Óttast að olíufélögin hækki álagningu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. júlí 2024 21:22 Runólfur segir að sterkt aðhald þurfi gagnvart því að álagning á bensín og olíu hækki ekki, þegar bensín- og díselskattar verða felldir brott á næsta ári. Ívar Fannar/Vilhelm Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að sterkt aðhald þurfi gagnvart því að tryggja að álagning á eldsneyti hækki ekki þegar bensín- og díselgjöld verða afnumin á næsta ári. Til stendur að leggja kílómetragjald á bensín- og díselbíla á næsta ári, en fella brott bensín- og olíugjöld sem greidd eru við kaup á jarðefnaeldsneyti. Í frumvarpsdrögunum stendur einnig til að hækka kolefnisgjaldið sem leggst á bensín- og díselbíla. „Þetta er kerfisbreyting sem við höfum verið talsmenn fyrir, að fara í svona kílómetragjald af ökutækjum. Við teljum eðlilegt að það sé greitt fyrir notkun með þeim hætti,“ segir Runólfur. Félagið hafi hins vegar gagnrýnt fyrirkomulagið sem tekið var upp í ár með rafbíla, tengiltvinnbíla og vetnisbíla, þar sem eitt fast gjald var lagt á raf- og vetnisbíla, og annað á tengiltvinnbíla. „Við töldum að það ætti að taka mið af þyngd ökutækja, út frá meðal annars vegsliti og slíku,“ segir Runólfur. Í frumvarpsdrögunum standi til að leggja fast gjald á alla bíla undir 3.500 kílóum, sem hann telur ekki góða pólisíu. Hann var gestur í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hefur áhyggjur af því að álagning olíufélaganna aukist „Svo höfum við áhyggjur af því að það verði tilhneiging í þá átt að álagning olíufélaganna aukist. Þannig það þarf mjög sterkt aðhald gagnvart því að tryggja að það sé ekki verið að nota þessar aðferðir til að hækka álagningu á eldsneyti,“ segir Runólfur. Í dag séu skattar eins og bensín- og olíugjöld, hátt hlutfall af verði eldsneytisins. „Það á að afnema þau og þá er hættan sú að það smyrjist eitthvað af því út í verðlagið áfram, lækkunin verði ekki sem skyldi,“ segir Runólfur. Almenn hækkun á gjöldum fyrir bensín- og díselbíla Runólfur segir að lesa megi úr frumvarpsdrögunum að áætlað sé að hækka verulega kolefnisgjaldið sem leggst á bensín- og díselbíla. Útlit sé fyrir að á næsta ári verði almenn hækkun á gjöldum fyrir þannig bíla. Einnig leiki vafi á því hvernig gjaldið komi til með að leggjast á þyngri bílana, flutningabílana. Hann segir að þessir vörubílar slíti vegunum margfalt á við hefðbundna fólksbíla, en í drögunum sé ýjað að því að fara eigi út í kerfi sem tekur sanngjarnari skatt af þessum ökutækjum. Það eigi því eftir að koma í ljós hver áhrifin verða af þessu fyrirkomulagi á landsbyggðina. Útlit sé fyrir að hækkun verði á þjónustugjöldum í hinum dreifðu byggðum. Bílar Skattar og tollar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Leggja kílómetragjald á bensín- og olíubíla Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur kynnt til samráðs mál um að kílómetragjald verði tekið upp fyrir bensín- og olíubíla. Gjaldið var lagt á rafmagns, tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Áformað er að olíu- og bensíngjöld verði felld brott. 11. júlí 2024 18:50 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Sjá meira
„Þetta er kerfisbreyting sem við höfum verið talsmenn fyrir, að fara í svona kílómetragjald af ökutækjum. Við teljum eðlilegt að það sé greitt fyrir notkun með þeim hætti,“ segir Runólfur. Félagið hafi hins vegar gagnrýnt fyrirkomulagið sem tekið var upp í ár með rafbíla, tengiltvinnbíla og vetnisbíla, þar sem eitt fast gjald var lagt á raf- og vetnisbíla, og annað á tengiltvinnbíla. „Við töldum að það ætti að taka mið af þyngd ökutækja, út frá meðal annars vegsliti og slíku,“ segir Runólfur. Í frumvarpsdrögunum standi til að leggja fast gjald á alla bíla undir 3.500 kílóum, sem hann telur ekki góða pólisíu. Hann var gestur í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hefur áhyggjur af því að álagning olíufélaganna aukist „Svo höfum við áhyggjur af því að það verði tilhneiging í þá átt að álagning olíufélaganna aukist. Þannig það þarf mjög sterkt aðhald gagnvart því að tryggja að það sé ekki verið að nota þessar aðferðir til að hækka álagningu á eldsneyti,“ segir Runólfur. Í dag séu skattar eins og bensín- og olíugjöld, hátt hlutfall af verði eldsneytisins. „Það á að afnema þau og þá er hættan sú að það smyrjist eitthvað af því út í verðlagið áfram, lækkunin verði ekki sem skyldi,“ segir Runólfur. Almenn hækkun á gjöldum fyrir bensín- og díselbíla Runólfur segir að lesa megi úr frumvarpsdrögunum að áætlað sé að hækka verulega kolefnisgjaldið sem leggst á bensín- og díselbíla. Útlit sé fyrir að á næsta ári verði almenn hækkun á gjöldum fyrir þannig bíla. Einnig leiki vafi á því hvernig gjaldið komi til með að leggjast á þyngri bílana, flutningabílana. Hann segir að þessir vörubílar slíti vegunum margfalt á við hefðbundna fólksbíla, en í drögunum sé ýjað að því að fara eigi út í kerfi sem tekur sanngjarnari skatt af þessum ökutækjum. Það eigi því eftir að koma í ljós hver áhrifin verða af þessu fyrirkomulagi á landsbyggðina. Útlit sé fyrir að hækkun verði á þjónustugjöldum í hinum dreifðu byggðum.
Bílar Skattar og tollar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Leggja kílómetragjald á bensín- og olíubíla Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur kynnt til samráðs mál um að kílómetragjald verði tekið upp fyrir bensín- og olíubíla. Gjaldið var lagt á rafmagns, tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Áformað er að olíu- og bensíngjöld verði felld brott. 11. júlí 2024 18:50 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Sjá meira
Leggja kílómetragjald á bensín- og olíubíla Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur kynnt til samráðs mál um að kílómetragjald verði tekið upp fyrir bensín- og olíubíla. Gjaldið var lagt á rafmagns, tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Áformað er að olíu- og bensíngjöld verði felld brott. 11. júlí 2024 18:50