Vinícius Júnior um Copa klúður Brassa: „Þetta var mér að kenna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2024 14:30 Vinícius Júnior var svekktur út í sjálfan sig eftir að óþarfa gul spjöld komu honum í leikbann í mikilvægum leik. Getty/Ezra Shaw Brasilíumenn duttu út í átta liða úrslitum Suðurameríkukeppninnar í ár sem eru mikil vonbrigði fyrir þessa miklu knattspyrnuþjóð. Real Madrid leikmaðurinn Vinícius Júnior bað þjóð sína afsökunar á þessu og tók á sig sökina. Vinícius Júnior spilaði þó ekki leikinn við Úrúgvæ í átta liða úrslitunum, leik sem tapaðist í vítakeppni. Ástæða þess er einmitt ástæðan fyrir afsökunarbeiðni hans. Vinícius Júnior tók nefnilega út leikbann í leiknum eftir að hafa fengið gul spjöld á móti Paragvæ og Kólumbíu í riðlakeppninni. „Copa América keppnin er búin hjá okkur en það er tími til að horfa til baka og takast á við tapið,“ skrifaði Vinícius á portúgölsku á samfélagsmiðla sína en ESPN segir frá. „Vonbrigðartilfinningin hellist aftur yfir mann. Tapa aftur í vítakeppni,“ skrifaði Vinícius en Brasilía tapaði í vítakeppni á móti Argentínu í síðustu Suðurameríkukeppni. „Ég klúðraði þessu með því að fá tvö gul spjöld sem ég gat komist hjá því að fá. Ég horfði því aftur á okkur detta úr keppni af hliðarlínunni. Núnar var þetta var mér að kenna. Ég bið alla afsökunar á því,“ skrifaði Vinícius. Á HM í Katar tapaði Brasilía á móti Króatíu í átta liða úrslitunum eftir vítakeppni en Vinícius hafi þá verið tekinn af velli. Vinícius átti frábært tímabil með Real Madrid og skoraði líka tvö mörk í fyrstu þremur leikjum Brasilíu í Copa América. Hann var samt gagnrýndur í heimalandinu fyrir það að sýna ekki sömu frammistöðu með brasilíska landsliðinu og hann býður upp á með Real Madrid. „Ég kann að hlusta á gagnrýni og trúið mér að sú harðasta kemur heiman frá. Sem betur fer er landsliðsferill minn rétt að byrja. Ég ásamt liðsfélögum mínum fáum tækifæri til að koma landsliðinu okkar þangað sem það á heima. Við komust aftur á toppinn,“ lofaði Vinícius. View this post on Instagram A post shared by Vinicius Jr. ⚡️🇧🇷 (@vinijr) Copa América Brasilía Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Sjá meira
Real Madrid leikmaðurinn Vinícius Júnior bað þjóð sína afsökunar á þessu og tók á sig sökina. Vinícius Júnior spilaði þó ekki leikinn við Úrúgvæ í átta liða úrslitunum, leik sem tapaðist í vítakeppni. Ástæða þess er einmitt ástæðan fyrir afsökunarbeiðni hans. Vinícius Júnior tók nefnilega út leikbann í leiknum eftir að hafa fengið gul spjöld á móti Paragvæ og Kólumbíu í riðlakeppninni. „Copa América keppnin er búin hjá okkur en það er tími til að horfa til baka og takast á við tapið,“ skrifaði Vinícius á portúgölsku á samfélagsmiðla sína en ESPN segir frá. „Vonbrigðartilfinningin hellist aftur yfir mann. Tapa aftur í vítakeppni,“ skrifaði Vinícius en Brasilía tapaði í vítakeppni á móti Argentínu í síðustu Suðurameríkukeppni. „Ég klúðraði þessu með því að fá tvö gul spjöld sem ég gat komist hjá því að fá. Ég horfði því aftur á okkur detta úr keppni af hliðarlínunni. Núnar var þetta var mér að kenna. Ég bið alla afsökunar á því,“ skrifaði Vinícius. Á HM í Katar tapaði Brasilía á móti Króatíu í átta liða úrslitunum eftir vítakeppni en Vinícius hafi þá verið tekinn af velli. Vinícius átti frábært tímabil með Real Madrid og skoraði líka tvö mörk í fyrstu þremur leikjum Brasilíu í Copa América. Hann var samt gagnrýndur í heimalandinu fyrir það að sýna ekki sömu frammistöðu með brasilíska landsliðinu og hann býður upp á með Real Madrid. „Ég kann að hlusta á gagnrýni og trúið mér að sú harðasta kemur heiman frá. Sem betur fer er landsliðsferill minn rétt að byrja. Ég ásamt liðsfélögum mínum fáum tækifæri til að koma landsliðinu okkar þangað sem það á heima. Við komust aftur á toppinn,“ lofaði Vinícius. View this post on Instagram A post shared by Vinicius Jr. ⚡️🇧🇷 (@vinijr)
Copa América Brasilía Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Sjá meira