Sjáðu fernu og dans Viktors, Valsara í stuði og tæpt jöfnunarmark KR Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2024 21:46 Adam Ægir Pálsson og Patrick Pedersen skoruðu þrjú af fjórum mörkum Vals í kvöld. vísir/Diego Skagamenn skoruðu átta mörk í lygilegum sigri á HK í dag, og Valsmenn komust nær toppnum með öruggum sigri á Fylki. Mörkin úr öllum fjórum leikjum dagsins í Bestu deild karla má nú sjá á Vísi. ÍA vann HK 8-0 á Írskum dögum á Akranesi og þar skoraði Viktor Jónsson fernu, sem hann fagnaði að lokum vel með frábærum danssporum. Jón Gísli Eyland Gíslason skoraði tvö marka ÍA og þeir Erik Tobias Sandberg og Johannes Vall sitt markið hvor. Klippa: Mörkin úr leik ÍA og HK Valsmenn unnu 4-0 sigur gegn botnliði Fylkis og eru nú fimm stigum á eftir Víkingum í titilbaráttunni. Gylfi Þór Sigurðsson kom Val yfir með skoti úr teignum, og var staðan 1-0 í hálfleik. Hann lagði svo upp mark fyrir Patrick Pedersen snemma í seinni hálfleik, áður en Adam Ægir Pálsson bætti við þriðja markinu og sínu fyrsta á þessari leiktíð. Pedersen bætti svo við öðru marki sínu, eftir undirbúning Guðmundar Andra Tryggvasonar. Patrick fylgir því Viktori fast eftir í baráttunni um markakóngstitilinn, en Viktor er kominn með 12 mörk og Patrick 11. Klippa: Mörk Vals gegn Fylki Vestri og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli á Ísafirði. Blikar komust yfir úr vítaspyrnu Höskuldar Gunnlaugssonar á 16. mínútu en heimamenn jöfnuðu metin skömmu síðar eftir hornspyrnu, með marki Sergine Fall. Gestirnir úr Kópavogi komust aftur yfir snemma í seinni hálfleik, með marki Daniel Obbekjær, en Benedikt Warén sá til þess að Vestri fengi sitt fyrsta stig á nýja heimavellinum á Ísafirði. Klippa: Mörk Vestra og Breiðabliks Loks gerðu KR og Stjarnan 1-1 jafntefli í Vesturbænum, þar sem minnstu mátti muna að Stjarnan færi heim með öll þrjú stigin. Haukur Örn Brink kom gestunum yfir á 35. mínútu, þegar þeir tóku aukaspyrnu fljótt og nýttu sér værukærð KR-inga. KR náði hins vegar að jafna seint í uppbótartíma, með marki Axels Óskars Andréssonar, en eins og sjá má mátti minnstu muna að boltinn færi ekki allur yfir línuna. Klippa: Mörk KR og Stjörnunnar Besta deild karla ÍA HK Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Sjá meira
ÍA vann HK 8-0 á Írskum dögum á Akranesi og þar skoraði Viktor Jónsson fernu, sem hann fagnaði að lokum vel með frábærum danssporum. Jón Gísli Eyland Gíslason skoraði tvö marka ÍA og þeir Erik Tobias Sandberg og Johannes Vall sitt markið hvor. Klippa: Mörkin úr leik ÍA og HK Valsmenn unnu 4-0 sigur gegn botnliði Fylkis og eru nú fimm stigum á eftir Víkingum í titilbaráttunni. Gylfi Þór Sigurðsson kom Val yfir með skoti úr teignum, og var staðan 1-0 í hálfleik. Hann lagði svo upp mark fyrir Patrick Pedersen snemma í seinni hálfleik, áður en Adam Ægir Pálsson bætti við þriðja markinu og sínu fyrsta á þessari leiktíð. Pedersen bætti svo við öðru marki sínu, eftir undirbúning Guðmundar Andra Tryggvasonar. Patrick fylgir því Viktori fast eftir í baráttunni um markakóngstitilinn, en Viktor er kominn með 12 mörk og Patrick 11. Klippa: Mörk Vals gegn Fylki Vestri og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli á Ísafirði. Blikar komust yfir úr vítaspyrnu Höskuldar Gunnlaugssonar á 16. mínútu en heimamenn jöfnuðu metin skömmu síðar eftir hornspyrnu, með marki Sergine Fall. Gestirnir úr Kópavogi komust aftur yfir snemma í seinni hálfleik, með marki Daniel Obbekjær, en Benedikt Warén sá til þess að Vestri fengi sitt fyrsta stig á nýja heimavellinum á Ísafirði. Klippa: Mörk Vestra og Breiðabliks Loks gerðu KR og Stjarnan 1-1 jafntefli í Vesturbænum, þar sem minnstu mátti muna að Stjarnan færi heim með öll þrjú stigin. Haukur Örn Brink kom gestunum yfir á 35. mínútu, þegar þeir tóku aukaspyrnu fljótt og nýttu sér værukærð KR-inga. KR náði hins vegar að jafna seint í uppbótartíma, með marki Axels Óskars Andréssonar, en eins og sjá má mátti minnstu muna að boltinn færi ekki allur yfir línuna. Klippa: Mörk KR og Stjörnunnar
Besta deild karla ÍA HK Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Sjá meira