Sigmundur Davíð þvær hendur sínar af Mannréttindastofnun Íslands Jakob Bjarnar skrifar 4. júlí 2024 14:24 Sigmundur Davíð hefur skrifað pistil sem er öðrum þræði svar til Hildar Sverrisdóttur þingflokksmanns Sjálfstæðisflokksins; hann hefur engan áhuga á því að vera gerður ábyrgur fyrir enn einni mannréttindastofunni. vísir/arnar/vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur lítinn sem engan áhuga á því að Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, takist að gera Miðflokkinn ábyrgan fyrir nýrri Mannréttastofnun Íslands. Sigmundur Davíð ritar grein sem birtist á Vísi þar sem hann segist hafa þungar áhyggjur af því sem hann kallar Nýhaldið, þá til aðgreiningar frá hinu raunverulega íhaldi sem Miðflokkurinn vill vera. „Þingflokksformaður Nýhaldsins ritaði pistil í Morgunblaðið sem varð tilefni áhugaverðrar fréttar á Vísi (með kynngimögnuðu myndavali). Í greininni og fréttinni reyndi þingflokksformaðurinn að útskýra, með miklum framhjátengingum, að Miðflokkurinn bæri eins og aðrir vissa ábyrgð á því að Sjálfstæðisflokkurinn hefði samþykkt nýja mannréttindastofnun VG.” Sigmundur Davíð dregur hvergi af sér við að hæðast að Mannréttindastofnun og því sem hann telur vandræðagang Sjálfstæðismanna; segir þetta vera ær og kýr Sjálfstæðisflokksins, allt sem þeir gera geri þeir vegna þess að Miðflokkurinn kom ekki sérstaklega í veg fyrir það. „Skýringarnar voru eins fjölbreyttar og þær voru samhengislausar en meginatriðið virtist vera að nokkrir þingmenn Miðflokks hefðu árið 2019 samþykkt að lögfesta sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Af þeim sökum hafi bara ekki verið um annað að ræða en að stofna enn eina mannréttindastofnunina,“ skrifar Sigmundur. En hann segir það hafa gleymst að „mannréttindastofnun VG var upphaflega kynnt sem liður í heildaráformum ríkisstjórnarinnar um að stjórna hugarfari og tjáningu landsmanna.“ Það er til nóg af mannréttindastofnunum Þarna er Sigmundur Davíð að vísa til hatursorðræðunámskeiðsins margumtalaða sem Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra ætlaði að fá samþykkt. „Eins og ég hef ítrekað nefnt ætti það alltaf að hringja viðvörunabjöllum þegar stjórnmálamenn segjast bara verða að gera eitthvað, hvort sem þeim líkar betur eða verr, vegna alþjóðlegra skuldbindinga. Stundum er það einfaldlega rangt og stundum notað sem tækifæri til að ráðast í það sem nú er kallað gullhúðun.“ Sigmundur Davíð segir þetta einnig vekja upp spurningar um tilgang stjórnmálamanna en þingflokki Sjálfstæðisflokksins hafi verið bent á að ekki þyrfti að stofna mannréttindastofnun VG til að standa við skuldbindingar gagnvart fötluðu fólki. Reyndar væri því fólki enginn greiði gerður með að vera notað sem skálkaskjól í innleiðingu stofnunar með allt aðrar áherslur. „Ísland er þegar með nóg af mannréttindastofnunum, þ.m.t. Mannréttindaskrifstofu Íslands. Við bætast svo pólitískar mannréttindastofnanir sveitarfélaga og Háskóla Íslands.“ Fólk þurfi ekki að hlýða Sigmundur segir Hildi því næst hafa nefnt stofnanir eins og Jafnréttisstofu sem hefði fleiri og meira íþyngjandi valdheimildir en Mannréttindastofnun og hafi helst verið á henni að skilja að ekki sæi á svörtu miðað við þær eftirlitsheimildir sem stjórnvöld hafi þegar útdeilt. Og Hildur hafi svarað Vísi því hvaða valdheimildir það væru, samkvæmt Parísarviðmiðum – þar sem Mannréttindastofnun er ekki stjórnvald hafi hún engar valdheimildir til að krefjast neinna gagna í raun – annað en aðrar eftirlitsstofnanir eins og Jafnréttisstofa sem getur krafist gagna að viðlögðum sektum og öðru. „Þarna gefur þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins til kynna að fólk þurfi í rauninni ekki að hlýða þeim valdheimildum sem þingmaðurinn var að veita nýju stofnuninni.“ Alþingi Mannréttindi Hinsegin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Sjá meira
Sigmundur Davíð ritar grein sem birtist á Vísi þar sem hann segist hafa þungar áhyggjur af því sem hann kallar Nýhaldið, þá til aðgreiningar frá hinu raunverulega íhaldi sem Miðflokkurinn vill vera. „Þingflokksformaður Nýhaldsins ritaði pistil í Morgunblaðið sem varð tilefni áhugaverðrar fréttar á Vísi (með kynngimögnuðu myndavali). Í greininni og fréttinni reyndi þingflokksformaðurinn að útskýra, með miklum framhjátengingum, að Miðflokkurinn bæri eins og aðrir vissa ábyrgð á því að Sjálfstæðisflokkurinn hefði samþykkt nýja mannréttindastofnun VG.” Sigmundur Davíð dregur hvergi af sér við að hæðast að Mannréttindastofnun og því sem hann telur vandræðagang Sjálfstæðismanna; segir þetta vera ær og kýr Sjálfstæðisflokksins, allt sem þeir gera geri þeir vegna þess að Miðflokkurinn kom ekki sérstaklega í veg fyrir það. „Skýringarnar voru eins fjölbreyttar og þær voru samhengislausar en meginatriðið virtist vera að nokkrir þingmenn Miðflokks hefðu árið 2019 samþykkt að lögfesta sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Af þeim sökum hafi bara ekki verið um annað að ræða en að stofna enn eina mannréttindastofnunina,“ skrifar Sigmundur. En hann segir það hafa gleymst að „mannréttindastofnun VG var upphaflega kynnt sem liður í heildaráformum ríkisstjórnarinnar um að stjórna hugarfari og tjáningu landsmanna.“ Það er til nóg af mannréttindastofnunum Þarna er Sigmundur Davíð að vísa til hatursorðræðunámskeiðsins margumtalaða sem Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra ætlaði að fá samþykkt. „Eins og ég hef ítrekað nefnt ætti það alltaf að hringja viðvörunabjöllum þegar stjórnmálamenn segjast bara verða að gera eitthvað, hvort sem þeim líkar betur eða verr, vegna alþjóðlegra skuldbindinga. Stundum er það einfaldlega rangt og stundum notað sem tækifæri til að ráðast í það sem nú er kallað gullhúðun.“ Sigmundur Davíð segir þetta einnig vekja upp spurningar um tilgang stjórnmálamanna en þingflokki Sjálfstæðisflokksins hafi verið bent á að ekki þyrfti að stofna mannréttindastofnun VG til að standa við skuldbindingar gagnvart fötluðu fólki. Reyndar væri því fólki enginn greiði gerður með að vera notað sem skálkaskjól í innleiðingu stofnunar með allt aðrar áherslur. „Ísland er þegar með nóg af mannréttindastofnunum, þ.m.t. Mannréttindaskrifstofu Íslands. Við bætast svo pólitískar mannréttindastofnanir sveitarfélaga og Háskóla Íslands.“ Fólk þurfi ekki að hlýða Sigmundur segir Hildi því næst hafa nefnt stofnanir eins og Jafnréttisstofu sem hefði fleiri og meira íþyngjandi valdheimildir en Mannréttindastofnun og hafi helst verið á henni að skilja að ekki sæi á svörtu miðað við þær eftirlitsheimildir sem stjórnvöld hafi þegar útdeilt. Og Hildur hafi svarað Vísi því hvaða valdheimildir það væru, samkvæmt Parísarviðmiðum – þar sem Mannréttindastofnun er ekki stjórnvald hafi hún engar valdheimildir til að krefjast neinna gagna í raun – annað en aðrar eftirlitsstofnanir eins og Jafnréttisstofa sem getur krafist gagna að viðlögðum sektum og öðru. „Þarna gefur þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins til kynna að fólk þurfi í rauninni ekki að hlýða þeim valdheimildum sem þingmaðurinn var að veita nýju stofnuninni.“
Alþingi Mannréttindi Hinsegin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Sjá meira