Hélt að hann myndi aldrei vinna aftur: „Ég get ekki hætt að gráta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júlí 2024 16:01 Lewis Hamilton þurfti að bíða í tvö ár, sjö mánuði og tvo daga eftir sigri. Kym Illman/Getty Images Lewis Hamilton, sigursælasti ökuþór Formúlu 1 frá upphafi, gat ekki haldið aftur af tárunum eftir að hann tryggði sér sigur á Silverstone-brautinni í breska kappakstrinum í gær. Þetta var fyrsti brautarsigur Hamiltons síðan í desember árið 2021, en sjöfaldi heimsmeistarinn var að vinna sína 104. keppni á ferlinum. Hann er sá ökuþór sem hefur unnið flestar keppnir í sögunni og ásamt Michael Schumacher er hann sá ökuþór sem hefur oftast orðið heimsmeistari. Eftir rúmlega tveggja ára og sjö mánaða bið eftir sigri var það því tilfinningarík stund þegar hann kom fyrstur í mark í sinni heimakeppni á Silverstone-brautinni. Með sigrinum bætti hann einnig met og er nú orðinn sá ökuþór sem hefur unnið flestar keppnir á sömu brautinni, en þetta var hans níundi sigur á Silverstone. „Ég get ekki hætt að gráta,“ sagði Hamilton er hann steig upp úr Mercedes-bílnum eftir sigurinn. „Ég hef líklega aldrei upplifað jafn tilfinningaríkan endi á kappakstri.“ „Erfiðleikarnir sem við sem lið og ég persónulega höfum gengið í gegnum. Þessi stanslausa áskorun sem við göngum öll í gegnum að koma okkur fram úr rúminu og gera okkar besta. Við lifum á tíma þar sem andleg heilsa er alvarlegt vandamál og ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi ekki þurft að ganga í gegnum þannig erfiðleika.“ Lewis on the top step of the podium. I can't stop crying 😭🥰😭🥰😭🥰#BritishGP 🇬🇧pic.twitter.com/0ILdQNBGUb— Hamilton Insights (@LH44_insights) July 7, 2024 „Það er svo oft sem að þér finnst þitt besta ekki vera nóg og það eru ótrúleg vonbrigði sem fylgja því.“ „Það hafa klárlega verið augnablik frá því ég vann síðast árið 2021 þar sem mér fannst ég ekki nógu góður. Þar sem mér leið eins og ég myndi aldrei ná að vinna aftur. Ég hef aldrei áður grátið eftir sigur. Þetta kom bara. Þetta er mögnuð tilfinning og ég er þakklátur fyrir hana.“ Akstursíþróttir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þetta var fyrsti brautarsigur Hamiltons síðan í desember árið 2021, en sjöfaldi heimsmeistarinn var að vinna sína 104. keppni á ferlinum. Hann er sá ökuþór sem hefur unnið flestar keppnir í sögunni og ásamt Michael Schumacher er hann sá ökuþór sem hefur oftast orðið heimsmeistari. Eftir rúmlega tveggja ára og sjö mánaða bið eftir sigri var það því tilfinningarík stund þegar hann kom fyrstur í mark í sinni heimakeppni á Silverstone-brautinni. Með sigrinum bætti hann einnig met og er nú orðinn sá ökuþór sem hefur unnið flestar keppnir á sömu brautinni, en þetta var hans níundi sigur á Silverstone. „Ég get ekki hætt að gráta,“ sagði Hamilton er hann steig upp úr Mercedes-bílnum eftir sigurinn. „Ég hef líklega aldrei upplifað jafn tilfinningaríkan endi á kappakstri.“ „Erfiðleikarnir sem við sem lið og ég persónulega höfum gengið í gegnum. Þessi stanslausa áskorun sem við göngum öll í gegnum að koma okkur fram úr rúminu og gera okkar besta. Við lifum á tíma þar sem andleg heilsa er alvarlegt vandamál og ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi ekki þurft að ganga í gegnum þannig erfiðleika.“ Lewis on the top step of the podium. I can't stop crying 😭🥰😭🥰😭🥰#BritishGP 🇬🇧pic.twitter.com/0ILdQNBGUb— Hamilton Insights (@LH44_insights) July 7, 2024 „Það er svo oft sem að þér finnst þitt besta ekki vera nóg og það eru ótrúleg vonbrigði sem fylgja því.“ „Það hafa klárlega verið augnablik frá því ég vann síðast árið 2021 þar sem mér fannst ég ekki nógu góður. Þar sem mér leið eins og ég myndi aldrei ná að vinna aftur. Ég hef aldrei áður grátið eftir sigur. Þetta kom bara. Þetta er mögnuð tilfinning og ég er þakklátur fyrir hana.“
Akstursíþróttir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira