Fær ekki að sjá sjálfsvígsbréf sonar síns Jón Þór Stefánsson skrifar 19. júlí 2024 13:48 Tómas Ingvason er faðir manns sem lést á Litla-Hrauni í maí. Aðsend Tómas Ingvason fær ekki afhent sjálfsvígsbréf sonar síns sem lést á Litla-Hrauni í maí á þessu ári. Lögreglunni á Suðurlandi er gert að útskýra ákvörðun sína að sýna honum ekki bréfið. „Þetta er búið að vera erfitt. Þetta er stjórnsýsluofbeldi finnst manni. Maður er að syrgja og svo stendur maður í þessu líka. Þetta á ekki að vera svona,“ segir Tómas í samtali við fréttastofu. Málið er Tómasi mjög erfitt, en sonur hans lést vegna sjálfsvígs á dánardegi bróður síns sem lést nokkrum árum fyrr. „Það er ekki auðvelt að standa í þessu og þurfa að ströggla við yfirvöld líka.“ Mannlíf greindi frá því í morgun að umboðsmaður Alþingis hefði sent lögreglunni á Suðurlandi bréf þar sem hann óskar eftir upplýsingum um á hvaða grundvelli lögreglan hafi hafnað beiðni Tómasar um að fá bréfið afhent. Umboðsmaður vill fá gögn málsins afhent í síðasta lagi 12. ágúst næstkomandi. Tómas upplifir þessa beiðni umboðsmanns sem sigur. „Ég var mjög ánægður að fá þetta sent í gær. Það er einhver hreyfing á málinu.“ Ástæðan sem lögreglan hefur gefið Tómasi fyrir því að halda aftur af bréfinu eru rannsóknarhagsmunir. „Málið er hið furðulegasta, að það sé hægt að breiða yfir bréf og halda eftir bréfum út af rannsóknarhagsmunum. Ég veit ekki hvaða rannsóknarhagsmunir það eru. Þetta er í hött því hann er ekki talinn hafa látist með saknæmum hætti. Hvað er þá verið að rannsaka?“ segir Tómas sem bætir við að hann fái ekki svör við því hvaða rannsóknarhagsmuni um ræðir. Tómas hefur fengið að sjá hluta bréfs sonar síns, en þar er hluti bréfsins yfirstikaður. „Það er bara blátt yfir þeim texta sem ég má ekki sjá,“ segir hann og bætir við að honum hafi verið sagt að hlutinn sem hann fær ekki að sjá eigi að vera stílaður á annan einstakling. Nokkuð var fjallað um andlát sonar Tómasar í maí. Þá kom meðal annars fram að sonurinn, sem var á Litla-Hrauni, hafði óskað eftir aðstoð vegna andlegra veikinda um helgi en verið sagt að bíða til mánudags. Hann lést á sunnudegi. Tómas gagnrýnir vinnubrögð lögreglunnar og stjórnvalda. Honum finnst hann illa upplýstur um mál sonar síns og segir lítið um svör þegar eftir þeim sé óskað. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Fangelsismál Geðheilbrigði Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Sjá meira
„Þetta er búið að vera erfitt. Þetta er stjórnsýsluofbeldi finnst manni. Maður er að syrgja og svo stendur maður í þessu líka. Þetta á ekki að vera svona,“ segir Tómas í samtali við fréttastofu. Málið er Tómasi mjög erfitt, en sonur hans lést vegna sjálfsvígs á dánardegi bróður síns sem lést nokkrum árum fyrr. „Það er ekki auðvelt að standa í þessu og þurfa að ströggla við yfirvöld líka.“ Mannlíf greindi frá því í morgun að umboðsmaður Alþingis hefði sent lögreglunni á Suðurlandi bréf þar sem hann óskar eftir upplýsingum um á hvaða grundvelli lögreglan hafi hafnað beiðni Tómasar um að fá bréfið afhent. Umboðsmaður vill fá gögn málsins afhent í síðasta lagi 12. ágúst næstkomandi. Tómas upplifir þessa beiðni umboðsmanns sem sigur. „Ég var mjög ánægður að fá þetta sent í gær. Það er einhver hreyfing á málinu.“ Ástæðan sem lögreglan hefur gefið Tómasi fyrir því að halda aftur af bréfinu eru rannsóknarhagsmunir. „Málið er hið furðulegasta, að það sé hægt að breiða yfir bréf og halda eftir bréfum út af rannsóknarhagsmunum. Ég veit ekki hvaða rannsóknarhagsmunir það eru. Þetta er í hött því hann er ekki talinn hafa látist með saknæmum hætti. Hvað er þá verið að rannsaka?“ segir Tómas sem bætir við að hann fái ekki svör við því hvaða rannsóknarhagsmuni um ræðir. Tómas hefur fengið að sjá hluta bréfs sonar síns, en þar er hluti bréfsins yfirstikaður. „Það er bara blátt yfir þeim texta sem ég má ekki sjá,“ segir hann og bætir við að honum hafi verið sagt að hlutinn sem hann fær ekki að sjá eigi að vera stílaður á annan einstakling. Nokkuð var fjallað um andlát sonar Tómasar í maí. Þá kom meðal annars fram að sonurinn, sem var á Litla-Hrauni, hafði óskað eftir aðstoð vegna andlegra veikinda um helgi en verið sagt að bíða til mánudags. Hann lést á sunnudegi. Tómas gagnrýnir vinnubrögð lögreglunnar og stjórnvalda. Honum finnst hann illa upplýstur um mál sonar síns og segir lítið um svör þegar eftir þeim sé óskað. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Fangelsismál Geðheilbrigði Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Sjá meira