„Stund sannleikans að renna upp“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. júlí 2024 11:01 Arnar Gunnlaugsson hefur trú á því að Víkingar komist í næstu umferð í Meistaradeild Evrópu. Vísir/Bjarni Næstu vikurnar verða strembnar hjá Víkingum en liðið leikur bæði í Evrópukeppni, Bestudeildinni og framundan er bikarúrslitaleikur í ágúst. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, segist vera spenntur fyrir leiknum við Shamrock Rovers í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld en uppselt er á leikinn í Víkinni. Hann verður í beinni útsendingu. Rætt var við Arnar í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Okkur hefur gengið mjög vel að rótera hópnum og þar að leiðandi hafa komið upp fá meiðsli hjá okkur, þó einhver samt sem áður. Það hefur gengið vel í deildinni, komnir í úrslit í bikarnum en núna er stund sannleikans að renna upp. Meistaradeildin að byrja. Það verður góð tilfinning að heyra Meistaradeildarlagið, þó Bestudeildar lagið sé frábært þá er Meistaradeildarlagið aðeins betra. Þannig að þegar það lag fær að hljóma í Víkinni þá held ég að það fari fiðringur um okkar stuðningsmenn, leikmenn og mig sjálfan,“ segir Arnar sem hefur stundum ekki verið nægilega ánægður með spilamennsku sinna manna síðustu vikur. Eigum einn gír inni „Ég sagði það fyrir svona þremur vikum að við ættum svona tvo gíra inni. Núna finnst mér við hafa náð einum gír til baka þannig að við erum á réttri leið. En það má samt líka alveg tala um það af hverju það er. Mögulega er það því við erum að rótera mikið sem gefur auga leið að það verður ekki sami taktur á milli leikja. Í sumum leikjum gerist það mannlega að menn byrja spara sig þegar maður er kominn í tvö núll. En okkur hefur samt tekist að landa sigrum en við eigum alveg inni frammistöðulega séð. Mér finnst við samt hafa gert ótrúlega vel hingað til í sumar. Það telur samt ekki neitt ef við klikkum á þessari ögurstund sem er núna er að fara byrja.“ Eftir að Víkingur tryggði sig í bikarúrslit gegn Stjörnunni á dögum fór hann í flug með Sölva Geir Ottesen aðstoðarþjálfara liðsins og þeir horfðu á leik með Shamrock Rovers til að undirbúa sig fyrir leikinn í kvöld. „Maður græðir svakalega mikið á því. Sérstaklega þessi litlu smáatriði. Hvernig leikmenn bregðast við mótlæti, hvernig þeir fara til baka ef þeir missa boltann. Svona hlutir sem myndavélin nær ekki. Það var mikið gagn í þessu sem styrkti okkar trú að við eigum að geta slegið þetta lið út. Breiðablik átti tvo hörkuleiki við þá í fyrra og það var svona mín tilfinning að Breiðablik væri bara ívið sterkara lið. Mun það hjálpa okkur? Nei, mögulega ekki. Kannski voru þeir eitthvað að vanmeta Blikana í fyrra sem þeir gera kannski ekki í ár. En svo var líka bara gaman að fara til Írlands. Við áttum frábæran golfhring líka sem var góður undirbúningur upp á andlegu hliðina. Þetta var bara geggjuð ferð í alla staði.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18:45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hér að neðan má sjá viðtalið við Arnar í heild sinni. Klippa: „Stund sannleikans að renna upp“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, segist vera spenntur fyrir leiknum við Shamrock Rovers í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld en uppselt er á leikinn í Víkinni. Hann verður í beinni útsendingu. Rætt var við Arnar í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Okkur hefur gengið mjög vel að rótera hópnum og þar að leiðandi hafa komið upp fá meiðsli hjá okkur, þó einhver samt sem áður. Það hefur gengið vel í deildinni, komnir í úrslit í bikarnum en núna er stund sannleikans að renna upp. Meistaradeildin að byrja. Það verður góð tilfinning að heyra Meistaradeildarlagið, þó Bestudeildar lagið sé frábært þá er Meistaradeildarlagið aðeins betra. Þannig að þegar það lag fær að hljóma í Víkinni þá held ég að það fari fiðringur um okkar stuðningsmenn, leikmenn og mig sjálfan,“ segir Arnar sem hefur stundum ekki verið nægilega ánægður með spilamennsku sinna manna síðustu vikur. Eigum einn gír inni „Ég sagði það fyrir svona þremur vikum að við ættum svona tvo gíra inni. Núna finnst mér við hafa náð einum gír til baka þannig að við erum á réttri leið. En það má samt líka alveg tala um það af hverju það er. Mögulega er það því við erum að rótera mikið sem gefur auga leið að það verður ekki sami taktur á milli leikja. Í sumum leikjum gerist það mannlega að menn byrja spara sig þegar maður er kominn í tvö núll. En okkur hefur samt tekist að landa sigrum en við eigum alveg inni frammistöðulega séð. Mér finnst við samt hafa gert ótrúlega vel hingað til í sumar. Það telur samt ekki neitt ef við klikkum á þessari ögurstund sem er núna er að fara byrja.“ Eftir að Víkingur tryggði sig í bikarúrslit gegn Stjörnunni á dögum fór hann í flug með Sölva Geir Ottesen aðstoðarþjálfara liðsins og þeir horfðu á leik með Shamrock Rovers til að undirbúa sig fyrir leikinn í kvöld. „Maður græðir svakalega mikið á því. Sérstaklega þessi litlu smáatriði. Hvernig leikmenn bregðast við mótlæti, hvernig þeir fara til baka ef þeir missa boltann. Svona hlutir sem myndavélin nær ekki. Það var mikið gagn í þessu sem styrkti okkar trú að við eigum að geta slegið þetta lið út. Breiðablik átti tvo hörkuleiki við þá í fyrra og það var svona mín tilfinning að Breiðablik væri bara ívið sterkara lið. Mun það hjálpa okkur? Nei, mögulega ekki. Kannski voru þeir eitthvað að vanmeta Blikana í fyrra sem þeir gera kannski ekki í ár. En svo var líka bara gaman að fara til Írlands. Við áttum frábæran golfhring líka sem var góður undirbúningur upp á andlegu hliðina. Þetta var bara geggjuð ferð í alla staði.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18:45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hér að neðan má sjá viðtalið við Arnar í heild sinni. Klippa: „Stund sannleikans að renna upp“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira