Í þriðja þættinum af Leikdeginum fylgjumst við með Söndru fyrir leik Þórs/KA og FH í Bestu deildinni.
Sandra eignaðist dóttur sína, Ellu, í september 2021 og hún hefur síðan þá samtvinnað móðurhlutverkið með fótboltanum.
Eftir að hafa gefið Ellu morgunmat á leikdeginum fóru þær mæðgurnar saman í ræktina. Sandra gerði æfingar en Ella rólaði.
Eins og Sandra var sem krakki er Ella mikill orkubolti og það er líf og fjör í kringum hana. Það kæmi því Söndru lítið á óvart ef Ella endaði í íþróttum eins og hún sjálf.
Í Leikdeginum ræðir Sandra meðal annars um tíma sinn í atvinnumennsku í Þýskalandi og Tékklandi, krossbandaslitin og móðurhlutverkið.
Eftir að hafa skilað Ellu í pössun kíkti Sandra í hádegismat í Lystigarðinum á Akureyri með nokkrum liðsfélögum sínum. Eftir að hafa safnað kröftum heima var svo komið að leiknum gegn FH.
Sandra verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu sem mætir Þýskalandi í undankeppni EM á föstudaginn.
Horfa má á þriðja þátt Leikdagsins í spilaranum hér fyrir ofan.