Guðlaug Edda og Hákon fánaberar Íslands á Signu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2024 06:31 Fánaberar Íslands verða þau Guðlaug Edda Hannesdóttir sem keppir í þríþraut og Hákon Þór Svavarsson sem keppir í haglabyssuskotfimi. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur valið þau Guðlaugu Eddu Hannesdóttur og Hákon Þór Svavarsson til að vera fánaberar Íslands á setningarhátíð Ólympíuleikanna í París 2024. Forsetahjón Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, buðu til móttöku á Bessastöðum í gær til heiðurs Ólympíuhópi ÍSÍ 2024. Við það tilefni var tilkynnt hver myndu fá þann heiður að vera fánaberar Íslands á setningarhátíðinni 26. júlí næstkomandi. Guðlaug Edda keppir í þríþraut og Hákon Þór keppir í haglabyssuskotfimi. Þau eru bæði að keppa í fyrsta sinn á Ólympíuleikum og fá þennan heiður samhliða frumraun sinni. Jafnframt verður þetta í fyrsta sinn sem keppandi í skotíþróttum og þríþraut er fánaberi Íslands á setningarhátíð Ólympíuleikanna. Á síðustu leikum í Tókýó 2021 voru það sundfólkið Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee sem voru fánaberar Íslands en þau keppa bæði aftur í ár. Þetta verður í fyrsta sinn sem keppandi í skotíþróttum og þríþraut er fánaberi Íslands á setningarhátíð Ólympíuleikanna.ÍSÍ Júdómaðurinn Þormóður Árni Jónsson var með fánann á setningarhátíð ÓL í Ríó 2016 en þá var bara einn fánaberi. Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir var fánaberi á ÓL í London 2012 og sundmaðurinn Örn Arnarson á ÓL í Peking 2008. Þá var handboltamaðurinn Guðmundur Hrafnkelsson með fánann á ÓL í Aþenu 2004 og öldin byrjaði á því á grindahlauparinn Guðrún Arnardóttir var setningarhátíð ÓL í Sydney 2000. Allir þessir fyrrnefndu íslensku íþróttamenn voru fánaberar í hefðbundni setningarhátíð þar sem keppendur gengu saman inn á Ólympíuleikvanginn en í ár munu þau Guðlaug Edda og Hákon taka þátt í glænýrri útgáfu af setningarhátíð. Að þessu sinni verður verður ekki hefðbundin innganga á setningarhátíð heldur sigla fulltrúar allra landa á bátum eftir ánni Signu í hjarta Parísarborgar. Setningarhátíðin er sú stærsta sem haldin hefur verið í sögu Ólympíuleikanna. Guðlaug Edda og Hákon munu því vera með fána Íslands í siglingunni á Signu. Þar sem að þetta er alveg ný útgáfa af setningarhátíð verður að koma í ljós hvernig útfærslan verður að öðru leyti að Ísland mun væntanlega fá sinn eigin bát á Signu. Íslands á fimm keppendur á Ólympíuleikunum í París því auk Guðlaugu Eddu og Hákons Þórs þá keppa Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir í sundi og Erna Sóley Gunnarsdóttir í frjálsum íþróttum. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira
Forsetahjón Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, buðu til móttöku á Bessastöðum í gær til heiðurs Ólympíuhópi ÍSÍ 2024. Við það tilefni var tilkynnt hver myndu fá þann heiður að vera fánaberar Íslands á setningarhátíðinni 26. júlí næstkomandi. Guðlaug Edda keppir í þríþraut og Hákon Þór keppir í haglabyssuskotfimi. Þau eru bæði að keppa í fyrsta sinn á Ólympíuleikum og fá þennan heiður samhliða frumraun sinni. Jafnframt verður þetta í fyrsta sinn sem keppandi í skotíþróttum og þríþraut er fánaberi Íslands á setningarhátíð Ólympíuleikanna. Á síðustu leikum í Tókýó 2021 voru það sundfólkið Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee sem voru fánaberar Íslands en þau keppa bæði aftur í ár. Þetta verður í fyrsta sinn sem keppandi í skotíþróttum og þríþraut er fánaberi Íslands á setningarhátíð Ólympíuleikanna.ÍSÍ Júdómaðurinn Þormóður Árni Jónsson var með fánann á setningarhátíð ÓL í Ríó 2016 en þá var bara einn fánaberi. Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir var fánaberi á ÓL í London 2012 og sundmaðurinn Örn Arnarson á ÓL í Peking 2008. Þá var handboltamaðurinn Guðmundur Hrafnkelsson með fánann á ÓL í Aþenu 2004 og öldin byrjaði á því á grindahlauparinn Guðrún Arnardóttir var setningarhátíð ÓL í Sydney 2000. Allir þessir fyrrnefndu íslensku íþróttamenn voru fánaberar í hefðbundni setningarhátíð þar sem keppendur gengu saman inn á Ólympíuleikvanginn en í ár munu þau Guðlaug Edda og Hákon taka þátt í glænýrri útgáfu af setningarhátíð. Að þessu sinni verður verður ekki hefðbundin innganga á setningarhátíð heldur sigla fulltrúar allra landa á bátum eftir ánni Signu í hjarta Parísarborgar. Setningarhátíðin er sú stærsta sem haldin hefur verið í sögu Ólympíuleikanna. Guðlaug Edda og Hákon munu því vera með fána Íslands í siglingunni á Signu. Þar sem að þetta er alveg ný útgáfa af setningarhátíð verður að koma í ljós hvernig útfærslan verður að öðru leyti að Ísland mun væntanlega fá sinn eigin bát á Signu. Íslands á fimm keppendur á Ólympíuleikunum í París því auk Guðlaugu Eddu og Hákons Þórs þá keppa Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir í sundi og Erna Sóley Gunnarsdóttir í frjálsum íþróttum.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira