„Mér finnst ég nógu góður til þess að spila í þessari deild“ Andri Már Eggertsson skrifar 3. júlí 2024 23:08 Mathias Brinch Rosenorn, markmaður Stjörnunnar, í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Stjarnan tapaði gegn Víkingi í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Víkingur hafði betur í vítaspyrnukeppni og Mathias Brinch Rosenorn, markmaður Stjörnunnar, var svekktur eftir leik. „Svona er fótbolti. Við vorum svo nálægt því að komast í úrslitin og mögulega þurfti ég bara að verja eitt víti og þá hefðum við komist áfram. Ég er orðlaus og veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Mathias eftir leik og bætti við að hann væri stoltur af liðinu. Mathias var nokkuð sáttur með leik Stjörnunnar í venjulegum leiktíma þrátt fyrir að hafa verið undir lengi. „Þetta var það sem við lögðum upp með. Við vissum að við myndum fá færi og við vissum að ef forysta þeirra væri aðeins eitt mark þá væri þetta alltaf möguleiki. Við trúðum því að við myndum fá færi til þess að jafna sem gekk upp en því miður erum við úr leik.“ Mathias Brinch Rosenorn hefur aðeins byrjað einn leik í Bestu deildinni þar sem Árni Snær Ólafsson hefur verið í markinu. Aðspurður hvernig það væri fyrir hann að vera ekki með fast sæti í byrjunarliðinu viðurkenndi Mathias að það væri erfitt. „Auðvitað er það erfitt. Ég held bara áfram að gera mitt besta og þegar að ég fæ tækifæri þá gef ég mig allan í leikinn. Það er undir þjálfaranum komið hver spilar og það eina sem ég get gert er að gera mitt besta og vona að það dugi.“ Næsti leikur hjá Stjörnunni er gegn KR á laugardaginn, finnst Mathias hann eiga skilið að byrja þann leik? „Ég veit það ekki. Við erum gott lið en auðvitað er ég á Íslandi til þess að spila fótbolta þannig ap ég er ósáttur þegar að ég er ekki í byrjunarliðinu en þetta er ekki undir mér komið. Mér finnst ég nógu góður til þess að spila í þessari deild, þannig af hverju ekki,“ sagði Mathias að lokum. Stjarnan Mjólkurbikar karla Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira
„Svona er fótbolti. Við vorum svo nálægt því að komast í úrslitin og mögulega þurfti ég bara að verja eitt víti og þá hefðum við komist áfram. Ég er orðlaus og veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Mathias eftir leik og bætti við að hann væri stoltur af liðinu. Mathias var nokkuð sáttur með leik Stjörnunnar í venjulegum leiktíma þrátt fyrir að hafa verið undir lengi. „Þetta var það sem við lögðum upp með. Við vissum að við myndum fá færi og við vissum að ef forysta þeirra væri aðeins eitt mark þá væri þetta alltaf möguleiki. Við trúðum því að við myndum fá færi til þess að jafna sem gekk upp en því miður erum við úr leik.“ Mathias Brinch Rosenorn hefur aðeins byrjað einn leik í Bestu deildinni þar sem Árni Snær Ólafsson hefur verið í markinu. Aðspurður hvernig það væri fyrir hann að vera ekki með fast sæti í byrjunarliðinu viðurkenndi Mathias að það væri erfitt. „Auðvitað er það erfitt. Ég held bara áfram að gera mitt besta og þegar að ég fæ tækifæri þá gef ég mig allan í leikinn. Það er undir þjálfaranum komið hver spilar og það eina sem ég get gert er að gera mitt besta og vona að það dugi.“ Næsti leikur hjá Stjörnunni er gegn KR á laugardaginn, finnst Mathias hann eiga skilið að byrja þann leik? „Ég veit það ekki. Við erum gott lið en auðvitað er ég á Íslandi til þess að spila fótbolta þannig ap ég er ósáttur þegar að ég er ekki í byrjunarliðinu en þetta er ekki undir mér komið. Mér finnst ég nógu góður til þess að spila í þessari deild, þannig af hverju ekki,“ sagði Mathias að lokum.
Stjarnan Mjólkurbikar karla Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira