„Ég efast um að þeir komist upp með svona leik á sínum heimavelli“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. júlí 2024 21:24 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, á von á allt öðruvísi leik í næstu viku. vísir / pawel Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var vitaskuld svekktur að hafa ekki unnið Shamrock Rovers í fyrsta leik undankeppni Meistaradeildarinnar. Niðurstaðan markalaust jafntefli en heimamenn stýrðu spilinu stærstan hluta leiksins. „Það eru blendnar tilfinningar, auðvitað lágum við svolítið á þeim en Evrópufótbolti eins og hann er, þeir hefðu alveg getað skorað úr þessu eina færi sem þeir fengu. En við reyndum, reyndum hvað við gátum, erfitt að spila á móti low block.“ Víkingar voru við stjórnvölinn lengst af í leiknum, herjuðu upp kantana og fengu fjölda færa eftir fyrirgjafir og hornspyrnur en gáfu gestunum líka séns. „Við gáfum þeim break inn á milli með því að missa boltann klaufalega og mögulega ógnum við ekki alveg nógu mikið með krossum inn í boxið en heilt yfir var frammistaðan mjög góð. Við fengum samt færi til að gera mark og jafnvel bæta við einu í viðbót en þeir hefðu líka getað skorað úr þessu færi.“ Vanir að nota varamenn vel Arnar gerði breytingar eftir um sjötíu mínútna leik, tók Nikolaj Hansen útaf, færði Danijel Dejan Djuric upp á topp og setti Ara Sigurpálsson út á vinstri vænginn. „Bara að reyna að hreyfa aðeins við liðinu, þeir voru búnir að testa okkur í sjötíu mínútur, svo koma breytingar, fá öðruvísi menn einn á móti einum. Öðruvísi hreyfingar í hálfsvæðin og líka bara fá ferskar lappir inn, þetta eru gríðarleg hlaup í þessum leikjum og líka andleg þreyta. Við erum vanir að nota okkar varamenn vel og mér fannst þeir standa sig vel sem komu inn á.“ Klókir og reynslumiklir Shamrock lá langt til baka allan leikinn og spilaði agaðan varnarleik. Leikplan þeirra gekk upp, Víkingar sköpuðu fá dauðafæri og gestirnir hefðu hæglega getað stolið sigrinum undir lokin. „Þeir voru líka bara klókir, þetta er augljóslega lið sem er með mikla Evrópureynslu. Töfðu leikinn vel, gáfu sér góðan tíma í allt mögulegt milli himins og jarðar. Vel gert hjá þeim að halda þetta út.“ Verður öðruvísi útileikur Arnar gerir ekki ráð fyrir því að Shamrock leggi upp með sama leikplan í næsta leik. Liðið er vant því að spila allt öðruvísi og mun væntanlega vilja sýna áhorfendum sínum alvöru frammistöðu. „Það sem þeir sýndu okkur í dag, þetta er alls ekki þeirra DNA. Þetta er lið sem er að dóminera leiki, pressa hátt og pressa stíft. Ég efast um að þeir komist upp með svona leik á sínum heimavelli, sem kannski gefur okkur betur tækifæri að spila á móti liði sem opnar sig aðeins. Það verður hrikalega erfiður útivöllur, við verðum að vera jafn klókir og þeir voru hérna, vera þolinmóðir og reyna að nýta okkar tækifæri þegar þau koma.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Fleiri fréttir Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Sjá meira
„Það eru blendnar tilfinningar, auðvitað lágum við svolítið á þeim en Evrópufótbolti eins og hann er, þeir hefðu alveg getað skorað úr þessu eina færi sem þeir fengu. En við reyndum, reyndum hvað við gátum, erfitt að spila á móti low block.“ Víkingar voru við stjórnvölinn lengst af í leiknum, herjuðu upp kantana og fengu fjölda færa eftir fyrirgjafir og hornspyrnur en gáfu gestunum líka séns. „Við gáfum þeim break inn á milli með því að missa boltann klaufalega og mögulega ógnum við ekki alveg nógu mikið með krossum inn í boxið en heilt yfir var frammistaðan mjög góð. Við fengum samt færi til að gera mark og jafnvel bæta við einu í viðbót en þeir hefðu líka getað skorað úr þessu færi.“ Vanir að nota varamenn vel Arnar gerði breytingar eftir um sjötíu mínútna leik, tók Nikolaj Hansen útaf, færði Danijel Dejan Djuric upp á topp og setti Ara Sigurpálsson út á vinstri vænginn. „Bara að reyna að hreyfa aðeins við liðinu, þeir voru búnir að testa okkur í sjötíu mínútur, svo koma breytingar, fá öðruvísi menn einn á móti einum. Öðruvísi hreyfingar í hálfsvæðin og líka bara fá ferskar lappir inn, þetta eru gríðarleg hlaup í þessum leikjum og líka andleg þreyta. Við erum vanir að nota okkar varamenn vel og mér fannst þeir standa sig vel sem komu inn á.“ Klókir og reynslumiklir Shamrock lá langt til baka allan leikinn og spilaði agaðan varnarleik. Leikplan þeirra gekk upp, Víkingar sköpuðu fá dauðafæri og gestirnir hefðu hæglega getað stolið sigrinum undir lokin. „Þeir voru líka bara klókir, þetta er augljóslega lið sem er með mikla Evrópureynslu. Töfðu leikinn vel, gáfu sér góðan tíma í allt mögulegt milli himins og jarðar. Vel gert hjá þeim að halda þetta út.“ Verður öðruvísi útileikur Arnar gerir ekki ráð fyrir því að Shamrock leggi upp með sama leikplan í næsta leik. Liðið er vant því að spila allt öðruvísi og mun væntanlega vilja sýna áhorfendum sínum alvöru frammistöðu. „Það sem þeir sýndu okkur í dag, þetta er alls ekki þeirra DNA. Þetta er lið sem er að dóminera leiki, pressa hátt og pressa stíft. Ég efast um að þeir komist upp með svona leik á sínum heimavelli, sem kannski gefur okkur betur tækifæri að spila á móti liði sem opnar sig aðeins. Það verður hrikalega erfiður útivöllur, við verðum að vera jafn klókir og þeir voru hérna, vera þolinmóðir og reyna að nýta okkar tækifæri þegar þau koma.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Fleiri fréttir Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Sjá meira