Bongóblíða á Vopnaskaki um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. júlí 2024 12:31 Valdimar Hermannsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps er alsæll hvað hefur vel tekist til með Vopnaskak og hvetur fólk til að koma austur um helgina í blíðuna og njóta þess, sem boðið er upp á. Aðsend Það iðar allt af lífi og fjöri á Vopnafirði um helgina en þar fer fram fjölskylduhátíðin Vopnaskak fram í bongóblíðu. Vopnaskak er vikuhátíð sem hófst á mánudaginn en fjölbreytt dagskrá hefur staðið yfir alla vikuna, sem endar um helgina með miklu fjöri og frábærri dagskrá fyrir unga sem aldna. Valdimar Hermannsson er sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps. „Þetta er allskonar tónleikar með þekktum nöfnum á landsvísu og einnig heimamönnum. Svo er dorgveiðikeppni fyrir börnin, dorgveiðikeppni og grill og síðan var kótilettukvöld og hagyrðingakvöld á fimmtudagskvöldið. Svo eru menningarviðburðir, Vopnfirsklist, ljósmyndasýning í dag, sem verður alla helgina og svo er flott partý á veitingastaðnum, sem er hérna í Kaupvangi líka á laugardagskvöldið og eitthvað fram í nóttina,” segir Valdimar. Í dag verður dorgveiðikeppni og grill svo eitthvað sé nefnt af dagskrá helgarinnar.Aðsend Hann segir veðrið með allra besta móti, sól og blíða og heimamenn jafnt sem gestir hátíðarinnar kunni sérstaklega vel við sig í þannig aðstæðum. „Hér er náttúrulega gott veður fyrir allan peninginn og tæplega 20 gráður og þægilegur andvari næstum eins og í útlöndum,” segir sveitarstjórinn ánægður með veðurguðina. Þannig að það er bara gaman gleði og allir í stuði? „Já, já og þetta verða bara huggulegir stórtónleikar, sem verða hérna í kvöld þó það sé ekki beint ball eins og var hérna áður fyrr en þá er mikið um tónlist og allskonar gleðilega dagskrá,” alla helgina, segir Valdimar um leið og hann vekur athygli á því að kajakklúbbur hefur tekið til starfa í Vopnafirði og þá fer fram kynning á pílufélagi Vopnafjarðar á Vopnaskaki um helgina. Dagskrá Vopnaskaks 2024 Stórtónleikar verða í kvöld á Vopnaskaki.Aðsend Vopnafjörður Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Vopnaskak er vikuhátíð sem hófst á mánudaginn en fjölbreytt dagskrá hefur staðið yfir alla vikuna, sem endar um helgina með miklu fjöri og frábærri dagskrá fyrir unga sem aldna. Valdimar Hermannsson er sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps. „Þetta er allskonar tónleikar með þekktum nöfnum á landsvísu og einnig heimamönnum. Svo er dorgveiðikeppni fyrir börnin, dorgveiðikeppni og grill og síðan var kótilettukvöld og hagyrðingakvöld á fimmtudagskvöldið. Svo eru menningarviðburðir, Vopnfirsklist, ljósmyndasýning í dag, sem verður alla helgina og svo er flott partý á veitingastaðnum, sem er hérna í Kaupvangi líka á laugardagskvöldið og eitthvað fram í nóttina,” segir Valdimar. Í dag verður dorgveiðikeppni og grill svo eitthvað sé nefnt af dagskrá helgarinnar.Aðsend Hann segir veðrið með allra besta móti, sól og blíða og heimamenn jafnt sem gestir hátíðarinnar kunni sérstaklega vel við sig í þannig aðstæðum. „Hér er náttúrulega gott veður fyrir allan peninginn og tæplega 20 gráður og þægilegur andvari næstum eins og í útlöndum,” segir sveitarstjórinn ánægður með veðurguðina. Þannig að það er bara gaman gleði og allir í stuði? „Já, já og þetta verða bara huggulegir stórtónleikar, sem verða hérna í kvöld þó það sé ekki beint ball eins og var hérna áður fyrr en þá er mikið um tónlist og allskonar gleðilega dagskrá,” alla helgina, segir Valdimar um leið og hann vekur athygli á því að kajakklúbbur hefur tekið til starfa í Vopnafirði og þá fer fram kynning á pílufélagi Vopnafjarðar á Vopnaskaki um helgina. Dagskrá Vopnaskaks 2024 Stórtónleikar verða í kvöld á Vopnaskaki.Aðsend
Vopnafjörður Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira