Nefna Mílanóflugvöll í höfuðið á Berlusconi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. júlí 2024 13:35 Berlusconi var einhver skrautlegasta stjórnmálafígúra Evrópu á þessari öld. Getty/Franco Origlia Nafni aðalflugvallar Mílanóborgar verður breytt og hann verður nefndur í höfuðið á Silvio Berlusconi, skrautlegum og umdeildum fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu. Matteo Salvini samgönguráðherra tilkynnti þetta í gær. Á ráðstefnu í suðurhluta landsins sagði Salvini að ítölsk flugmálayfirvöld hefðu samþykkt beiðni Langbarðalands, hvers höfuðborg er Mílanó, um að endurnefna Malpensaflugvöll í höfuðið á forsætisráðherranum fyrrverandi. Viðskiptajöfur og leiðtogi Berlusconi lést á síðasta ári 86 ára að aldri. Hann leiddi fjórar ríkisstjórnir fyrir hönd Forza Italia og er líklega einhver umdeildasti stjórnmálaleiðtogi upphafs 21. aldarinnar. Berlusconi fæddist árið 1936 og hóf feril sinn í fasteignaviðskiptum. Hann stofnaði síðar Mediaset, stærstu fjölmiðlasamsteypu Ítalíu og átti knattspyrnufélagið AC Milan 1986 til 2017. Fjölmiðlamógúllinn stofnaði stjórnmálaflokkinn Forza Italia árið 1993 og komst fyrst til valda árið 1994. Hann fór fyrir fjórum ríkisstjórnum til 2011. Flokkur hans komst aftur til valda í fyrra, í samsteypustjórn undir forystu Giorgiu Meloni. Ákærður 35 sinnum Berlusconi var ákærður 35 sinnum fyrir glæpi en aðeins sakfelldur einu sinni og þá fyrir skattsvik. Hann hrökklaðist úr embætti árið 2011 þegar hann var sakaður um að hafa greitt unglingsstúlku fyrir kynlíf og misnotað völd sín til að hylma yfir það. „Í minningu vinar míns Silvio, mikils viðskiptajöfurs, góðborgara Mílanó og mikill Ítali,“ skrifar Salvini í færslu sem hann birti á X. Ítalía Fréttir af flugi Tengdar fréttir Berlusconi var maður lífsþorsta, ástar og gleði Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu var borinn til grafar í opinberri útför frá dómkirkjunni í Milanó á Ítalíu í dag. Hann lést á mánudag 86 ára gamall. Mikill fjöldi fólks fylgdi honum síðasta spölinn. 14. júní 2023 19:41 Silvio Berlusconi er látinn Silvio Berlusconi, umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er látinn. Hann var 86 ára. Berlusconi umbylti ítölskum stjórnmálum og fjölmiðlum en forsætisráðherratíð hans endaði í skugga efnahagsóstjórnar og kynlífshneykslismála. 12. júní 2023 08:48 Berlusconi sýknaður í „bunga bunga“-máli Dómstóll í Mílanó sýknaði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, af ákæru um að hann hafi mútað vitnum til breyta framburði sínum í máli sem tengist alræmdum „bunga-bunga“-veislum hans. Kona sem hann var sakaður um að greiða fyrir kynlíf var einnig sýknuð í málinu. 16. febrúar 2023 22:41 Mest lesið Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Á ráðstefnu í suðurhluta landsins sagði Salvini að ítölsk flugmálayfirvöld hefðu samþykkt beiðni Langbarðalands, hvers höfuðborg er Mílanó, um að endurnefna Malpensaflugvöll í höfuðið á forsætisráðherranum fyrrverandi. Viðskiptajöfur og leiðtogi Berlusconi lést á síðasta ári 86 ára að aldri. Hann leiddi fjórar ríkisstjórnir fyrir hönd Forza Italia og er líklega einhver umdeildasti stjórnmálaleiðtogi upphafs 21. aldarinnar. Berlusconi fæddist árið 1936 og hóf feril sinn í fasteignaviðskiptum. Hann stofnaði síðar Mediaset, stærstu fjölmiðlasamsteypu Ítalíu og átti knattspyrnufélagið AC Milan 1986 til 2017. Fjölmiðlamógúllinn stofnaði stjórnmálaflokkinn Forza Italia árið 1993 og komst fyrst til valda árið 1994. Hann fór fyrir fjórum ríkisstjórnum til 2011. Flokkur hans komst aftur til valda í fyrra, í samsteypustjórn undir forystu Giorgiu Meloni. Ákærður 35 sinnum Berlusconi var ákærður 35 sinnum fyrir glæpi en aðeins sakfelldur einu sinni og þá fyrir skattsvik. Hann hrökklaðist úr embætti árið 2011 þegar hann var sakaður um að hafa greitt unglingsstúlku fyrir kynlíf og misnotað völd sín til að hylma yfir það. „Í minningu vinar míns Silvio, mikils viðskiptajöfurs, góðborgara Mílanó og mikill Ítali,“ skrifar Salvini í færslu sem hann birti á X.
Ítalía Fréttir af flugi Tengdar fréttir Berlusconi var maður lífsþorsta, ástar og gleði Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu var borinn til grafar í opinberri útför frá dómkirkjunni í Milanó á Ítalíu í dag. Hann lést á mánudag 86 ára gamall. Mikill fjöldi fólks fylgdi honum síðasta spölinn. 14. júní 2023 19:41 Silvio Berlusconi er látinn Silvio Berlusconi, umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er látinn. Hann var 86 ára. Berlusconi umbylti ítölskum stjórnmálum og fjölmiðlum en forsætisráðherratíð hans endaði í skugga efnahagsóstjórnar og kynlífshneykslismála. 12. júní 2023 08:48 Berlusconi sýknaður í „bunga bunga“-máli Dómstóll í Mílanó sýknaði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, af ákæru um að hann hafi mútað vitnum til breyta framburði sínum í máli sem tengist alræmdum „bunga-bunga“-veislum hans. Kona sem hann var sakaður um að greiða fyrir kynlíf var einnig sýknuð í málinu. 16. febrúar 2023 22:41 Mest lesið Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Berlusconi var maður lífsþorsta, ástar og gleði Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu var borinn til grafar í opinberri útför frá dómkirkjunni í Milanó á Ítalíu í dag. Hann lést á mánudag 86 ára gamall. Mikill fjöldi fólks fylgdi honum síðasta spölinn. 14. júní 2023 19:41
Silvio Berlusconi er látinn Silvio Berlusconi, umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er látinn. Hann var 86 ára. Berlusconi umbylti ítölskum stjórnmálum og fjölmiðlum en forsætisráðherratíð hans endaði í skugga efnahagsóstjórnar og kynlífshneykslismála. 12. júní 2023 08:48
Berlusconi sýknaður í „bunga bunga“-máli Dómstóll í Mílanó sýknaði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, af ákæru um að hann hafi mútað vitnum til breyta framburði sínum í máli sem tengist alræmdum „bunga-bunga“-veislum hans. Kona sem hann var sakaður um að greiða fyrir kynlíf var einnig sýknuð í málinu. 16. febrúar 2023 22:41