Häcken tapaði 5-3 á dramatískan hátt í Íslendingaslag á móti Elfsborg en þrjú síðustu mörk Elfsborg komu í blálok leiksins. Elfsborg jafnaði metin í 3-3 á 90. mínútu, skoraði fjórða markið á annarri mínútu í uppbótatíma og fimmta markið á fimmtu mínútu uppbótatímans.
Valgeir kom Häcken í 2-1 í uppbótatíma fyrri hálfleiks. Hann var síðan tekinn af velli á 73. mínútu. Þá var Häcken 3-2 yfir. Þetta var þriðja mark Valgeirs á leiktíðinni en þau hafa komið í síðustu fjórum deildarleikjum hans. Markið má sjá hér fyrir neðan.
Eggert Aron Guðmundsson var í byrjunarliði Elfsborg en tekin af velli á 56. mínútu. Andri Fannar Baldursson kom inn á sem varamaður á 62. mínútu.
Tveir íslenskir leikmenn voru í byrjunarliði Norrköping sem tapaði 2-1 fyrir Västerås á útivelli.
Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson byrjuðu báðir. Ísak var tekinn af velli á 76. mínútu en það var staðan 1-1.
Västerås komst í 1-0 á 52. mínútu en Norrköping jafnaði metin aðeins þremur mínútum síðar. Västerås skoraði síðan sigurmarkið á lokamínútu leiksins.
Valgeir Lunddal Fridriksson! 2-1 till Häcken precis innan halvtidsvilan!
— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) July 14, 2024
📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/l63bbgAg5w