Patrik er fæddur árið 2000 og hefur verið atvinnumaður síðan hann var 18 ára gamall. Hann hefur spilað fyrir fjölda félaga á láni en undanfarin þrjú ár hefur hann varið mark Viking í norsku úrvalsdeildinni.
„Það var fínt fyrir mig að fara eitthvert þar sem ég gat sett niður rætur og fá smá stöðugleika. Markmiðið var að fara til Vikings í Noregi, gera það, spila fullt af leikjum og fá reynslu. Verða betri og vera svo seldur áfram. Það var alltaf hugmyndin, þannig að mission completed“
First day on the job ✅#KerelsStrijdenDoor 🔴⚪️ pic.twitter.com/fjT3xfQHe8
— KV Kortrijk (@kvkofficieel) July 17, 2024
Væntir þess að vera fyrsti valkostur
Patrik gerir fjögurra ára samning við Kortrijk og reiknar með því að vera fyrsti valkostur í markið á næsta tímabili.
„Já, ég ætla allavega að hafa trú á því. Ég átti líka smá samtal við þá í janúar, það var líka skoðað málin þá en gekk ekki upp. Þannig að það var geggjað að þeir hafi náð að halda sér uppi.“
Spila í úrvalsdeild á næsta tímabili
Kortrijk hélt óvænt og með ótrúlegum hætti sæti sínu í úrvalsdeildinni á næsta ári. Kraftaverkamaðurinn Freyr Alexandersson tók við liðinu fyrr á tímabilinu í nær ómögulegri stöðu en hefur tekið rækilega til hendinni og vildi fá Patrik með sér í verkefnið.
„Hann hafði fylgst með mér í svolítinn tíma, markmannsþjálfarinn hérna líka, þannig að þeir þekktu mig vel. Þeir hafa trú á því að ég geti bætt liðið og hjálpað liðinu með mínum leikstíl og mínum styrkleikum. Það var söluræðan,“ sagði Patrik að lokum.
Viðtalið allt og innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.