aðsendu grein segir Jón Hákon að forsendur verkefnisins séu þær að unnið sé í sátt við náttúru og samfélag. „Ljóst er að töluverðrar óánægju gætir með áformin hjá fjölda bæjarbúa og ljóst að ekki verður farið af stað nema að góð sátt og traust ríki hjá bæjarbúum vegna verkefnisins. Viðreisn mun því leggja það til, er bæjarstjórn kemur aftur saman eftir sumarfrí, að málið fari í íbúakosningu. Málið er vaxið með þeim hætti að sátt verði aldrei náð nema með aðkomu bæjarbúa. Málið er að margan hátt kjörið til að fara með í íbúakosningu. Málið er afmarkað og skýrt.“ Hann bætir við að opin og gagnsæ stjórnsýsla sé eitt af baráttumálum Viðreisnar ásamt öflugu íbúalýðræði. „Viðreisn treystir bæjarbúum til að komast að góðri niðurstöðu í þessu máli.“ Loftslagsmál Hafnarfjörður Umhverfismál Stóriðja Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein á Vísi sem Jón Ingi Hákonarson, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði, skrifar. Töluverð umræða hefur skapast um framkvæmdina. Greint var frá því í vikunni að rúmlega 4500 íbúar í Hafnarfirði hafi skrifað undir undirskriftalista þar sem staðsetningu borteiga Carbfix, sunnan við álverið í Straumsvík, er mótmælt. Í lýsingu listans á island.is segir að óvissa ríki um árangur og afleiðingar verkefnisins á íbúa í bænum og náttúrufar. Edda Sif Pind Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix sagði í samtali við Vísi að eðlilegt væri að íbúar spyrji spurninga um verkefni fyrirtækisins í Straumsvík. Umræðan verði hins vegar að vera málefnaleg. Sagði hún enga óvissu um áhrif á náttúru í fyrstu áföngum og að í síðari áföngum, þegar fyrirhugað er að bora nær byggð, verði óvissu eytt með reynslu af fyrri áföngum. Carbfix skrifaði undir þverpólitíska viljayfirlýsingu um verkefnið fyrir þremur árum þegar verkefnið var kynnt til leiks. Treystir bæjarbúum Í hinni aðsendu grein segir Jón Hákon að forsendur verkefnisins séu þær að unnið sé í sátt við náttúru og samfélag. „Ljóst er að töluverðrar óánægju gætir með áformin hjá fjölda bæjarbúa og ljóst að ekki verður farið af stað nema að góð sátt og traust ríki hjá bæjarbúum vegna verkefnisins. Viðreisn mun því leggja það til, er bæjarstjórn kemur aftur saman eftir sumarfrí, að málið fari í íbúakosningu. Málið er vaxið með þeim hætti að sátt verði aldrei náð nema með aðkomu bæjarbúa. Málið er að margan hátt kjörið til að fara með í íbúakosningu. Málið er afmarkað og skýrt.“ Hann bætir við að opin og gagnsæ stjórnsýsla sé eitt af baráttumálum Viðreisnar ásamt öflugu íbúalýðræði. „Viðreisn treystir bæjarbúum til að komast að góðri niðurstöðu í þessu máli.“
Loftslagsmál Hafnarfjörður Umhverfismál Stóriðja Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira