Eldflaugin greinilega úr rússnesku vopnabúri Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. júlí 2024 19:10 Mynd af broti úr eldflauginni sem Úkraínumenn birtu í dag. Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. Björgunarstarf stóð víða langt fram á nótt í Kænugarði eftir árásir Rússa í gær. Að minnsta kosti 190 særðust í árásunum, þar á meðal nokkrir þegar sprengju var varpað á Ohmatdyt-barnaspítalann í borginni, sem vakið hefur mesta reiði alþjóðasamfélagsins. „Sárasti missirinn er fólkið okkar. Við misstum mjög hæfileikaríkan lækni sem helgaði sig börnunum og kom í veg fyrir mikið mannfall. Við misstum einnig ungan, hæfileikaríkan sérfræðing. Svo misstum við auðvitað bygginguna. Hún er gjöreyðilögð,“ sagði Volodymyr Zhovnir, forstöðumaður spítalans á vettvangi í dag. „Ég get ekki ímyndað mér hvernig þessum börnum líður. Þó að þau hafi ekki hlotið líkamlega áverka hafa þau hlotið áverka á anda og sál, brotnar persónur. Þau eru einmitt á mótunarárunum.“ Rússar þræta fyrir ábyrgð á árásinni á spítalann, segja að um hafi verið að ræða flugskeyti úr loftvarnarkerfi Úkraínumanna sem bilaði. En sú fullyrðing stenst ekki skoðun, til að mynda samkvæmt sérfræðingum BBC sem rýnt hafa í myndir af eldflauginni rétt áður en hún skall á sjúkrahúsinu. Úkraínsk stjórnvöld birtu enn fremur myndir af sprengjubrotum í dag, sem rennir enn frekari stoðum undir það að rússnesk stýriflaug af gerðinni KH 101 hafi verið að verki. Þjóðarleiðtogar hafa keppst við að fordæma árásina síðasta sólarhringinn, þar á meðal Joe Biden Bandaríkjaforseti sem sagði hana hryllilega áminningu um grimmd Rússa. Þá var hart sótt að Rússum á sérstökum fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. „Spítalar njóta sérstakrar verndar í alþjóðamannréttindalögum. Að ráðast af ásetningi á verndaðan spítala er stríðsglæpur og árásarmennirnir verða að sæta ábyrgð,“ sagði Joyce Msuya, starfandi aðstoðarframkvæmdastjóri mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum á fundi öryggisráðsins í dag. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir „Rússnesku hryðjuverkamennirnir verða að svara fyrir þetta“ Í það minnsta 41 er látinn eftir sprengjuárás Rússlands í Úkraínu í gær. Einn stærsti barnaspítali borgarinnar varð fyrir sprengjum. Um er að ræða eina banvænustu sprengjuárás síðustu mánaða en hún átti sér stað um miðjan dag. 9. júlí 2024 06:29 Afmælisfundur NATO í skugga átaka í gjörbreyttum heimi Utanríkisráðherra segir 75 ára afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Washington á morgun, haldinn í skugga meiriháttar breytinga og spennu í alþjóðakerfinu. Á fundinum muni bandalagsríkin formfesta stuðning sinn við Úkraínu til lengri tíma. 8. júlí 2024 19:20 Byrjaði að öskra við fyrstu sprengingu Að minnsta kosti 36 almennir borgarar létust í árásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Árásirnar eru einar þær mannskæðustu frá upphafi stríðs. Fimm létust og fólks er enn leitað í rústum stærsta barnaspítala Úkraínu, sem Rússar sprengdu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á neyðarfundi á morgun vegna árásarinnar. 8. júlí 2024 21:07 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Björgunarstarf stóð víða langt fram á nótt í Kænugarði eftir árásir Rússa í gær. Að minnsta kosti 190 særðust í árásunum, þar á meðal nokkrir þegar sprengju var varpað á Ohmatdyt-barnaspítalann í borginni, sem vakið hefur mesta reiði alþjóðasamfélagsins. „Sárasti missirinn er fólkið okkar. Við misstum mjög hæfileikaríkan lækni sem helgaði sig börnunum og kom í veg fyrir mikið mannfall. Við misstum einnig ungan, hæfileikaríkan sérfræðing. Svo misstum við auðvitað bygginguna. Hún er gjöreyðilögð,“ sagði Volodymyr Zhovnir, forstöðumaður spítalans á vettvangi í dag. „Ég get ekki ímyndað mér hvernig þessum börnum líður. Þó að þau hafi ekki hlotið líkamlega áverka hafa þau hlotið áverka á anda og sál, brotnar persónur. Þau eru einmitt á mótunarárunum.“ Rússar þræta fyrir ábyrgð á árásinni á spítalann, segja að um hafi verið að ræða flugskeyti úr loftvarnarkerfi Úkraínumanna sem bilaði. En sú fullyrðing stenst ekki skoðun, til að mynda samkvæmt sérfræðingum BBC sem rýnt hafa í myndir af eldflauginni rétt áður en hún skall á sjúkrahúsinu. Úkraínsk stjórnvöld birtu enn fremur myndir af sprengjubrotum í dag, sem rennir enn frekari stoðum undir það að rússnesk stýriflaug af gerðinni KH 101 hafi verið að verki. Þjóðarleiðtogar hafa keppst við að fordæma árásina síðasta sólarhringinn, þar á meðal Joe Biden Bandaríkjaforseti sem sagði hana hryllilega áminningu um grimmd Rússa. Þá var hart sótt að Rússum á sérstökum fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. „Spítalar njóta sérstakrar verndar í alþjóðamannréttindalögum. Að ráðast af ásetningi á verndaðan spítala er stríðsglæpur og árásarmennirnir verða að sæta ábyrgð,“ sagði Joyce Msuya, starfandi aðstoðarframkvæmdastjóri mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum á fundi öryggisráðsins í dag.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir „Rússnesku hryðjuverkamennirnir verða að svara fyrir þetta“ Í það minnsta 41 er látinn eftir sprengjuárás Rússlands í Úkraínu í gær. Einn stærsti barnaspítali borgarinnar varð fyrir sprengjum. Um er að ræða eina banvænustu sprengjuárás síðustu mánaða en hún átti sér stað um miðjan dag. 9. júlí 2024 06:29 Afmælisfundur NATO í skugga átaka í gjörbreyttum heimi Utanríkisráðherra segir 75 ára afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Washington á morgun, haldinn í skugga meiriháttar breytinga og spennu í alþjóðakerfinu. Á fundinum muni bandalagsríkin formfesta stuðning sinn við Úkraínu til lengri tíma. 8. júlí 2024 19:20 Byrjaði að öskra við fyrstu sprengingu Að minnsta kosti 36 almennir borgarar létust í árásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Árásirnar eru einar þær mannskæðustu frá upphafi stríðs. Fimm létust og fólks er enn leitað í rústum stærsta barnaspítala Úkraínu, sem Rússar sprengdu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á neyðarfundi á morgun vegna árásarinnar. 8. júlí 2024 21:07 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
„Rússnesku hryðjuverkamennirnir verða að svara fyrir þetta“ Í það minnsta 41 er látinn eftir sprengjuárás Rússlands í Úkraínu í gær. Einn stærsti barnaspítali borgarinnar varð fyrir sprengjum. Um er að ræða eina banvænustu sprengjuárás síðustu mánaða en hún átti sér stað um miðjan dag. 9. júlí 2024 06:29
Afmælisfundur NATO í skugga átaka í gjörbreyttum heimi Utanríkisráðherra segir 75 ára afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Washington á morgun, haldinn í skugga meiriháttar breytinga og spennu í alþjóðakerfinu. Á fundinum muni bandalagsríkin formfesta stuðning sinn við Úkraínu til lengri tíma. 8. júlí 2024 19:20
Byrjaði að öskra við fyrstu sprengingu Að minnsta kosti 36 almennir borgarar létust í árásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Árásirnar eru einar þær mannskæðustu frá upphafi stríðs. Fimm létust og fólks er enn leitað í rústum stærsta barnaspítala Úkraínu, sem Rússar sprengdu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á neyðarfundi á morgun vegna árásarinnar. 8. júlí 2024 21:07