Aston Villa vildi losna við Coutinho af launaskrá en hann er einn af launahærri leikmönnum liðsins með 135.000 pund á viku. Tilraun var gerð til að rifta samningnum en það reyndist Aston Villa óhagstætt og því var hann frekar lánaður út.
Líkt og á síðasta tímabili sem Coutinho eyddi á láni hjá katarska félaginu Al Duhail. Nú snýr hann aftur til uppeldisfélagsins Vasco de Gama en hann fór þaðan sextán ára gamall til Inter Milan.
How it started 🤝 How it's going
— Classic Football Shirts (@classicshirts) July 10, 2024
Philippe Coutinho is back at Vasco da Gama. pic.twitter.com/vFEzGyLuNa
🪄🎩 TODO MUNDO JÁ SABE.
— Vasco da Gama (@VascodaGama) July 10, 2024
O MÁGICO VOLTOU.
COUTINHO É VASCO! 💢#CoutinhoÉVasco#VascoDaGama pic.twitter.com/ksWaOFAcxT
Coutinho kom til Aston Villa frá Barcelona árið 2022 og átti fínt fyrsta tímabil en hefur ekki fengið sömu tækifæri síðan.
Aston Villa mun á næsta tímabili leika í Meistaradeildinni í fyrsta sinn í fjögurtíu ár. Félagið vill endurnýja leikmannahópinn fyrir komandi leiktíð og hefur gengið frá samningum við Ross Barkley, Ian Maatsen, Samuel Iling-Junior, Lewis Dobbin og Enzo Barrenechea.