3.200 aumingjar (mín skoðun) Ole Anton Bieltvedt skrifar 14. júlí 2024 08:02 Varðandi þessa fyrirsögn, þá er ég ekki að fullyrða, að þeir menn, sem ég mun fjalla hér um, séu allir aumingjar, hins vegar er það mín skoðun, að svo sé. Það var í fréttum fyrir nokkru, að drepa mætti 800 hreindýr í sumar/haust. Jafnframt kom fram, að 2.400 veiðimenn, sem vildu veiða, hefðu ekki fengið leyfi. 3.200 manns voru, sem sagt, óðir og uppvægir í það, að fá eða elta uppi og svo - ef vel tækist til - drepa hreindýr. Í mínum augum eru þeir menn, sem liggja í því að ráðast á, særa og drepa varnarlaus dýr, sem ekkert hafa sér til sakar unnið, að gamni sínu, án nokkurrar raunverulegrar þarfar, sem sport, til að fá kikk í sína - fyrir mér - brengluðu sál, vart góðmenni. Það mætti fremur kalla þá aumingja. Ef menn ná að hitta í brjósthol, hjarta eða lungu, fellur dýrið kannske strax. En, ef menn hitta bara í trýni, háls, hrygg, síðu, læri eða fætur, sem oft hendir, hefst hræðilegt kvalræði eða dauðatríð dýrsins. Kannske nær veiðimaður að fella það í öðru eða þriðja skoti, kannske ekki. Kannske kemst dýrið illa eða helsært undan, til þess eins að kveljast dögum eða vikum saman. Haustið 2018 höfðu 33 þeirra dýra, sem þá voru felld, verið skotin áður, voru með gamla áverka og meira eða minna farlama, eftir fyrri skotárásir veiðimanna. Helmingur þeirra dýra, sem drepa má í sumar, eru kýr með kálfa frá yngst 7-8 vikna aldri. Annað eins andskotans frístundagaman. Eins og vitað er, er Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra, sjálfur veiðimaður. Hann hefur jafnvel birt mynd af sér, yfir dauðu hreindýri, á netinu, glaðbeittur á svip og stoltur að sjá, af því, að hafa drepið saklaust og varnarlaust dýrið. Með hljóðdeyfðum riffli, liggjandi í leyni í 200m fjarlægð, eða svo. Sumir telja slíkt hetjudáð. Undiritaður telur það aumingjaskap. Það er hálf kaldhæðnislegt, að veiðimaður skuli vera skipaður umhverfisráðherra, en Bjarni Benediktsson, sem að því stóð, fer væntanlega ekki í sögubækurnar fyrir það, að bera sérstaka virðingu fyrir náttúru og lífríki landsins. Flestir skilja, að láð, loft og lögur, fána og flóra, mynda eina samverkandi og órjúfanlega heild, sem öll - og þá sérstaklega vernd hennar, velferð og viðhald - á að vera á umsjónar- og ábyrgðarsviði umhverfisráðherra. Villt dýr auðvitað meðtalin. Bjarni Ben og Guðlaugur Þór eru vart í þeim hópi. Villtar dýrategundir eru hér fáar. Fyrir alla, sem vilja viðhalda því dýraríki, sem er, eru hreindýrin mikilvæg, enda falleg dýr og tignarleg, sem auðga náttúru og umhverfi. Hreindýrin skipta líka máli fyrir ferðaþjónustuna, en víða um heim eru hreindýrin og ímynd þeirra nátengd jólahaldi og jólagleði. Hafa því margir ferðamenn, ekki sízt fjölskyldufólk, börn, af því gleði, að fara austur og leita þar hreindýra. 1. ágúst mega veiðimenn byrja að skjóta hreinkýr, sem eru alflestar með kálfi, en þeir fæðast seinni hluta maí, jafnvel fram í júní, og eru þeir yngstu rétt 7-8 vikna, þegar farið er að drepa mæðurnar frá þeim. Engin 8-vikna spendýr, hvorki hvolpar, lömb, kálfar né folöld, hafa náttúrulega burði til að standa á eigin fótum, ein með sjálfu sér, enda drekka hreinkálfar móðurmjólkina minnst til 5 mánaða aldurs, ef móðir lifir. Er þetta hreinkúadráp, frá 1. ágúst, því misþyrming á kálfunum og fyrir undirrituðum andstyggilegt dýraníð. Tilmæli Umhverfsstofnunar um, að geldar kýr séu veiddar fyrstu 2 vikurnar, standast ekki. Eru bara yfirklór. Aðeins 10-15% hreinkúa eru geldar. Og, hvernig á að sjá mun á júgrum, en stærð þeirra er helzti munurinn, úr 200-300m fjarlægð? Í blaðaviðtali sagði formaður félags leiðsögumanna hreindýraveiðimanna, sem líka getur talizt talsmaður NáttúrustofuAusturlands, þetta: „Í rauninni höfum við ekkert í höndunum um það, að það (lengdur griðatími kálfa) breyti einhverju fyrir kálfana, af því að sú rannsókn er ekki til!“. Þetta sýnir auðvitað lágkúruna, sem á bak við þessar veiðar býr, óheiðarleikann og rangfærslurnar. Það eru til margvíslega heimildir, vísindagreinar, sem sanna, hversu erfitt uppdráttar ungviði, sem misst hafa móður sína, eiga sér. Hér nokkur dæmi: „Kálfur, sem missir móður sína, hefur minni lífslíkur að vetri, þar sem hann nýtur ekki mjólkur né leiðsagnar hennar við beitina“ (Sjennberg and Slagsvold“ (1968)). „Það hefur afgerandi þýðingu fyrir afkomumöguleika afkvæma stórra spendýra á norðurhveli jarðar og möguleika þeirra til að lifa af, hversu lengi og í miklum mæli þau njóta umhyggju og umönnunar foreldra“ (Stearns (1992)). „Niðurstaðan var, að færri móðurlausir kálfar lifðu af en þeir, sem móður áttu (Joly (2000)). „Kostir náins sambands móður og afkvæmis, umfram mjólkurgjöf, felast í umönnun, vernd og kennslu móður á grunn venjum, nýtingu beitilands, leiða til að lifa af og leita sér skjóls“ (Lent (1974)). Við þessa ómennsku og hörmungar allar bætist svo það, að veiðistjórn hreindýra er í algjörum ólestri. Umhverfisstofnun og Náttúrustofa Austurlands, sem eiga að stjórna þessu, vita hvorki hver fjöldi hreindýra er né, hvar þau halda sig. Fyrir sumar/haust 2022 veitti Umhverfistofnun leyfi til að 170 dýr væru veidd á veiðsvæði 2, en veiðimenn fundu aðeins/tókst aðeins að fella 64 dýr! Nú, fyrir veiðitímann 2024, má aðeins veiða 30 dýr á þessu svæði. 2022 170 dýr, 2024 30 dýr! Önnur eins veiðistjórn! Á RÚV sagði Hálfdán Helgi Helgason, líffræðingur, en hann á að stjórna hreindýrarannsóknum hjá Náttúrustofu Austurlands, þetta: „Nú hefur það verið þannig í nokkur ár, að við höfum ekki náð góðum heildartalningum (engum talningum yfir höfuð, segi ég). Hvorki yfir stofninn í heild né yfir hópa á ákveðnum svæðum“. Flestir heilvita menn hefðu við þessi skilyrði hugsað með sér: Við þessa óvissu alla er réttast að halda að sér höndum, hvíla hreindýraveiðar í ár, eða þangað til að við vitum örugglega, hver staða dýranna er. Líklegt er þó, að umhverfisráðherra dytti frekar dauður niður, en að láta hvíld veiða hvarfla að sér. Of margir vinir og félagar, að honum sjálfum ótöldum, myndu þá missa af drápsgleðinni og kikkinu. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Dýr Umhverfismál Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Varðandi þessa fyrirsögn, þá er ég ekki að fullyrða, að þeir menn, sem ég mun fjalla hér um, séu allir aumingjar, hins vegar er það mín skoðun, að svo sé. Það var í fréttum fyrir nokkru, að drepa mætti 800 hreindýr í sumar/haust. Jafnframt kom fram, að 2.400 veiðimenn, sem vildu veiða, hefðu ekki fengið leyfi. 3.200 manns voru, sem sagt, óðir og uppvægir í það, að fá eða elta uppi og svo - ef vel tækist til - drepa hreindýr. Í mínum augum eru þeir menn, sem liggja í því að ráðast á, særa og drepa varnarlaus dýr, sem ekkert hafa sér til sakar unnið, að gamni sínu, án nokkurrar raunverulegrar þarfar, sem sport, til að fá kikk í sína - fyrir mér - brengluðu sál, vart góðmenni. Það mætti fremur kalla þá aumingja. Ef menn ná að hitta í brjósthol, hjarta eða lungu, fellur dýrið kannske strax. En, ef menn hitta bara í trýni, háls, hrygg, síðu, læri eða fætur, sem oft hendir, hefst hræðilegt kvalræði eða dauðatríð dýrsins. Kannske nær veiðimaður að fella það í öðru eða þriðja skoti, kannske ekki. Kannske kemst dýrið illa eða helsært undan, til þess eins að kveljast dögum eða vikum saman. Haustið 2018 höfðu 33 þeirra dýra, sem þá voru felld, verið skotin áður, voru með gamla áverka og meira eða minna farlama, eftir fyrri skotárásir veiðimanna. Helmingur þeirra dýra, sem drepa má í sumar, eru kýr með kálfa frá yngst 7-8 vikna aldri. Annað eins andskotans frístundagaman. Eins og vitað er, er Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra, sjálfur veiðimaður. Hann hefur jafnvel birt mynd af sér, yfir dauðu hreindýri, á netinu, glaðbeittur á svip og stoltur að sjá, af því, að hafa drepið saklaust og varnarlaust dýrið. Með hljóðdeyfðum riffli, liggjandi í leyni í 200m fjarlægð, eða svo. Sumir telja slíkt hetjudáð. Undiritaður telur það aumingjaskap. Það er hálf kaldhæðnislegt, að veiðimaður skuli vera skipaður umhverfisráðherra, en Bjarni Benediktsson, sem að því stóð, fer væntanlega ekki í sögubækurnar fyrir það, að bera sérstaka virðingu fyrir náttúru og lífríki landsins. Flestir skilja, að láð, loft og lögur, fána og flóra, mynda eina samverkandi og órjúfanlega heild, sem öll - og þá sérstaklega vernd hennar, velferð og viðhald - á að vera á umsjónar- og ábyrgðarsviði umhverfisráðherra. Villt dýr auðvitað meðtalin. Bjarni Ben og Guðlaugur Þór eru vart í þeim hópi. Villtar dýrategundir eru hér fáar. Fyrir alla, sem vilja viðhalda því dýraríki, sem er, eru hreindýrin mikilvæg, enda falleg dýr og tignarleg, sem auðga náttúru og umhverfi. Hreindýrin skipta líka máli fyrir ferðaþjónustuna, en víða um heim eru hreindýrin og ímynd þeirra nátengd jólahaldi og jólagleði. Hafa því margir ferðamenn, ekki sízt fjölskyldufólk, börn, af því gleði, að fara austur og leita þar hreindýra. 1. ágúst mega veiðimenn byrja að skjóta hreinkýr, sem eru alflestar með kálfi, en þeir fæðast seinni hluta maí, jafnvel fram í júní, og eru þeir yngstu rétt 7-8 vikna, þegar farið er að drepa mæðurnar frá þeim. Engin 8-vikna spendýr, hvorki hvolpar, lömb, kálfar né folöld, hafa náttúrulega burði til að standa á eigin fótum, ein með sjálfu sér, enda drekka hreinkálfar móðurmjólkina minnst til 5 mánaða aldurs, ef móðir lifir. Er þetta hreinkúadráp, frá 1. ágúst, því misþyrming á kálfunum og fyrir undirrituðum andstyggilegt dýraníð. Tilmæli Umhverfsstofnunar um, að geldar kýr séu veiddar fyrstu 2 vikurnar, standast ekki. Eru bara yfirklór. Aðeins 10-15% hreinkúa eru geldar. Og, hvernig á að sjá mun á júgrum, en stærð þeirra er helzti munurinn, úr 200-300m fjarlægð? Í blaðaviðtali sagði formaður félags leiðsögumanna hreindýraveiðimanna, sem líka getur talizt talsmaður NáttúrustofuAusturlands, þetta: „Í rauninni höfum við ekkert í höndunum um það, að það (lengdur griðatími kálfa) breyti einhverju fyrir kálfana, af því að sú rannsókn er ekki til!“. Þetta sýnir auðvitað lágkúruna, sem á bak við þessar veiðar býr, óheiðarleikann og rangfærslurnar. Það eru til margvíslega heimildir, vísindagreinar, sem sanna, hversu erfitt uppdráttar ungviði, sem misst hafa móður sína, eiga sér. Hér nokkur dæmi: „Kálfur, sem missir móður sína, hefur minni lífslíkur að vetri, þar sem hann nýtur ekki mjólkur né leiðsagnar hennar við beitina“ (Sjennberg and Slagsvold“ (1968)). „Það hefur afgerandi þýðingu fyrir afkomumöguleika afkvæma stórra spendýra á norðurhveli jarðar og möguleika þeirra til að lifa af, hversu lengi og í miklum mæli þau njóta umhyggju og umönnunar foreldra“ (Stearns (1992)). „Niðurstaðan var, að færri móðurlausir kálfar lifðu af en þeir, sem móður áttu (Joly (2000)). „Kostir náins sambands móður og afkvæmis, umfram mjólkurgjöf, felast í umönnun, vernd og kennslu móður á grunn venjum, nýtingu beitilands, leiða til að lifa af og leita sér skjóls“ (Lent (1974)). Við þessa ómennsku og hörmungar allar bætist svo það, að veiðistjórn hreindýra er í algjörum ólestri. Umhverfisstofnun og Náttúrustofa Austurlands, sem eiga að stjórna þessu, vita hvorki hver fjöldi hreindýra er né, hvar þau halda sig. Fyrir sumar/haust 2022 veitti Umhverfistofnun leyfi til að 170 dýr væru veidd á veiðsvæði 2, en veiðimenn fundu aðeins/tókst aðeins að fella 64 dýr! Nú, fyrir veiðitímann 2024, má aðeins veiða 30 dýr á þessu svæði. 2022 170 dýr, 2024 30 dýr! Önnur eins veiðistjórn! Á RÚV sagði Hálfdán Helgi Helgason, líffræðingur, en hann á að stjórna hreindýrarannsóknum hjá Náttúrustofu Austurlands, þetta: „Nú hefur það verið þannig í nokkur ár, að við höfum ekki náð góðum heildartalningum (engum talningum yfir höfuð, segi ég). Hvorki yfir stofninn í heild né yfir hópa á ákveðnum svæðum“. Flestir heilvita menn hefðu við þessi skilyrði hugsað með sér: Við þessa óvissu alla er réttast að halda að sér höndum, hvíla hreindýraveiðar í ár, eða þangað til að við vitum örugglega, hver staða dýranna er. Líklegt er þó, að umhverfisráðherra dytti frekar dauður niður, en að láta hvíld veiða hvarfla að sér. Of margir vinir og félagar, að honum sjálfum ótöldum, myndu þá missa af drápsgleðinni og kikkinu. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun