Sagði hvorki unnustu sína né börn hennar verðskulda líf Jón Þór Stefánsson skrifar 5. júlí 2024 09:40 Eitt brotið sem maðurinn er ákærður fyrir er sagt hafa átt sér stað fyrir utan Bónus í Holtagörðum. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás og stórfelld brot í nánu sambandi, en meint brot mannsins beindust að unnustu hans. Honum er gefið að sök að hafa endurtekið og á sérstaklega sársaukafullan hátt ógnað lífi og heilsu konunnar með andlegu og líkamlegu ofbeldi og hótunum. Meint brot mannsins eru sögð hafa átt sér stað fyrst í október í fyrra og þangað til í mars á þessu ári, en ákæruliðir málsins eru fjórir talsins. Í fyrsta lagi er maðurinn er ákærður fyrir að veitast að konunni með ofbeldi og áreita hana fyrir utan ótilgreindan veitingastað í lok október í fyrra. Í ákæru er hann sagður hafa gripið í konuna, skella höfði hennar í vegg, slá hana ítrekað í höfuðið og saka hana um að vera honum ótrú. Hann er einnig ákærður fyrir að veitast að konunni og svívirða hana á heimili móður hans í nóvember í fyrra. Honum er gefið að sök að slá hana hnefahöggi í maga, hella vínblöndu yfir hana, kalla hana ljótum nöfnum, og saka um lauslæti og framhjáhald. Þá er maðurinn einnig sagður hafa slegið konuna með hundaól í andlitið fyrir utan Bónus við Holtagarða rétt fyrir síðustu jól. Fyrir vikið er konan sögð hafa hlotið opið sár á augabrún. Ákærður fyrir að taka hana hálstaki og herða að Í fjórða ákærulið málsins er manninum gefið að sök að beita konuna ofbeldi, hóta henni lífláti, svívirða hana og smána á heimil föður hans í mars á þessu ári. Í ákæru segir að hann hafi kallað konuna ljótum nöfnum, og sagt að hvorki hún né börnin hennar verðskulduðu að fá að lifa. Þá hafi hann sett hníf að hálsi hennar, hótað að stinga hana, slegið hana í kynfærin, kastað henni í gólfið og tekið hana hálstaki og hert þannig að hún gæti ekki ekki andað. Einnig hafi hann rifið í hár hennar og slegið hana ítrekað í hnakkann. Fram kemur að vegna þessa hafi konan hlotið þónokkra áverka. Með sverð og hnífa á heimilinu Í síðasta mánuði var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald sem rennur út í næstu viku. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem Landsréttur hefur staðfest, er fjallað nánar um atvikið sem fjórði ákæruliðurinn varðar. Fram kemur að lögreglu hafi borist tilkynning frá konunni í gegnum netspjall. Hún sagði manninn vera vopnaðan og hóta að drepa hana. Þegar lögregla kom á vettvang hafi hún komið hlaupandi úr íbúðinni og endurtekið að hann væri vopnaður. Viðbúnaður lögreglu var mikill á vettvangi, en fram kemur að hún beitti samningamanni til þess að ræða við manninn, sem hafi þó slitið samtali við hann. Í kjölfarið hafi lögreglumenn farið inn í íbúðina og handtekið manninn. Konan sagðist hafa óttast um líf sitt en maðurinn væri með hníf og skotvopn í íbúðinni. Á vettvangi fundust eftirlíking af skammbyssu og sverð, en jafnframt lagði lögregla hald á hnífa. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Í úrskurði héraðsdóms er haft eftir greinargerð héraðssaksóknara að ofbeldishegðun mannsins hafi verið að stigmagnast. Ofbeldi hans hafi verið orðið meira og grófara. Einnig kemur fram að maðurinn hafi fyrr á þessu ári hlotið fimm mánaða fangelsisdóm fyrir margvísleg afbrot, þar á meðal auðgunarbrot, eignaspjöll og líkamsárás. Ákæran sem nú er gefin út á hendur manninum varðar ekki bara meint brot gegn unnustu hans, heldur er hann einnig ákærður fyrir umferðarlagabrot og fíkniefnalagabrot. Dómsmál Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent Fleiri fréttir Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Sjá meira
Meint brot mannsins eru sögð hafa átt sér stað fyrst í október í fyrra og þangað til í mars á þessu ári, en ákæruliðir málsins eru fjórir talsins. Í fyrsta lagi er maðurinn er ákærður fyrir að veitast að konunni með ofbeldi og áreita hana fyrir utan ótilgreindan veitingastað í lok október í fyrra. Í ákæru er hann sagður hafa gripið í konuna, skella höfði hennar í vegg, slá hana ítrekað í höfuðið og saka hana um að vera honum ótrú. Hann er einnig ákærður fyrir að veitast að konunni og svívirða hana á heimili móður hans í nóvember í fyrra. Honum er gefið að sök að slá hana hnefahöggi í maga, hella vínblöndu yfir hana, kalla hana ljótum nöfnum, og saka um lauslæti og framhjáhald. Þá er maðurinn einnig sagður hafa slegið konuna með hundaól í andlitið fyrir utan Bónus við Holtagarða rétt fyrir síðustu jól. Fyrir vikið er konan sögð hafa hlotið opið sár á augabrún. Ákærður fyrir að taka hana hálstaki og herða að Í fjórða ákærulið málsins er manninum gefið að sök að beita konuna ofbeldi, hóta henni lífláti, svívirða hana og smána á heimil föður hans í mars á þessu ári. Í ákæru segir að hann hafi kallað konuna ljótum nöfnum, og sagt að hvorki hún né börnin hennar verðskulduðu að fá að lifa. Þá hafi hann sett hníf að hálsi hennar, hótað að stinga hana, slegið hana í kynfærin, kastað henni í gólfið og tekið hana hálstaki og hert þannig að hún gæti ekki ekki andað. Einnig hafi hann rifið í hár hennar og slegið hana ítrekað í hnakkann. Fram kemur að vegna þessa hafi konan hlotið þónokkra áverka. Með sverð og hnífa á heimilinu Í síðasta mánuði var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald sem rennur út í næstu viku. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem Landsréttur hefur staðfest, er fjallað nánar um atvikið sem fjórði ákæruliðurinn varðar. Fram kemur að lögreglu hafi borist tilkynning frá konunni í gegnum netspjall. Hún sagði manninn vera vopnaðan og hóta að drepa hana. Þegar lögregla kom á vettvang hafi hún komið hlaupandi úr íbúðinni og endurtekið að hann væri vopnaður. Viðbúnaður lögreglu var mikill á vettvangi, en fram kemur að hún beitti samningamanni til þess að ræða við manninn, sem hafi þó slitið samtali við hann. Í kjölfarið hafi lögreglumenn farið inn í íbúðina og handtekið manninn. Konan sagðist hafa óttast um líf sitt en maðurinn væri með hníf og skotvopn í íbúðinni. Á vettvangi fundust eftirlíking af skammbyssu og sverð, en jafnframt lagði lögregla hald á hnífa. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Í úrskurði héraðsdóms er haft eftir greinargerð héraðssaksóknara að ofbeldishegðun mannsins hafi verið að stigmagnast. Ofbeldi hans hafi verið orðið meira og grófara. Einnig kemur fram að maðurinn hafi fyrr á þessu ári hlotið fimm mánaða fangelsisdóm fyrir margvísleg afbrot, þar á meðal auðgunarbrot, eignaspjöll og líkamsárás. Ákæran sem nú er gefin út á hendur manninum varðar ekki bara meint brot gegn unnustu hans, heldur er hann einnig ákærður fyrir umferðarlagabrot og fíkniefnalagabrot.
Dómsmál Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent Fleiri fréttir Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Sjá meira