Hefja viðgerðir á næstu dögum þrátt fyrir óvissuástand Tómas Arnar Þorláksson skrifar 16. júlí 2024 12:18 Töluvert þarf að gera í Grindavík til að tryggja öryggi. Vísir/Arnar Grindavíkurnefnd hyggst ráðast sem allra fyrst í framkvæmdir og viðgerðir í Grindavík svo að hægt verði að opna bæinn að fullu á nýjan leik þrátt fyrir óvissuástand á svæðinu. Árni Þór Sigurðsson, formaður nefndarinnar, kveðst vilja tryggja flóttaleiðir með viðgerðum á götum og stígum. Störf nefndarinnar hafi gengið vel síðan að nefndin tók til starfa þann fyrsta júní. „Við erum búnir að kynna aðgerðaráætlun sem gengur út á það að ráðast í viðgerðir á götum í Grindavík og fylla upp í sprungur og loka sprungum af og líka girða af hættulega staði til að gera bæinn eins öruggan og hægt er.“ Góð viðbrögð frá stjórnvöldum Nefndin kynnti áætlunina fyrir ríkisstjórninni í síðustu viku sem hafi tekið vel í fyrirætlanirnar og verið sammála um að leggja kapp á að tryggja öryggi í Grindavík svo íbúar geti snúið aftur þangað. „Almennt góð viðbrögð við því og mætti stuðningi hjá stjórnvöldum líka sem er mikilvægt. Þannig að vonandi verður hægt að fara í þetta bara núna á næstu dögum.“ Ekki gæt að bíða endalaust Árni segir mikilvægt að hefja viðgerðir sem fyrst þrátt fyrir óvissu ástand á svæðinu á meðan landris heldur áfram og búist er við öðru eldgosi á næstu vikum eða mánuðum. „Ef við ætluðum að bíða eftir því að öllu þessu væri lokið þá gætum við þurft að bíða ansi lengi og þá sé rétt að fara í viðgerðir núna á því sem hægt er og reyna að opna bæinn meira og glæða hann meira lífi.“ Sex til níu mánuðir Verkefnið gæti tekið allt að sex til níu mánuði í heild sinni en Árni segir of snemmt til að segja til um hvenær fólk getur dvalið í Grindavík. „Hvort það verður hægt að opna hann algerlega án takmarkanna það er nú kannski ekki alveg víst hvort það verði alveg strax en eftir því sem þessum framkvæmdum vindur fram og öryggi í bænum eykst þá verður auðvitað hægt að opna hann meira og vonandi gerist það á næstu vikum.“ Grindavík Vegagerð Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Árni Þór Sigurðsson, formaður nefndarinnar, kveðst vilja tryggja flóttaleiðir með viðgerðum á götum og stígum. Störf nefndarinnar hafi gengið vel síðan að nefndin tók til starfa þann fyrsta júní. „Við erum búnir að kynna aðgerðaráætlun sem gengur út á það að ráðast í viðgerðir á götum í Grindavík og fylla upp í sprungur og loka sprungum af og líka girða af hættulega staði til að gera bæinn eins öruggan og hægt er.“ Góð viðbrögð frá stjórnvöldum Nefndin kynnti áætlunina fyrir ríkisstjórninni í síðustu viku sem hafi tekið vel í fyrirætlanirnar og verið sammála um að leggja kapp á að tryggja öryggi í Grindavík svo íbúar geti snúið aftur þangað. „Almennt góð viðbrögð við því og mætti stuðningi hjá stjórnvöldum líka sem er mikilvægt. Þannig að vonandi verður hægt að fara í þetta bara núna á næstu dögum.“ Ekki gæt að bíða endalaust Árni segir mikilvægt að hefja viðgerðir sem fyrst þrátt fyrir óvissu ástand á svæðinu á meðan landris heldur áfram og búist er við öðru eldgosi á næstu vikum eða mánuðum. „Ef við ætluðum að bíða eftir því að öllu þessu væri lokið þá gætum við þurft að bíða ansi lengi og þá sé rétt að fara í viðgerðir núna á því sem hægt er og reyna að opna bæinn meira og glæða hann meira lífi.“ Sex til níu mánuðir Verkefnið gæti tekið allt að sex til níu mánuði í heild sinni en Árni segir of snemmt til að segja til um hvenær fólk getur dvalið í Grindavík. „Hvort það verður hægt að opna hann algerlega án takmarkanna það er nú kannski ekki alveg víst hvort það verði alveg strax en eftir því sem þessum framkvæmdum vindur fram og öryggi í bænum eykst þá verður auðvitað hægt að opna hann meira og vonandi gerist það á næstu vikum.“
Grindavík Vegagerð Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira