Andlátið bar að á heimili hans í New Orleans í gær, þremur dögum eftir að Jones fagnaði fjörutíu ára afmæli sínu.
Jones var valinn í þriðju umferð nýliðavalsins af Houston Texans og spilaði þar í fjögur ár áður en hann gekk til liðs við Baltimore Ravens.
Hann var valinn í stjörnuleikinn og úrvalsliðið á sínu fyrsta tímabili hjá Ravens og leiddi liðið að meistaratitli.
Þar eftir lá leiðin til San Diego Chargers, Pittsburgh Steelers og Monerrey Steel í NAL deildinni áður en skórnir fóru á hilluna árið 2017.
Hann sneri sér þá að þjálfun og var starfandi sem aðalþjálfari innanhússliðsins Beaumont Renegades.