Man United staðfestir komu Yoro og söluna á Greenwood Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júlí 2024 19:25 Erik Ten Hag, þjálfari Man United, og nýjasti leikmaður liðsins. Manchester United/Getty Images Manchester United hefur staðfest kaupin á franska varnarmanninum Leny Yoro. Sá var liðsfélagi Hákons Arnars Haraldssonar hjá Lille á síðustu leiktíð en hefur nú fært sig yfir Ermasundið til Man United. Í sömu andrá hefur Man United staðfest brottför Mason Greenwood. Hann hefur verið seldur til franska félagsins Marseille. Hinn 18 ára gamli Yoro hefur vakið mikla athygli undanfarið tímabil og var gríðarlega eftirsóttur í sumar. Talið var að hann myndi ganga í raðir Real Madríd en Evrópu- og Spánarmeistararnir vildu fá hann frítt næsta sumar svo forráðamenn Man United ákváðu að ganga í það að kaupa miðvörðinn. „Að skrifa undir hjá liði af þessari stærðargráðu og með þennan metnað svo snemma á ferli mínum er mikill heiður,“ sagði Yoro við undirskriftina. Hann skrifar undir samning til ársins 2029 með möguleika á árs framlengingu. 🔴 This is home. Bienvenue a Manchester United, @Leny_Yoro! 🙌 #MUFC— Manchester United (@ManUtd) July 18, 2024 Yoro er annar leikmaðurinn sem Man United kaupir í sumar en áður hafði Joshua Zirkzee, framherji frá Hollandi, gengið í raðir félagsins. Framherjinn Greenwood hefur ekki spilað fyrir Man United síðan kærasta ásakaði hann um líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi. Birti hún myndir og hljóðbrot því til sönnunar. Fallið var frá ákæru eftir að hún dró vitnisburð sinn til baka. Leikmaðurinn var lánaður til Getafe á Spáni á síðustu leiktíð og hefur nú verið seldur til Marseille. Mason Greenwood has completed a permanent transfer to Marseille.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) July 18, 2024 Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Fleiri fréttir Burnley - Chelsea | Vinna gestirnir þriðja í röð? Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Sjá meira
Í sömu andrá hefur Man United staðfest brottför Mason Greenwood. Hann hefur verið seldur til franska félagsins Marseille. Hinn 18 ára gamli Yoro hefur vakið mikla athygli undanfarið tímabil og var gríðarlega eftirsóttur í sumar. Talið var að hann myndi ganga í raðir Real Madríd en Evrópu- og Spánarmeistararnir vildu fá hann frítt næsta sumar svo forráðamenn Man United ákváðu að ganga í það að kaupa miðvörðinn. „Að skrifa undir hjá liði af þessari stærðargráðu og með þennan metnað svo snemma á ferli mínum er mikill heiður,“ sagði Yoro við undirskriftina. Hann skrifar undir samning til ársins 2029 með möguleika á árs framlengingu. 🔴 This is home. Bienvenue a Manchester United, @Leny_Yoro! 🙌 #MUFC— Manchester United (@ManUtd) July 18, 2024 Yoro er annar leikmaðurinn sem Man United kaupir í sumar en áður hafði Joshua Zirkzee, framherji frá Hollandi, gengið í raðir félagsins. Framherjinn Greenwood hefur ekki spilað fyrir Man United síðan kærasta ásakaði hann um líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi. Birti hún myndir og hljóðbrot því til sönnunar. Fallið var frá ákæru eftir að hún dró vitnisburð sinn til baka. Leikmaðurinn var lánaður til Getafe á Spáni á síðustu leiktíð og hefur nú verið seldur til Marseille. Mason Greenwood has completed a permanent transfer to Marseille.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) July 18, 2024
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Fleiri fréttir Burnley - Chelsea | Vinna gestirnir þriðja í röð? Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Sjá meira