„Hefðum klárlega getað skorað fleiri mörk“ Hjörvar Ólafsson skrifar 12. júlí 2024 20:03 Alexandra Jóhannsdóttir byggir upp eina af sóknum íslenska liðsins. Vísir/Anton Brink Alexandra Jóhannsdóttir skoraði eitt marka íslenska sem vann frækinn sigur gegn Þjóðverjum í undankeppni EM 2025 í fótbolta kvenna í Laugardalnum í kvöld. Alexandra er á leið með Íslandi á Evrópumótið en liðið er að fara þangað í fimmta skiptið í röð. „Þetta var nánast fullkomin frammistaða, allavega mjög góð. Það þurfti margt að ganga upp í þessum leik til þess að ná í sigur. Það gerði það svo sannarlega og við erum ofboðslega sáttar. Mér fannst við ná að setja þær undir pressu og spila svo þétta vörn þegar þess þurfti. Leikurinn spilaðist eiginlega bara alveg eins og Steini og þjálfarateymið. Uppleggið gekk eiginlega fullkomlega upp,“ sagði Alexandra um þróun leiksins. „Að mínu mati hefðum við getað skorað meira og þegar staðan var 2-0 gátum við gert út um leikinn fyrr en við gerðum. Glódís Perla vissulega bjargaði okkur einu sinni en fyrir utan það man ég ekki eftir mörgum opnum færum hjá þeim. Við byrjuðum leikinn ótrulega og mér fannst stemmingin og orkan í liðinu gríðarlega mikil í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik fannst mér við eiga leikinn og það gekk ekkert upp hjá þýska liðinu þökk sé varnarleik okkar. Við átum þær í öllum návígjum og vorum ofan á í öllum sviðum inni á vellinum,“ sagði hún enn fremur. Alexandra hrósaði markverði liðsins, Fanneyju Ingu Birkisdóttur, í hástert fyrir spilamennsku sína á stóra sviðinu: „Ég er ekki viss um að fólk geri sér grein fyrir því hvað Fanney er gömul. Hún spilar eins og leikmaður sem hefur leikið með landsliðinu í fjölda ára. Hún er ofboðslega róleg á boltann og finnur leikmenn á réttum stöðum á vellinum. Það kemur alveg fyrir að hún sé á tæpasta vaði en það er klárlega áhættunnar virði. Það er mjög gott að spila fyrir framan hana og hún er mikilvægur partur í uppspilinu okkar,“ sagði miðjumaðurinn um liðsfélaga sinn. „Það var stórkostlegt að spila fyrir framan stelpurnar af Símamótinu og allir sem mættu á völlinn gerðu þessa kvöldstund ógleymanlega,“ sagði hún hrærð. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira
„Þetta var nánast fullkomin frammistaða, allavega mjög góð. Það þurfti margt að ganga upp í þessum leik til þess að ná í sigur. Það gerði það svo sannarlega og við erum ofboðslega sáttar. Mér fannst við ná að setja þær undir pressu og spila svo þétta vörn þegar þess þurfti. Leikurinn spilaðist eiginlega bara alveg eins og Steini og þjálfarateymið. Uppleggið gekk eiginlega fullkomlega upp,“ sagði Alexandra um þróun leiksins. „Að mínu mati hefðum við getað skorað meira og þegar staðan var 2-0 gátum við gert út um leikinn fyrr en við gerðum. Glódís Perla vissulega bjargaði okkur einu sinni en fyrir utan það man ég ekki eftir mörgum opnum færum hjá þeim. Við byrjuðum leikinn ótrulega og mér fannst stemmingin og orkan í liðinu gríðarlega mikil í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik fannst mér við eiga leikinn og það gekk ekkert upp hjá þýska liðinu þökk sé varnarleik okkar. Við átum þær í öllum návígjum og vorum ofan á í öllum sviðum inni á vellinum,“ sagði hún enn fremur. Alexandra hrósaði markverði liðsins, Fanneyju Ingu Birkisdóttur, í hástert fyrir spilamennsku sína á stóra sviðinu: „Ég er ekki viss um að fólk geri sér grein fyrir því hvað Fanney er gömul. Hún spilar eins og leikmaður sem hefur leikið með landsliðinu í fjölda ára. Hún er ofboðslega róleg á boltann og finnur leikmenn á réttum stöðum á vellinum. Það kemur alveg fyrir að hún sé á tæpasta vaði en það er klárlega áhættunnar virði. Það er mjög gott að spila fyrir framan hana og hún er mikilvægur partur í uppspilinu okkar,“ sagði miðjumaðurinn um liðsfélaga sinn. „Það var stórkostlegt að spila fyrir framan stelpurnar af Símamótinu og allir sem mættu á völlinn gerðu þessa kvöldstund ógleymanlega,“ sagði hún hrærð.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira