Sagði hvorki unnustu sína né börn hennar verðskulda líf Jón Þór Stefánsson skrifar 5. júlí 2024 09:40 Eitt brotið sem maðurinn er ákærður fyrir er sagt hafa átt sér stað fyrir utan Bónus í Holtagörðum. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás og stórfelld brot í nánu sambandi, en meint brot mannsins beindust að unnustu hans. Honum er gefið að sök að hafa endurtekið og á sérstaklega sársaukafullan hátt ógnað lífi og heilsu konunnar með andlegu og líkamlegu ofbeldi og hótunum. Meint brot mannsins eru sögð hafa átt sér stað fyrst í október í fyrra og þangað til í mars á þessu ári, en ákæruliðir málsins eru fjórir talsins. Í fyrsta lagi er maðurinn er ákærður fyrir að veitast að konunni með ofbeldi og áreita hana fyrir utan ótilgreindan veitingastað í lok október í fyrra. Í ákæru er hann sagður hafa gripið í konuna, skella höfði hennar í vegg, slá hana ítrekað í höfuðið og saka hana um að vera honum ótrú. Hann er einnig ákærður fyrir að veitast að konunni og svívirða hana á heimili móður hans í nóvember í fyrra. Honum er gefið að sök að slá hana hnefahöggi í maga, hella vínblöndu yfir hana, kalla hana ljótum nöfnum, og saka um lauslæti og framhjáhald. Þá er maðurinn einnig sagður hafa slegið konuna með hundaól í andlitið fyrir utan Bónus við Holtagarða rétt fyrir síðustu jól. Fyrir vikið er konan sögð hafa hlotið opið sár á augabrún. Ákærður fyrir að taka hana hálstaki og herða að Í fjórða ákærulið málsins er manninum gefið að sök að beita konuna ofbeldi, hóta henni lífláti, svívirða hana og smána á heimil föður hans í mars á þessu ári. Í ákæru segir að hann hafi kallað konuna ljótum nöfnum, og sagt að hvorki hún né börnin hennar verðskulduðu að fá að lifa. Þá hafi hann sett hníf að hálsi hennar, hótað að stinga hana, slegið hana í kynfærin, kastað henni í gólfið og tekið hana hálstaki og hert þannig að hún gæti ekki ekki andað. Einnig hafi hann rifið í hár hennar og slegið hana ítrekað í hnakkann. Fram kemur að vegna þessa hafi konan hlotið þónokkra áverka. Með sverð og hnífa á heimilinu Í síðasta mánuði var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald sem rennur út í næstu viku. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem Landsréttur hefur staðfest, er fjallað nánar um atvikið sem fjórði ákæruliðurinn varðar. Fram kemur að lögreglu hafi borist tilkynning frá konunni í gegnum netspjall. Hún sagði manninn vera vopnaðan og hóta að drepa hana. Þegar lögregla kom á vettvang hafi hún komið hlaupandi úr íbúðinni og endurtekið að hann væri vopnaður. Viðbúnaður lögreglu var mikill á vettvangi, en fram kemur að hún beitti samningamanni til þess að ræða við manninn, sem hafi þó slitið samtali við hann. Í kjölfarið hafi lögreglumenn farið inn í íbúðina og handtekið manninn. Konan sagðist hafa óttast um líf sitt en maðurinn væri með hníf og skotvopn í íbúðinni. Á vettvangi fundust eftirlíking af skammbyssu og sverð, en jafnframt lagði lögregla hald á hnífa. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Í úrskurði héraðsdóms er haft eftir greinargerð héraðssaksóknara að ofbeldishegðun mannsins hafi verið að stigmagnast. Ofbeldi hans hafi verið orðið meira og grófara. Einnig kemur fram að maðurinn hafi fyrr á þessu ári hlotið fimm mánaða fangelsisdóm fyrir margvísleg afbrot, þar á meðal auðgunarbrot, eignaspjöll og líkamsárás. Ákæran sem nú er gefin út á hendur manninum varðar ekki bara meint brot gegn unnustu hans, heldur er hann einnig ákærður fyrir umferðarlagabrot og fíkniefnalagabrot. Dómsmál Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Meint brot mannsins eru sögð hafa átt sér stað fyrst í október í fyrra og þangað til í mars á þessu ári, en ákæruliðir málsins eru fjórir talsins. Í fyrsta lagi er maðurinn er ákærður fyrir að veitast að konunni með ofbeldi og áreita hana fyrir utan ótilgreindan veitingastað í lok október í fyrra. Í ákæru er hann sagður hafa gripið í konuna, skella höfði hennar í vegg, slá hana ítrekað í höfuðið og saka hana um að vera honum ótrú. Hann er einnig ákærður fyrir að veitast að konunni og svívirða hana á heimili móður hans í nóvember í fyrra. Honum er gefið að sök að slá hana hnefahöggi í maga, hella vínblöndu yfir hana, kalla hana ljótum nöfnum, og saka um lauslæti og framhjáhald. Þá er maðurinn einnig sagður hafa slegið konuna með hundaól í andlitið fyrir utan Bónus við Holtagarða rétt fyrir síðustu jól. Fyrir vikið er konan sögð hafa hlotið opið sár á augabrún. Ákærður fyrir að taka hana hálstaki og herða að Í fjórða ákærulið málsins er manninum gefið að sök að beita konuna ofbeldi, hóta henni lífláti, svívirða hana og smána á heimil föður hans í mars á þessu ári. Í ákæru segir að hann hafi kallað konuna ljótum nöfnum, og sagt að hvorki hún né börnin hennar verðskulduðu að fá að lifa. Þá hafi hann sett hníf að hálsi hennar, hótað að stinga hana, slegið hana í kynfærin, kastað henni í gólfið og tekið hana hálstaki og hert þannig að hún gæti ekki ekki andað. Einnig hafi hann rifið í hár hennar og slegið hana ítrekað í hnakkann. Fram kemur að vegna þessa hafi konan hlotið þónokkra áverka. Með sverð og hnífa á heimilinu Í síðasta mánuði var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald sem rennur út í næstu viku. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem Landsréttur hefur staðfest, er fjallað nánar um atvikið sem fjórði ákæruliðurinn varðar. Fram kemur að lögreglu hafi borist tilkynning frá konunni í gegnum netspjall. Hún sagði manninn vera vopnaðan og hóta að drepa hana. Þegar lögregla kom á vettvang hafi hún komið hlaupandi úr íbúðinni og endurtekið að hann væri vopnaður. Viðbúnaður lögreglu var mikill á vettvangi, en fram kemur að hún beitti samningamanni til þess að ræða við manninn, sem hafi þó slitið samtali við hann. Í kjölfarið hafi lögreglumenn farið inn í íbúðina og handtekið manninn. Konan sagðist hafa óttast um líf sitt en maðurinn væri með hníf og skotvopn í íbúðinni. Á vettvangi fundust eftirlíking af skammbyssu og sverð, en jafnframt lagði lögregla hald á hnífa. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Í úrskurði héraðsdóms er haft eftir greinargerð héraðssaksóknara að ofbeldishegðun mannsins hafi verið að stigmagnast. Ofbeldi hans hafi verið orðið meira og grófara. Einnig kemur fram að maðurinn hafi fyrr á þessu ári hlotið fimm mánaða fangelsisdóm fyrir margvísleg afbrot, þar á meðal auðgunarbrot, eignaspjöll og líkamsárás. Ákæran sem nú er gefin út á hendur manninum varðar ekki bara meint brot gegn unnustu hans, heldur er hann einnig ákærður fyrir umferðarlagabrot og fíkniefnalagabrot.
Dómsmál Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira