Como vann sér inn sæti í ítölsku úrvalsdeildinni er liðið hafnaði í öðru sæti B-deildarinnar á síðasta tímabili undir stjórn Cesc Fabregas, fyrrverandi leikmanns liða á borð við Arsenal, Chelsea, Barcelona og spænska landsliðsins.
Pepe Reina hefur verið án félags frá því að samningur hans við Villarreal rann út í vor. Þrátt fyrir að vera orðinn tæplega 42 ára gamall hefur Reina engann áhuga á því að hætta strax og nú virðist hann vera að ganga til liðs við Como.
🔵🇪🇸 Pepe Reina has signed in as new Como player, soon time for Alberto Moreno and then… Raphael Varane next.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 14, 2024
Pau López will be the first goalkeeper. pic.twitter.com/QpHvd4Df9O
Reina á að baki langan og farsælan feril þar sem hann hefur meðal annars spilað með Barcelona, Liverpool, Bayern München og AC Milan. Þá á hann að baki 36 leiki fyrir spænska landsliðið á árunum 2005-2017.
Ef marka má félagsskiptasérfræðinginn Fabrizio Romano er Reina langt frá því að vera eina stóra nafnið sem er á leið til Como því hann segir að liðið sé einnig að næla í Alberto Moreno og Raphael Varane.