Vistaskipti Kilman gætu breytt framtíð E-deildarliðs Maidenhead Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2024 23:16 Nýjasti leikmaður West Ham í baráttunni við Erling Braut Haaland. Richard Sellers/Getty Images Max Kilman hefur skrifað undir sjö ára samning við West Ham United eftir að félagið festi kaup á honum fyrir allt að 40 milljónir punda, rúma sjö milljarða íslenskra króna. E-deildarlið Maidenhead United fær hluta af kaupverðinu og gæti það breytt framtíð félagsins. Kilman hefur undanfarin ár leikið með Úlfunum en Wolves keypti hann frá Maidenhead árið 2018 á 40 þúsund pund. Segja má að um ágætis ávöxtun sé að ræða en varnarmaðurinn var einnig eftirsóttur síðasta sumar. Kilman confirmed ✅ pic.twitter.com/QwJiwRRMNT— West Ham United (@WestHam) July 6, 2024 Nú stóðust Úlfarnir ekki mátið en Julen Lopetegui þjálfaði Kilman hjá Úlfunum en er nú þjálfari Hamranna. Kilman, sem var fyrirliði Úlfanna á síðustu leiktíð, er þriðji leikmaðurinn sem West Ham kaupir í sumar en fyrir höfði markvörðurinn Wes Foderingham og táningurinn Luis Guilherme gengið í raðir félagsins. Hinn 27 ára gamli Kilman er spenntur fyrir því að vinna með Lopetegui á nýjan leik: „Ég naut þess að vinna með Julen hjá Wolves. Hann er hágæða þjálfari og einhver sem hefur kennt mér mikið. Ég er viss um að ég mundi halda áfram að bæta mig sem leikmaður undir hans stjórn.“ Peter Griffin, formaður Maidenhead, sagði í viðtali við Sky Sports að fjármunirnir sem félagið fær vegna kaupa West Ham á Kilman gættu „breytt framgangi félagsins.“ „Þegar Max var hjá okkur vissum við að hann væri hæfileikaríkur en ég væri að ljúga ef ég segðist vita hversu langt hann myndi ná. Ég er gríðarlega stoltur. Hugarfar hans hefur hjálpað honum að ná svona langt og við erum mjög ánægð fyrir hans hönd,“ sagði Griffin jafnframt. DONE DEAL ✅Max Kilman has signed a seven-year deal at West Ham after completing a £40m transfer from Wolves ✍ pic.twitter.com/AEFs4r3BQs— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 6, 2024 Maidenhead spilar í E-deildinni og er ekki atvinnumannalið. Félagið fær prósentu af kaupverði Kilman þar sem sú klásúla var gerð þegar West Ham keypti leikmanninn á sínum tíma. Griffin segir að fjármagnið sem mun renna til félagsins muni ekki aðeins fara í karlalið félagsins heldur félagið í heild. „Það mun einnig renna til kvennaliðsins, hvernig við vinnum með nærumhverfi okkar og innviði félagsins,“ sagði Griffin að lokum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira
Kilman hefur undanfarin ár leikið með Úlfunum en Wolves keypti hann frá Maidenhead árið 2018 á 40 þúsund pund. Segja má að um ágætis ávöxtun sé að ræða en varnarmaðurinn var einnig eftirsóttur síðasta sumar. Kilman confirmed ✅ pic.twitter.com/QwJiwRRMNT— West Ham United (@WestHam) July 6, 2024 Nú stóðust Úlfarnir ekki mátið en Julen Lopetegui þjálfaði Kilman hjá Úlfunum en er nú þjálfari Hamranna. Kilman, sem var fyrirliði Úlfanna á síðustu leiktíð, er þriðji leikmaðurinn sem West Ham kaupir í sumar en fyrir höfði markvörðurinn Wes Foderingham og táningurinn Luis Guilherme gengið í raðir félagsins. Hinn 27 ára gamli Kilman er spenntur fyrir því að vinna með Lopetegui á nýjan leik: „Ég naut þess að vinna með Julen hjá Wolves. Hann er hágæða þjálfari og einhver sem hefur kennt mér mikið. Ég er viss um að ég mundi halda áfram að bæta mig sem leikmaður undir hans stjórn.“ Peter Griffin, formaður Maidenhead, sagði í viðtali við Sky Sports að fjármunirnir sem félagið fær vegna kaupa West Ham á Kilman gættu „breytt framgangi félagsins.“ „Þegar Max var hjá okkur vissum við að hann væri hæfileikaríkur en ég væri að ljúga ef ég segðist vita hversu langt hann myndi ná. Ég er gríðarlega stoltur. Hugarfar hans hefur hjálpað honum að ná svona langt og við erum mjög ánægð fyrir hans hönd,“ sagði Griffin jafnframt. DONE DEAL ✅Max Kilman has signed a seven-year deal at West Ham after completing a £40m transfer from Wolves ✍ pic.twitter.com/AEFs4r3BQs— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 6, 2024 Maidenhead spilar í E-deildinni og er ekki atvinnumannalið. Félagið fær prósentu af kaupverði Kilman þar sem sú klásúla var gerð þegar West Ham keypti leikmanninn á sínum tíma. Griffin segir að fjármagnið sem mun renna til félagsins muni ekki aðeins fara í karlalið félagsins heldur félagið í heild. „Það mun einnig renna til kvennaliðsins, hvernig við vinnum með nærumhverfi okkar og innviði félagsins,“ sagði Griffin að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira