Kom Ronaldo til varnar: Er ekki í lagi að gráta? Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2024 07:00 Cristiano Ronaldo var í öngum sínum eftir að Jan Oblak varði vítaspyrnu hans í framlengingu gegn Slóveníu, en skoraði svo í vítaspyrnukeppninni þar sem Portúgal hafði betur. Getty/Justin Setterfield Fótboltaáhugafólk um allan heim sá Cristiano Ronaldo gjörsamlega brotna saman í leik Portúgals við Slóveníu í 16-liða úrslitum EM. Áminning um það að stærstu fótboltastjörnur heims eru líka mannlegar, segir liðsfélagi hans Bernardo Silva. Ronaldo fékk sinn skerf af gagnrýni vegna viðbragða sinna, eftir að Jan Oblak varði vítaspyrnu hans í lok fyrri hluta framlengingar. Þótti mörgum táraflóðið, þegar leiknum var enn hvergi nærri lokið, til marks um sjálfselsku en Silva er ekki sammála því. Vítaklúðrið kom ekki að sök og Ronaldo skoraði svo úr fyrstu spyrnu Portúgals í vítaspyrnukeppninni, þar sem liðið vann öruggan sigur þökk sé markverðinum Diogo Costa. Silva var spurður út í viðbrögð Ronaldos, á blaðamannafundi í dag, og sýndi þeim fullan skilning: „Við erum mannlegir og hann var tilfinningasamur eftir að vítaspyrnan klikkaði. Það er ásættanlegt, er það ekki? Stundum bregst maður við með hætti sem maður bjóst ekki við. Honum fannst að hann hefði getað gert betur á þessu augnabliki,“ sagði Silva og benti á að vítaspyrna Ronaldos hefði verið mjög góð, líkt og markvarsla Oblaks. „Síðan grætur hann í smástund, líkt og manneskjur gera stundum þegar þær eiga við tilfinningar sínar. Svo mér finnst engin ástæða vera fyrir fólk til að tala um þetta en auðvitað gerir fólk það samt, því þannig er bransinn,“ sagði Silva. Bernardo Silva defends Cristiano Ronaldo after his 'emotional moment' against Slovenia 💪 pic.twitter.com/ldSafyyekx— Football on TNT Sports (@footballontnt) July 4, 2024 Eftir að hafa þurft að fara alla leið í vítaspyrnukeppni til þess að slá út Slóveníu hefur lið Portúgals fengið sinn skerf af gagnrýni, í aðdraganda stórleiksins við Frakka í dag. „Við skiljum það alveg. Það fylgir þessu. Þess vegna þénum við svona mikinn pening og getum gefið fjölskyldu okkar og vinum betra líf. Við kvörtum ekki yfir gagnrýni, hún getur verið góð og slæm. Þetta fylgir starfinu,“ sagði Silva og bætti við: „Þegar júní rennur upp og það er EM eða HM í gangi þá halda allir að þeir séu knattspyrnustjórar. Við skiljum það alveg og sættum okkur við það.“ EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Tengdar fréttir Fylgdust með hjartslætti Ronaldo í leiknum á móti Slóveníu Það voru ekki bara augu á Cristiano Ronaldo í leiknum við Slóvena í sextán liða úrslitum Evrópumótsins því einnig var fylgst náið með hjartslætti leikmannsins í þessum mikilvæga leik. 3. júlí 2024 10:00 Diogo Costa varði þrjú víti í vító og Portúgalar mæta Frökkum Portúgalar urðu í kvöld, sjötta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Þýskalandi. Liðið þurfti þó vítaspyrnukeppni til að slá út Slóvena. 1. júlí 2024 21:48 Ronaldo staðfestir að Evrópumótið í ár verði hans síðasta Cristiano Ronaldo hefur nú staðfest það sem allmarga grunaði, Evrópumótið í ár verður hans síðasta á ferlinum. 2. júlí 2024 07:53 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Sjá meira
Ronaldo fékk sinn skerf af gagnrýni vegna viðbragða sinna, eftir að Jan Oblak varði vítaspyrnu hans í lok fyrri hluta framlengingar. Þótti mörgum táraflóðið, þegar leiknum var enn hvergi nærri lokið, til marks um sjálfselsku en Silva er ekki sammála því. Vítaklúðrið kom ekki að sök og Ronaldo skoraði svo úr fyrstu spyrnu Portúgals í vítaspyrnukeppninni, þar sem liðið vann öruggan sigur þökk sé markverðinum Diogo Costa. Silva var spurður út í viðbrögð Ronaldos, á blaðamannafundi í dag, og sýndi þeim fullan skilning: „Við erum mannlegir og hann var tilfinningasamur eftir að vítaspyrnan klikkaði. Það er ásættanlegt, er það ekki? Stundum bregst maður við með hætti sem maður bjóst ekki við. Honum fannst að hann hefði getað gert betur á þessu augnabliki,“ sagði Silva og benti á að vítaspyrna Ronaldos hefði verið mjög góð, líkt og markvarsla Oblaks. „Síðan grætur hann í smástund, líkt og manneskjur gera stundum þegar þær eiga við tilfinningar sínar. Svo mér finnst engin ástæða vera fyrir fólk til að tala um þetta en auðvitað gerir fólk það samt, því þannig er bransinn,“ sagði Silva. Bernardo Silva defends Cristiano Ronaldo after his 'emotional moment' against Slovenia 💪 pic.twitter.com/ldSafyyekx— Football on TNT Sports (@footballontnt) July 4, 2024 Eftir að hafa þurft að fara alla leið í vítaspyrnukeppni til þess að slá út Slóveníu hefur lið Portúgals fengið sinn skerf af gagnrýni, í aðdraganda stórleiksins við Frakka í dag. „Við skiljum það alveg. Það fylgir þessu. Þess vegna þénum við svona mikinn pening og getum gefið fjölskyldu okkar og vinum betra líf. Við kvörtum ekki yfir gagnrýni, hún getur verið góð og slæm. Þetta fylgir starfinu,“ sagði Silva og bætti við: „Þegar júní rennur upp og það er EM eða HM í gangi þá halda allir að þeir séu knattspyrnustjórar. Við skiljum það alveg og sættum okkur við það.“
EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Tengdar fréttir Fylgdust með hjartslætti Ronaldo í leiknum á móti Slóveníu Það voru ekki bara augu á Cristiano Ronaldo í leiknum við Slóvena í sextán liða úrslitum Evrópumótsins því einnig var fylgst náið með hjartslætti leikmannsins í þessum mikilvæga leik. 3. júlí 2024 10:00 Diogo Costa varði þrjú víti í vító og Portúgalar mæta Frökkum Portúgalar urðu í kvöld, sjötta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Þýskalandi. Liðið þurfti þó vítaspyrnukeppni til að slá út Slóvena. 1. júlí 2024 21:48 Ronaldo staðfestir að Evrópumótið í ár verði hans síðasta Cristiano Ronaldo hefur nú staðfest það sem allmarga grunaði, Evrópumótið í ár verður hans síðasta á ferlinum. 2. júlí 2024 07:53 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Sjá meira
Fylgdust með hjartslætti Ronaldo í leiknum á móti Slóveníu Það voru ekki bara augu á Cristiano Ronaldo í leiknum við Slóvena í sextán liða úrslitum Evrópumótsins því einnig var fylgst náið með hjartslætti leikmannsins í þessum mikilvæga leik. 3. júlí 2024 10:00
Diogo Costa varði þrjú víti í vító og Portúgalar mæta Frökkum Portúgalar urðu í kvöld, sjötta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Þýskalandi. Liðið þurfti þó vítaspyrnukeppni til að slá út Slóvena. 1. júlí 2024 21:48
Ronaldo staðfestir að Evrópumótið í ár verði hans síðasta Cristiano Ronaldo hefur nú staðfest það sem allmarga grunaði, Evrópumótið í ár verður hans síðasta á ferlinum. 2. júlí 2024 07:53