„Ég efast um að þeir komist upp með svona leik á sínum heimavelli“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. júlí 2024 21:24 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, á von á allt öðruvísi leik í næstu viku. vísir / pawel Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var vitaskuld svekktur að hafa ekki unnið Shamrock Rovers í fyrsta leik undankeppni Meistaradeildarinnar. Niðurstaðan markalaust jafntefli en heimamenn stýrðu spilinu stærstan hluta leiksins. „Það eru blendnar tilfinningar, auðvitað lágum við svolítið á þeim en Evrópufótbolti eins og hann er, þeir hefðu alveg getað skorað úr þessu eina færi sem þeir fengu. En við reyndum, reyndum hvað við gátum, erfitt að spila á móti low block.“ Víkingar voru við stjórnvölinn lengst af í leiknum, herjuðu upp kantana og fengu fjölda færa eftir fyrirgjafir og hornspyrnur en gáfu gestunum líka séns. „Við gáfum þeim break inn á milli með því að missa boltann klaufalega og mögulega ógnum við ekki alveg nógu mikið með krossum inn í boxið en heilt yfir var frammistaðan mjög góð. Við fengum samt færi til að gera mark og jafnvel bæta við einu í viðbót en þeir hefðu líka getað skorað úr þessu færi.“ Vanir að nota varamenn vel Arnar gerði breytingar eftir um sjötíu mínútna leik, tók Nikolaj Hansen útaf, færði Danijel Dejan Djuric upp á topp og setti Ara Sigurpálsson út á vinstri vænginn. „Bara að reyna að hreyfa aðeins við liðinu, þeir voru búnir að testa okkur í sjötíu mínútur, svo koma breytingar, fá öðruvísi menn einn á móti einum. Öðruvísi hreyfingar í hálfsvæðin og líka bara fá ferskar lappir inn, þetta eru gríðarleg hlaup í þessum leikjum og líka andleg þreyta. Við erum vanir að nota okkar varamenn vel og mér fannst þeir standa sig vel sem komu inn á.“ Klókir og reynslumiklir Shamrock lá langt til baka allan leikinn og spilaði agaðan varnarleik. Leikplan þeirra gekk upp, Víkingar sköpuðu fá dauðafæri og gestirnir hefðu hæglega getað stolið sigrinum undir lokin. „Þeir voru líka bara klókir, þetta er augljóslega lið sem er með mikla Evrópureynslu. Töfðu leikinn vel, gáfu sér góðan tíma í allt mögulegt milli himins og jarðar. Vel gert hjá þeim að halda þetta út.“ Verður öðruvísi útileikur Arnar gerir ekki ráð fyrir því að Shamrock leggi upp með sama leikplan í næsta leik. Liðið er vant því að spila allt öðruvísi og mun væntanlega vilja sýna áhorfendum sínum alvöru frammistöðu. „Það sem þeir sýndu okkur í dag, þetta er alls ekki þeirra DNA. Þetta er lið sem er að dóminera leiki, pressa hátt og pressa stíft. Ég efast um að þeir komist upp með svona leik á sínum heimavelli, sem kannski gefur okkur betur tækifæri að spila á móti liði sem opnar sig aðeins. Það verður hrikalega erfiður útivöllur, við verðum að vera jafn klókir og þeir voru hérna, vera þolinmóðir og reyna að nýta okkar tækifæri þegar þau koma.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Fleiri fréttir Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Sjá meira
„Það eru blendnar tilfinningar, auðvitað lágum við svolítið á þeim en Evrópufótbolti eins og hann er, þeir hefðu alveg getað skorað úr þessu eina færi sem þeir fengu. En við reyndum, reyndum hvað við gátum, erfitt að spila á móti low block.“ Víkingar voru við stjórnvölinn lengst af í leiknum, herjuðu upp kantana og fengu fjölda færa eftir fyrirgjafir og hornspyrnur en gáfu gestunum líka séns. „Við gáfum þeim break inn á milli með því að missa boltann klaufalega og mögulega ógnum við ekki alveg nógu mikið með krossum inn í boxið en heilt yfir var frammistaðan mjög góð. Við fengum samt færi til að gera mark og jafnvel bæta við einu í viðbót en þeir hefðu líka getað skorað úr þessu færi.“ Vanir að nota varamenn vel Arnar gerði breytingar eftir um sjötíu mínútna leik, tók Nikolaj Hansen útaf, færði Danijel Dejan Djuric upp á topp og setti Ara Sigurpálsson út á vinstri vænginn. „Bara að reyna að hreyfa aðeins við liðinu, þeir voru búnir að testa okkur í sjötíu mínútur, svo koma breytingar, fá öðruvísi menn einn á móti einum. Öðruvísi hreyfingar í hálfsvæðin og líka bara fá ferskar lappir inn, þetta eru gríðarleg hlaup í þessum leikjum og líka andleg þreyta. Við erum vanir að nota okkar varamenn vel og mér fannst þeir standa sig vel sem komu inn á.“ Klókir og reynslumiklir Shamrock lá langt til baka allan leikinn og spilaði agaðan varnarleik. Leikplan þeirra gekk upp, Víkingar sköpuðu fá dauðafæri og gestirnir hefðu hæglega getað stolið sigrinum undir lokin. „Þeir voru líka bara klókir, þetta er augljóslega lið sem er með mikla Evrópureynslu. Töfðu leikinn vel, gáfu sér góðan tíma í allt mögulegt milli himins og jarðar. Vel gert hjá þeim að halda þetta út.“ Verður öðruvísi útileikur Arnar gerir ekki ráð fyrir því að Shamrock leggi upp með sama leikplan í næsta leik. Liðið er vant því að spila allt öðruvísi og mun væntanlega vilja sýna áhorfendum sínum alvöru frammistöðu. „Það sem þeir sýndu okkur í dag, þetta er alls ekki þeirra DNA. Þetta er lið sem er að dóminera leiki, pressa hátt og pressa stíft. Ég efast um að þeir komist upp með svona leik á sínum heimavelli, sem kannski gefur okkur betur tækifæri að spila á móti liði sem opnar sig aðeins. Það verður hrikalega erfiður útivöllur, við verðum að vera jafn klókir og þeir voru hérna, vera þolinmóðir og reyna að nýta okkar tækifæri þegar þau koma.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Fleiri fréttir Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Sjá meira