Góð fyrirheit fyrir ÓL í París: Fékk úthlutað lukkunúmerinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2024 09:00 Guðlaug Edda Hannesdóttir með bláa hjólið sem hún keppir á í þríþrautarkeppni Ólympíuleikanna í lok mánaðarins. @eddahannesd Guðlaug Edda Hannesdóttir verður fyrsti Íslendingurinn til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikum og nú þegar styttist í leikana þá fékk hún góðar fréttir. Eftir að keppendahópurinn í þríþraut kvenna var staðfestur þá var öllum þátttakendum úthlutað keppendanúmeri. Guðlaug Edda segist hafa haft heppnina með sér þar. „Fékk úthlutað keppnisnúmeri á Ólympíuleikunum í París og ég verð númer 22 sem er lukkunúmerið mitt,“ skrifaði Guðlaug Edda á Instagram síðu sína. Hún komst líka að öðru en þríþrautarkeppnin á að fara fram 31. júlí næstkomandi. „Hversu klikkað er að hugsa út í það að ég mun keppa á Ólympíuleikunum á sama degi og ég gekkst undir skurðaðgerð á síðasta ári. Talandi um örlög,“ skrifaði Guðlaug Edda. Guðlaug Edda þakkar bæði þeim sem trúðu á hana og trúðu ekki á hana í sögulegu ferðalagi hennar inn á Ólympíuleikana. „Þegar ég horfi til baka þessa 365 daga þá er ég mjög þakklát því fólki í mínu lífi sem hefur stutt mig í gegnum verstu dagana. Ég er spennt að fá að deila þeim bestu með ykkur í París,“ skrifaði Guðlaug Edda. „Ég er líka þakklát þeim sem trúðu ekki á mig því það voru þau sem ýttu mér áfram á þann hátt sem þau munu aldrei komast að,“ skrifaði Guðlaug Edda. „Þið hin sömu þekkið mig greinilega ekki vel og hafið aldrei spilað við mig í Monopoly. Ég er svo þrjósk að það ekki möguleiki á því að ég gefist upp,“ skrifaði Guðlaug Edda. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdóttir 🌻 (@eddahannesd) Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Sjá meira
Eftir að keppendahópurinn í þríþraut kvenna var staðfestur þá var öllum þátttakendum úthlutað keppendanúmeri. Guðlaug Edda segist hafa haft heppnina með sér þar. „Fékk úthlutað keppnisnúmeri á Ólympíuleikunum í París og ég verð númer 22 sem er lukkunúmerið mitt,“ skrifaði Guðlaug Edda á Instagram síðu sína. Hún komst líka að öðru en þríþrautarkeppnin á að fara fram 31. júlí næstkomandi. „Hversu klikkað er að hugsa út í það að ég mun keppa á Ólympíuleikunum á sama degi og ég gekkst undir skurðaðgerð á síðasta ári. Talandi um örlög,“ skrifaði Guðlaug Edda. Guðlaug Edda þakkar bæði þeim sem trúðu á hana og trúðu ekki á hana í sögulegu ferðalagi hennar inn á Ólympíuleikana. „Þegar ég horfi til baka þessa 365 daga þá er ég mjög þakklát því fólki í mínu lífi sem hefur stutt mig í gegnum verstu dagana. Ég er spennt að fá að deila þeim bestu með ykkur í París,“ skrifaði Guðlaug Edda. „Ég er líka þakklát þeim sem trúðu ekki á mig því það voru þau sem ýttu mér áfram á þann hátt sem þau munu aldrei komast að,“ skrifaði Guðlaug Edda. „Þið hin sömu þekkið mig greinilega ekki vel og hafið aldrei spilað við mig í Monopoly. Ég er svo þrjósk að það ekki möguleiki á því að ég gefist upp,“ skrifaði Guðlaug Edda. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdóttir 🌻 (@eddahannesd)
Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Sjá meira