Man United á eftir fleiri Hollendingum en De Ligt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2024 10:01 Joshua Zirkzee fagnar einum af sigrum hollenska landsliðsins á Evrópumótinu í Þýskalandi. Getty/Inaki Esnaola Manchester United er sagt vera komið langt í viðræðum um kaup á hollenska framherjanum Joshua Zirkzee. Zirkzee átti mjög gott tímabil með Bologna á Ítalíu á síðustu leiktíð en hann skoraði tólf mörk og hjálpaði liðinu að vinna sér sæti í Meistaradeildinni. Samkvæmt heimildum ESPN þá er United búið að ná samkomulagi við leikmanninn um kaup og kjör. Fabrizio Romano segir líka frá því að United sé á góðri leið með að klára kaupin. 🚨🇳🇱 Manchester United and Joshua Zirkzee, almost there.Man Utd have now informed Bologna about agreement reached with Zirkzee over personal terms.All done also with JZ’s agent.Man Utd, talking to Bologna about new deal structure… or they can trigger €40m release clause. pic.twitter.com/8TVVIdV6Zd— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 7, 2024 Næst á dagskrá er að ganga frá kaupverðinu en það er hægt að kaupa Zirkzee út úr samningi sínum við ítalska félagið fyrir fjörutíu milljónir evra. United gæti þó reynt að ná þeirri upphæð niður. Þessi 23 ára gamli framherji er í hollenska EM-hópnum og kom inn á sem varamaður í sigrinum á Tyrkjum í átta liða úrslitunum. United er líka sagt hafa áhuga á framherjunum Jonathan David hjá Lille og Ivan Toney hjá Brentford. Á dagskránni í sumar er að kaupa framherja, miðjumann og miðvörð. Man United hefur verið duglegt að kaupa hollenska leikmenn eða leikmenn sem spila í Hollandi síðan að Erik ten Hag varð knattspyrnustjóri. Það virðist ekki vera að breytast. United er nefnilega í sambandi við Bayern München um kaup á hollenska miðverðinum Matthijs de Ligt. De Ligt er í EM-hóp Hollendinga en hefur ekki fengið eina einustu mínútu á mótinu. De Ligt hefur sýnt áhuga á að komast til United. Enski boltinn Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira
Zirkzee átti mjög gott tímabil með Bologna á Ítalíu á síðustu leiktíð en hann skoraði tólf mörk og hjálpaði liðinu að vinna sér sæti í Meistaradeildinni. Samkvæmt heimildum ESPN þá er United búið að ná samkomulagi við leikmanninn um kaup og kjör. Fabrizio Romano segir líka frá því að United sé á góðri leið með að klára kaupin. 🚨🇳🇱 Manchester United and Joshua Zirkzee, almost there.Man Utd have now informed Bologna about agreement reached with Zirkzee over personal terms.All done also with JZ’s agent.Man Utd, talking to Bologna about new deal structure… or they can trigger €40m release clause. pic.twitter.com/8TVVIdV6Zd— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 7, 2024 Næst á dagskrá er að ganga frá kaupverðinu en það er hægt að kaupa Zirkzee út úr samningi sínum við ítalska félagið fyrir fjörutíu milljónir evra. United gæti þó reynt að ná þeirri upphæð niður. Þessi 23 ára gamli framherji er í hollenska EM-hópnum og kom inn á sem varamaður í sigrinum á Tyrkjum í átta liða úrslitunum. United er líka sagt hafa áhuga á framherjunum Jonathan David hjá Lille og Ivan Toney hjá Brentford. Á dagskránni í sumar er að kaupa framherja, miðjumann og miðvörð. Man United hefur verið duglegt að kaupa hollenska leikmenn eða leikmenn sem spila í Hollandi síðan að Erik ten Hag varð knattspyrnustjóri. Það virðist ekki vera að breytast. United er nefnilega í sambandi við Bayern München um kaup á hollenska miðverðinum Matthijs de Ligt. De Ligt er í EM-hóp Hollendinga en hefur ekki fengið eina einustu mínútu á mótinu. De Ligt hefur sýnt áhuga á að komast til United.
Enski boltinn Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira