Fjöldi smitaðra af Covid kallar á aðgerðir Árni Sæberg skrifar 16. júlí 2024 12:51 Fjöldi hefur greinst smitaður á Landspítala undanfarið. Vísir/Vilhelm Talsverð fölgun smitaðra af Covid í samfélaginu og á Landspítala kallar á aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu þeirra. Þetta segir í tilkynningu frá farsóttanefnd og sýkingavarnadeild Landspítala. Þar segir að að undanförnu hafi Covid skotið upp kollinum á átta deildum Landspítala og breiðist hratt út á nokkrum þeirra. 32 í einangrun Sjúklingar hafi smitast og verið einangraðir samkvæmt verklagsreglum þar um, en einnig sé talsvert um að starfsfólk smitist og sé frá vinnu, jafnvel í marga daga. Nú að morgni 16. júlí séu 32 sjúklingar í einangrun vegna Covid á Landspítala í þremur húsum, Landakoti, Hringbraut og Fossvogi. Þetta sé þriðja sumarið sem bylgja Covid-sýkinga herji á landsmenn. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segir í samtali við fréttastofu að sjúklingarnir 32 séu ekki alvarlega veikir vegna veirunnar. Vert sé að árétta að sjúklingar með veirusýkingar í öndunarfærum og einkenni af þeim séu alltaf einangraðir frá öðrum hvort sem um sé að ræða inflúensu, RS veiru eða Covid. Ávallt sé viðhöfð grundvallarsmitgát í öllum sjúklingasamskiptum en nú sé nauðsynlegt að grípa til frekari aðgerða, sem hafi reynst vel í fyrri Covid-bylgjum. Á Landspítala muni eftirfarandi aðgerðir taka gildi að morgni 17. júlí kl. 8: Grímuskylda í öllum sjúklingasamskiptum. Þá gildir að starfsfólk ber grímu í samskiptum við inniliggjandi sjúklinga. Þeir sem koma á göngudeildir skulu bera grímu og einnig er öllum heimsóknargestum og öðrum utanaðkomandi aðilum skylt að bera grímu. Starfsfólk þarf ekki að bera grímu í starfsmannarýmum nema það sé með einkenni sem gætu bent til öndunarfærasýkingar. Handhreinsun: Öllum er skylt að hreinsa hendur enda er það einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að rjúfa smitleiðir. Heimsóknatakmarkanir: Heimsóknartími verður styttur og verður nú frá 17-19 virka daga og frá 15-18 um helgar. Mælst er til að börn undir 12 ára aldri komi ekki í heimsókn og að ekki komi fleiri en tveir í einu til hvers sjúklings. Eins og áður er alltaf tekið tillit til aðstæðna og undanþágur gefnar (vaktstjóri á deild) en þetta er meginlínan. Þegar faraldur er á deild sé heimilt að loka alveg fyrir heimsóknir tímabundið en deildir hafi þó áfram þann möguleika að gefa undanþágur. Þessar reglur taki gildi miðvikudaginn 17. júlí kl. 8 og verði endurskoðaðar mánudaginn 21. júlí á fundi farsóttanefndar og sýkingavarnadeildar. „Við væntum góðrar samvinnu við alla hlutaðeigandi. Það er mikið í húfi og aðeins með samstilltu átaki náum við árangri.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá farsóttanefnd og sýkingavarnadeild Landspítala. Þar segir að að undanförnu hafi Covid skotið upp kollinum á átta deildum Landspítala og breiðist hratt út á nokkrum þeirra. 32 í einangrun Sjúklingar hafi smitast og verið einangraðir samkvæmt verklagsreglum þar um, en einnig sé talsvert um að starfsfólk smitist og sé frá vinnu, jafnvel í marga daga. Nú að morgni 16. júlí séu 32 sjúklingar í einangrun vegna Covid á Landspítala í þremur húsum, Landakoti, Hringbraut og Fossvogi. Þetta sé þriðja sumarið sem bylgja Covid-sýkinga herji á landsmenn. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segir í samtali við fréttastofu að sjúklingarnir 32 séu ekki alvarlega veikir vegna veirunnar. Vert sé að árétta að sjúklingar með veirusýkingar í öndunarfærum og einkenni af þeim séu alltaf einangraðir frá öðrum hvort sem um sé að ræða inflúensu, RS veiru eða Covid. Ávallt sé viðhöfð grundvallarsmitgát í öllum sjúklingasamskiptum en nú sé nauðsynlegt að grípa til frekari aðgerða, sem hafi reynst vel í fyrri Covid-bylgjum. Á Landspítala muni eftirfarandi aðgerðir taka gildi að morgni 17. júlí kl. 8: Grímuskylda í öllum sjúklingasamskiptum. Þá gildir að starfsfólk ber grímu í samskiptum við inniliggjandi sjúklinga. Þeir sem koma á göngudeildir skulu bera grímu og einnig er öllum heimsóknargestum og öðrum utanaðkomandi aðilum skylt að bera grímu. Starfsfólk þarf ekki að bera grímu í starfsmannarýmum nema það sé með einkenni sem gætu bent til öndunarfærasýkingar. Handhreinsun: Öllum er skylt að hreinsa hendur enda er það einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að rjúfa smitleiðir. Heimsóknatakmarkanir: Heimsóknartími verður styttur og verður nú frá 17-19 virka daga og frá 15-18 um helgar. Mælst er til að börn undir 12 ára aldri komi ekki í heimsókn og að ekki komi fleiri en tveir í einu til hvers sjúklings. Eins og áður er alltaf tekið tillit til aðstæðna og undanþágur gefnar (vaktstjóri á deild) en þetta er meginlínan. Þegar faraldur er á deild sé heimilt að loka alveg fyrir heimsóknir tímabundið en deildir hafi þó áfram þann möguleika að gefa undanþágur. Þessar reglur taki gildi miðvikudaginn 17. júlí kl. 8 og verði endurskoðaðar mánudaginn 21. júlí á fundi farsóttanefndar og sýkingavarnadeildar. „Við væntum góðrar samvinnu við alla hlutaðeigandi. Það er mikið í húfi og aðeins með samstilltu átaki náum við árangri.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Sjá meira