Kom Ronaldo til varnar: Er ekki í lagi að gráta? Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2024 07:00 Cristiano Ronaldo var í öngum sínum eftir að Jan Oblak varði vítaspyrnu hans í framlengingu gegn Slóveníu, en skoraði svo í vítaspyrnukeppninni þar sem Portúgal hafði betur. Getty/Justin Setterfield Fótboltaáhugafólk um allan heim sá Cristiano Ronaldo gjörsamlega brotna saman í leik Portúgals við Slóveníu í 16-liða úrslitum EM. Áminning um það að stærstu fótboltastjörnur heims eru líka mannlegar, segir liðsfélagi hans Bernardo Silva. Ronaldo fékk sinn skerf af gagnrýni vegna viðbragða sinna, eftir að Jan Oblak varði vítaspyrnu hans í lok fyrri hluta framlengingar. Þótti mörgum táraflóðið, þegar leiknum var enn hvergi nærri lokið, til marks um sjálfselsku en Silva er ekki sammála því. Vítaklúðrið kom ekki að sök og Ronaldo skoraði svo úr fyrstu spyrnu Portúgals í vítaspyrnukeppninni, þar sem liðið vann öruggan sigur þökk sé markverðinum Diogo Costa. Silva var spurður út í viðbrögð Ronaldos, á blaðamannafundi í dag, og sýndi þeim fullan skilning: „Við erum mannlegir og hann var tilfinningasamur eftir að vítaspyrnan klikkaði. Það er ásættanlegt, er það ekki? Stundum bregst maður við með hætti sem maður bjóst ekki við. Honum fannst að hann hefði getað gert betur á þessu augnabliki,“ sagði Silva og benti á að vítaspyrna Ronaldos hefði verið mjög góð, líkt og markvarsla Oblaks. „Síðan grætur hann í smástund, líkt og manneskjur gera stundum þegar þær eiga við tilfinningar sínar. Svo mér finnst engin ástæða vera fyrir fólk til að tala um þetta en auðvitað gerir fólk það samt, því þannig er bransinn,“ sagði Silva. Bernardo Silva defends Cristiano Ronaldo after his 'emotional moment' against Slovenia 💪 pic.twitter.com/ldSafyyekx— Football on TNT Sports (@footballontnt) July 4, 2024 Eftir að hafa þurft að fara alla leið í vítaspyrnukeppni til þess að slá út Slóveníu hefur lið Portúgals fengið sinn skerf af gagnrýni, í aðdraganda stórleiksins við Frakka í dag. „Við skiljum það alveg. Það fylgir þessu. Þess vegna þénum við svona mikinn pening og getum gefið fjölskyldu okkar og vinum betra líf. Við kvörtum ekki yfir gagnrýni, hún getur verið góð og slæm. Þetta fylgir starfinu,“ sagði Silva og bætti við: „Þegar júní rennur upp og það er EM eða HM í gangi þá halda allir að þeir séu knattspyrnustjórar. Við skiljum það alveg og sættum okkur við það.“ EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Tengdar fréttir Fylgdust með hjartslætti Ronaldo í leiknum á móti Slóveníu Það voru ekki bara augu á Cristiano Ronaldo í leiknum við Slóvena í sextán liða úrslitum Evrópumótsins því einnig var fylgst náið með hjartslætti leikmannsins í þessum mikilvæga leik. 3. júlí 2024 10:00 Diogo Costa varði þrjú víti í vító og Portúgalar mæta Frökkum Portúgalar urðu í kvöld, sjötta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Þýskalandi. Liðið þurfti þó vítaspyrnukeppni til að slá út Slóvena. 1. júlí 2024 21:48 Ronaldo staðfestir að Evrópumótið í ár verði hans síðasta Cristiano Ronaldo hefur nú staðfest það sem allmarga grunaði, Evrópumótið í ár verður hans síðasta á ferlinum. 2. júlí 2024 07:53 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Ronaldo fékk sinn skerf af gagnrýni vegna viðbragða sinna, eftir að Jan Oblak varði vítaspyrnu hans í lok fyrri hluta framlengingar. Þótti mörgum táraflóðið, þegar leiknum var enn hvergi nærri lokið, til marks um sjálfselsku en Silva er ekki sammála því. Vítaklúðrið kom ekki að sök og Ronaldo skoraði svo úr fyrstu spyrnu Portúgals í vítaspyrnukeppninni, þar sem liðið vann öruggan sigur þökk sé markverðinum Diogo Costa. Silva var spurður út í viðbrögð Ronaldos, á blaðamannafundi í dag, og sýndi þeim fullan skilning: „Við erum mannlegir og hann var tilfinningasamur eftir að vítaspyrnan klikkaði. Það er ásættanlegt, er það ekki? Stundum bregst maður við með hætti sem maður bjóst ekki við. Honum fannst að hann hefði getað gert betur á þessu augnabliki,“ sagði Silva og benti á að vítaspyrna Ronaldos hefði verið mjög góð, líkt og markvarsla Oblaks. „Síðan grætur hann í smástund, líkt og manneskjur gera stundum þegar þær eiga við tilfinningar sínar. Svo mér finnst engin ástæða vera fyrir fólk til að tala um þetta en auðvitað gerir fólk það samt, því þannig er bransinn,“ sagði Silva. Bernardo Silva defends Cristiano Ronaldo after his 'emotional moment' against Slovenia 💪 pic.twitter.com/ldSafyyekx— Football on TNT Sports (@footballontnt) July 4, 2024 Eftir að hafa þurft að fara alla leið í vítaspyrnukeppni til þess að slá út Slóveníu hefur lið Portúgals fengið sinn skerf af gagnrýni, í aðdraganda stórleiksins við Frakka í dag. „Við skiljum það alveg. Það fylgir þessu. Þess vegna þénum við svona mikinn pening og getum gefið fjölskyldu okkar og vinum betra líf. Við kvörtum ekki yfir gagnrýni, hún getur verið góð og slæm. Þetta fylgir starfinu,“ sagði Silva og bætti við: „Þegar júní rennur upp og það er EM eða HM í gangi þá halda allir að þeir séu knattspyrnustjórar. Við skiljum það alveg og sættum okkur við það.“
EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Tengdar fréttir Fylgdust með hjartslætti Ronaldo í leiknum á móti Slóveníu Það voru ekki bara augu á Cristiano Ronaldo í leiknum við Slóvena í sextán liða úrslitum Evrópumótsins því einnig var fylgst náið með hjartslætti leikmannsins í þessum mikilvæga leik. 3. júlí 2024 10:00 Diogo Costa varði þrjú víti í vító og Portúgalar mæta Frökkum Portúgalar urðu í kvöld, sjötta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Þýskalandi. Liðið þurfti þó vítaspyrnukeppni til að slá út Slóvena. 1. júlí 2024 21:48 Ronaldo staðfestir að Evrópumótið í ár verði hans síðasta Cristiano Ronaldo hefur nú staðfest það sem allmarga grunaði, Evrópumótið í ár verður hans síðasta á ferlinum. 2. júlí 2024 07:53 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Fylgdust með hjartslætti Ronaldo í leiknum á móti Slóveníu Það voru ekki bara augu á Cristiano Ronaldo í leiknum við Slóvena í sextán liða úrslitum Evrópumótsins því einnig var fylgst náið með hjartslætti leikmannsins í þessum mikilvæga leik. 3. júlí 2024 10:00
Diogo Costa varði þrjú víti í vító og Portúgalar mæta Frökkum Portúgalar urðu í kvöld, sjötta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Þýskalandi. Liðið þurfti þó vítaspyrnukeppni til að slá út Slóvena. 1. júlí 2024 21:48
Ronaldo staðfestir að Evrópumótið í ár verði hans síðasta Cristiano Ronaldo hefur nú staðfest það sem allmarga grunaði, Evrópumótið í ár verður hans síðasta á ferlinum. 2. júlí 2024 07:53
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn