Manchester United er að kaupa Joshua Zirkzee frá Bologna, hefur sent inn tvö tilboð í Jarrad Branthwaite hjá Everton og er í viðræðum við Bayern München um kaup á hollenska miðverðinum Matthijs de Ligt. Þetta eru engir útsöluleikmenn.
Þetta gerir félagið þrátt fyrir að The Athletic telji að United gæti hreinlega lent í vandræðum með að fylgja rekstrarreglum deildarinnar eyði þeir miklum pening í leikmenn í sumar.
Stór hluti vandræðanna tengjast stórum skuldum félagsins og gríðarlegum vöxtum af þeim.
United skuldar áfram 511,3 milljónir punda eða meira en 91 milljarð íslenskra króna.
Í grein Athletic kemur fram að félagið er að greiða meira en milljón pund í vexti í hverri viku eða meira en 179 milljónir íslenskra króna.
Þetta þýðir að frá árinu 2005 hefur Manchester United borgar 960 milljónir punda í vexti af skuldum sínum eða 171 milljarð króna.
Skuldirnar urðu aðallega til vegna kaupa Glazer fjölskyldunnar á félaginu en þau keyptu upp hluti í félaginu frá 2003 til 2005 þar til að þau eignuðust félaginu.