„Rússnesku hryðjuverkamennirnir verða að svara fyrir þetta“ Lovísa Arnardóttir skrifar 9. júlí 2024 06:29 Forsetinn var harðorður og kallaðir eftir meiri stuðningi. Vísir/EPA Í það minnsta 41 er látinn eftir sprengjuárás Rússlands í Úkraínu í gær. Einn stærsti barnaspítali borgarinnar varð fyrir sprengjum. Um er að ræða eina banvænustu sprengjuárás síðustu mánaða en hún átti sér stað um miðjan dag. „Þetta var hræðilegt. Ég gat ekki andað. Ég var að reyna að verja [ barnið mitt innsk. Blm.]. Ég var að reyna að verja hann með klút svo hann gæti andað,“ er haft eftir Svitlana Kravchenko í frétt Reuters. Þar segir að illa áttaðir og grátandi foreldrar hafi ráfað um og reynt að þrífa eftir sprenginguna. Forseti landsins, Volodomír Selenskíj, var í Póllandi þegar árásin átti sér stað en hann er á leið til Washington þar sem fer fram NATO ráðstefna í vikunni þar sem sérstök áhersla verður lögð á að fjalla um stríðið í Úkraínu. Selenskíj sagði 37 látin, þar af þrjú börn. Auk þess væru 170 særð. Í frétt Reuters segir að fjöldi látinna hafi samanlagt verið talinn 41 um land allt. Um 27 létust í Kænugarði og 11 í Dnipropetrovsk héraði. Þá létust þrjú í Pokrovsk héraði. Á fundi með forseta Póllands, Donald Tusk, kallaði Selenskíj, eftir viðbrögðum frá vestrænum bandamönnum. Hann sagði að Úkraína myndi svara þessum árásum en að stóra spurningin væri hvort að bandamennirnir myndu gera það líka. Á Telegram sagði Selenskíj auk þess að um 100 byggingar væru skemmdar þar á meðal barnaspítalinn og fæðingarstofa í miðborg Kænugarðs, heimili og leikskólar. „Rússnesku hryðjuverkamennirnir verða að svara fyrir þetta,“ sagði hann og að hafa áhyggjur stöðvi ekki hryllinginn. Samúðarkveðjur séu ekki vopn. Ríkisstjórn landsins hefur lýst yfir þjóðarsorg í dag vegna árásarinnar. Þá yfir úkraínsk yfirvöld sagt árásina gott dæmi um það af hverju þarf að styrkja loftvarnir landsins enn frekar. Af 38 loftskeytum voru 30 skotin niður. Eyðileggingin var mikil í Kænugarði.Vísir/EPA Borgarstjóri Kænugarðs, Vitali Klitschko, sagði árásina eina þá stærstu frá því að stríðið hófst og að víða í borginni séu skemmdir. Heilbrigðisyfirvöld sögðu fimm deildir barnaspítalans skemmdar og að flytja hefði þurft börn annað. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í Bandaríkjunum sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, að árásin væri hræðileg áminning um grimmd Rússa. Hann sagði enn fremur að á NATO fundinum yrði tilkynnt um nýjar ráðstafanir fyrir loftvarnir Úkraínu. Volker Türk, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi einnig árásina í gær og að meðal þeirra sem létust hefðu verið „veikustu börn Úkraínu“. Rússnesk yfirvöld sögðu eftir árásirnar að þeim hefðu verið beint að flugvöllum og öryggismiðstöðvum. Þau hafa ítrekað neitað að þau skjóti viljandi að almennum borgurum og byggingum þar sem almennir borgarar eru en þúsundir almennir borgarar hafa látist í árásunum frá því að stríðið hófst 2022. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Tengdar fréttir NATO styrkir verkefni Bifrastar um tugi milljóna: Ætla að tryggja nettengingu í tilfelli árásar Atlantshafsbandalagið styrkir umfangsmikið verkefni Háskólans á Bifröst um tugi milljóna króna en verkefnið snýr að því að koma upp gervihnattakerfi sem gæti viðhaldið internettengingu við umheiminn í tilfelli þess að sæstrengir til landsins rofni vegna árásar eða náttúruhamfara. Verkefnið er unnið í samstarfi við virta háskóla og stofnanir á borð við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum, ETH í Sviss og sænska varnarmálaháskólann. 8. júlí 2024 23:18 Gerðu loftárás á barnaspítala í Kænugarði Minnst tuttugu almennir borgarar létust í loftárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Meðal skotmarka Rússa var barnaspítali í Kænugarði. 8. júlí 2024 11:26 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
„Þetta var hræðilegt. Ég gat ekki andað. Ég var að reyna að verja [ barnið mitt innsk. Blm.]. Ég var að reyna að verja hann með klút svo hann gæti andað,“ er haft eftir Svitlana Kravchenko í frétt Reuters. Þar segir að illa áttaðir og grátandi foreldrar hafi ráfað um og reynt að þrífa eftir sprenginguna. Forseti landsins, Volodomír Selenskíj, var í Póllandi þegar árásin átti sér stað en hann er á leið til Washington þar sem fer fram NATO ráðstefna í vikunni þar sem sérstök áhersla verður lögð á að fjalla um stríðið í Úkraínu. Selenskíj sagði 37 látin, þar af þrjú börn. Auk þess væru 170 særð. Í frétt Reuters segir að fjöldi látinna hafi samanlagt verið talinn 41 um land allt. Um 27 létust í Kænugarði og 11 í Dnipropetrovsk héraði. Þá létust þrjú í Pokrovsk héraði. Á fundi með forseta Póllands, Donald Tusk, kallaði Selenskíj, eftir viðbrögðum frá vestrænum bandamönnum. Hann sagði að Úkraína myndi svara þessum árásum en að stóra spurningin væri hvort að bandamennirnir myndu gera það líka. Á Telegram sagði Selenskíj auk þess að um 100 byggingar væru skemmdar þar á meðal barnaspítalinn og fæðingarstofa í miðborg Kænugarðs, heimili og leikskólar. „Rússnesku hryðjuverkamennirnir verða að svara fyrir þetta,“ sagði hann og að hafa áhyggjur stöðvi ekki hryllinginn. Samúðarkveðjur séu ekki vopn. Ríkisstjórn landsins hefur lýst yfir þjóðarsorg í dag vegna árásarinnar. Þá yfir úkraínsk yfirvöld sagt árásina gott dæmi um það af hverju þarf að styrkja loftvarnir landsins enn frekar. Af 38 loftskeytum voru 30 skotin niður. Eyðileggingin var mikil í Kænugarði.Vísir/EPA Borgarstjóri Kænugarðs, Vitali Klitschko, sagði árásina eina þá stærstu frá því að stríðið hófst og að víða í borginni séu skemmdir. Heilbrigðisyfirvöld sögðu fimm deildir barnaspítalans skemmdar og að flytja hefði þurft börn annað. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í Bandaríkjunum sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, að árásin væri hræðileg áminning um grimmd Rússa. Hann sagði enn fremur að á NATO fundinum yrði tilkynnt um nýjar ráðstafanir fyrir loftvarnir Úkraínu. Volker Türk, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi einnig árásina í gær og að meðal þeirra sem létust hefðu verið „veikustu börn Úkraínu“. Rússnesk yfirvöld sögðu eftir árásirnar að þeim hefðu verið beint að flugvöllum og öryggismiðstöðvum. Þau hafa ítrekað neitað að þau skjóti viljandi að almennum borgurum og byggingum þar sem almennir borgarar eru en þúsundir almennir borgarar hafa látist í árásunum frá því að stríðið hófst 2022.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Tengdar fréttir NATO styrkir verkefni Bifrastar um tugi milljóna: Ætla að tryggja nettengingu í tilfelli árásar Atlantshafsbandalagið styrkir umfangsmikið verkefni Háskólans á Bifröst um tugi milljóna króna en verkefnið snýr að því að koma upp gervihnattakerfi sem gæti viðhaldið internettengingu við umheiminn í tilfelli þess að sæstrengir til landsins rofni vegna árásar eða náttúruhamfara. Verkefnið er unnið í samstarfi við virta háskóla og stofnanir á borð við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum, ETH í Sviss og sænska varnarmálaháskólann. 8. júlí 2024 23:18 Gerðu loftárás á barnaspítala í Kænugarði Minnst tuttugu almennir borgarar létust í loftárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Meðal skotmarka Rússa var barnaspítali í Kænugarði. 8. júlí 2024 11:26 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
NATO styrkir verkefni Bifrastar um tugi milljóna: Ætla að tryggja nettengingu í tilfelli árásar Atlantshafsbandalagið styrkir umfangsmikið verkefni Háskólans á Bifröst um tugi milljóna króna en verkefnið snýr að því að koma upp gervihnattakerfi sem gæti viðhaldið internettengingu við umheiminn í tilfelli þess að sæstrengir til landsins rofni vegna árásar eða náttúruhamfara. Verkefnið er unnið í samstarfi við virta háskóla og stofnanir á borð við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum, ETH í Sviss og sænska varnarmálaháskólann. 8. júlí 2024 23:18
Gerðu loftárás á barnaspítala í Kænugarði Minnst tuttugu almennir borgarar létust í loftárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Meðal skotmarka Rússa var barnaspítali í Kænugarði. 8. júlí 2024 11:26