Alonso með augun á Matip Valur Páll Eiríksson skrifar 18. júlí 2024 16:31 Matip er sagður leita heim til Þýskalands og meistararnir þar í landi hafi áhuga. Marc Atkins/Getty Images Xabi Alonso, þjálfari Bayer Leverkusen, er í leit að miðverði og sagður vilja reynslu í öftustu línu. Leverkusen átti sögulegt tímabil í fyrra þar sem félagið vann þýska meistaratitilinn í fyrsta skipti, auk þess að vinna þýska bikarinn og þá hlaut liðið silfur í Evrópudeildinni. Spánverjinn Alonso hefur stykt liðið með tveimur leikmönnum það sem af er sumri en ljóst þykir að þörf sé á varnarmanni. Leverkusen hefur þegar keypt einn varnarmann í Frakkanum Jeanuël Belocian, sem leikur ýmist sem miðvörður eða djúpur miðjumaður, en hann var keyptur á 15 milljónir evra frá Rennes. Þá keypti Leverkusen landa Alonso, Aleix García frá Girona á 18 milljónir evra. Sá átti góða leiktíð á miðju Girona liðs sem kom flestum á óvart með því að ná í Meistaradeildarsæti á Spáni. Varnarlínan er enn til skoðunar í Leverkusen. Josip Stanisic, sem leikur ýmist sem miðvörður eða hægri bakvörður í fimm manna varnarlínu Alonso, hefur snúið aftur til Bayern Munchen hvaðan hann var á láni í fyrra. Líklegt þykir að Jonathan Tah, sem lék í miðri vörn Þýskalands á EM í sumar, fari sömu leið og verði keyptur af Bayern Munchen á næstu dögum. ⚫️🔴 Sky Info: Bayer Leverkusen beschäftigt sich mit Joel Matip (32/🇩🇪). Der Abwehrspieler ist vereinslos, Vertrag beim FC Liverpool wurde nach acht Jahren nicht verlängert. #LFCDer Abwehrspieler und dessen Management sollen kontaktiert worden sein. Die #Werkself will gerne…— Patrick Berger (@berger_pj) July 18, 2024 Patrick Berger, fréttamaður á Sky Sports í Þýskalandi, greinir frá því að Joel Matip, fráfarandi leikmaður Liverpool, fyrrum félags Alonso, sé ofarlega á lista. Leverkusen hafi þegar haft samband við Matip og umboðsmann hans. Matip er án félags eftir að samningur hans við Liverpool rann út um mánaðarmótin síðustu. Matip hafði verið á mála hjá Liverpool í átta ár og leikið þar við góðan orðstír. Matip er 32 ára gamall og er Alonso sagður spenntur fyrir því að bæta reynslu hans við hóp sinn fyrir komandi leiktíð. Matip er enn að jafna sig á krossbandaslitum sem hann varð fyrir í janúar. Annar leikmaður sem hefur verið nefndur til sögunnar er Mats Hummels. Sá er 35 ára gamall og er án liðs eftir að samningur hans við Borussia Dortmund rann út. Matip er fæddur og uppalinn í Þýskalandi en lék fyrir landslið Kamerún um fimm ára skeið, frá 2010 til 2015. Líklegt þykir að hugur hans leiti heim eftir átta ára dvöl á Englandi. Þýski boltinn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira
Leverkusen átti sögulegt tímabil í fyrra þar sem félagið vann þýska meistaratitilinn í fyrsta skipti, auk þess að vinna þýska bikarinn og þá hlaut liðið silfur í Evrópudeildinni. Spánverjinn Alonso hefur stykt liðið með tveimur leikmönnum það sem af er sumri en ljóst þykir að þörf sé á varnarmanni. Leverkusen hefur þegar keypt einn varnarmann í Frakkanum Jeanuël Belocian, sem leikur ýmist sem miðvörður eða djúpur miðjumaður, en hann var keyptur á 15 milljónir evra frá Rennes. Þá keypti Leverkusen landa Alonso, Aleix García frá Girona á 18 milljónir evra. Sá átti góða leiktíð á miðju Girona liðs sem kom flestum á óvart með því að ná í Meistaradeildarsæti á Spáni. Varnarlínan er enn til skoðunar í Leverkusen. Josip Stanisic, sem leikur ýmist sem miðvörður eða hægri bakvörður í fimm manna varnarlínu Alonso, hefur snúið aftur til Bayern Munchen hvaðan hann var á láni í fyrra. Líklegt þykir að Jonathan Tah, sem lék í miðri vörn Þýskalands á EM í sumar, fari sömu leið og verði keyptur af Bayern Munchen á næstu dögum. ⚫️🔴 Sky Info: Bayer Leverkusen beschäftigt sich mit Joel Matip (32/🇩🇪). Der Abwehrspieler ist vereinslos, Vertrag beim FC Liverpool wurde nach acht Jahren nicht verlängert. #LFCDer Abwehrspieler und dessen Management sollen kontaktiert worden sein. Die #Werkself will gerne…— Patrick Berger (@berger_pj) July 18, 2024 Patrick Berger, fréttamaður á Sky Sports í Þýskalandi, greinir frá því að Joel Matip, fráfarandi leikmaður Liverpool, fyrrum félags Alonso, sé ofarlega á lista. Leverkusen hafi þegar haft samband við Matip og umboðsmann hans. Matip er án félags eftir að samningur hans við Liverpool rann út um mánaðarmótin síðustu. Matip hafði verið á mála hjá Liverpool í átta ár og leikið þar við góðan orðstír. Matip er 32 ára gamall og er Alonso sagður spenntur fyrir því að bæta reynslu hans við hóp sinn fyrir komandi leiktíð. Matip er enn að jafna sig á krossbandaslitum sem hann varð fyrir í janúar. Annar leikmaður sem hefur verið nefndur til sögunnar er Mats Hummels. Sá er 35 ára gamall og er án liðs eftir að samningur hans við Borussia Dortmund rann út. Matip er fæddur og uppalinn í Þýskalandi en lék fyrir landslið Kamerún um fimm ára skeið, frá 2010 til 2015. Líklegt þykir að hugur hans leiti heim eftir átta ára dvöl á Englandi.
Þýski boltinn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira