Horfir nýjum augum á frambjóðendur eftir eigið framboð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. júlí 2024 15:29 Baldur Þórhallsson gerði forsetakosningarnar vestanhafs að umtalsefni sínu. Vísir/Vilhelm Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að framboð sitt til forseta hafi breytt sýn hans á alla frambjóðendur. Hann telji sig skilja betur það sem þeir gangi í gegnum. Baldur veltir fyrir sér komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum í haust í færslu sem hann birti á stuðningsmannasíðu sinni á Facebook. Hann segir allt benda til þess að Biden dragi framboð sitt til baka. Pólitískir leikir Nancy Pelosi og Barack Obama séu sterkar vísbendingar um það. „Pelosi hefur opinberlega snúið við blaðinu frá því að vera einn af helstu stuðningsmönnum forsetans í að hafa efasemdir um framboð hans. Obama er ekki náinn Biden eins og Pelosi og þarf því að stíga varlegar til jarðar í opinberri umræðu til að Biden forherðist ekki í viðleitni sinni að halda framboðinu til streitu. Hvorki Pelosi né Obama gera athugasemdir við að áhrifafólk innan flokksins vísi í einkasamtöl við þau um efasemir þeirra um áframhaldandi framboð forsetans,“ skrifar Baldur. Erfitt að tala Biden til Baldur segir að leiða megi að því líkum að sterkara væri fyrir demókrata að Biden víki líka úr forsetaembættinu sjálfu og Kamala Harris varaforseti tæki þá við bæði sem forseti og frambjóðandi. Kamala hefði þá alla þræði í hendi sér til þess að vinna Trump. Þó segir Baldur að það verði að teljast ólíklegt að Biden fáist til að segja af sér, en að það væri leikur sem gæti leitt demókrata til sigurs. „En skjótt skipast veður í lofti í pólitíkinni. Trump var hársbreidd frá því að verða banað, agaleg frammistaða Bidens í einum kappræðum er að ganga frá framboði hans og enn eru rúmir þrír mánuðir til kosninga. Allt getur gerst!“ skrifar Baldur. Gat ekki fengið sig til að horfa á kappræðurnar Þá segir Baldur að reynsla hans af eigin framboði til forseta hafi breytt sýn hans á frambjóðendur af öllu tagi. Hann hafi ekki getað fengið sig til að horfa á Biden í kappræðunum þrátt fyrir nokkrar tilraunir. Ítarlega var fjallað um laka frammistöðu Joe Biden í kappræðum milli hans og mótframbjóðanda hans Donald Trump í síðasta mánuði. „Það er samt erfitt að hætta að fylgjast með refskák stjórnmálanna þó að þeir hildarleikir bæti ekki nokkurn mann. Höldum áfram að njóta lýðræðisins,“ skrifar Baldur að lokum. Bandaríkin Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Joe Biden með Covid Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur greinst með Covid-19. Samkvæmt upplýsingum frá hvíta húsinu finnur hann fyrir vægum einkennum. 17. júlí 2024 23:53 „Biden á langa sögu af mismælum“ Joe Biden forseti Bandaríkjanna sýndi að hann hefur góða þekkingu og innsýn í utanríkis- og varnarmál á blaðamannafundinum sem hann hélt í gær. Þetta er mat Friðjóns Friðjónssonar, borgarfulltrúa og áhugamanns um bandarísk stjórnmál, sem var álitsgjafi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ætli Biden sér að vinna kosningarnar þurfi hann hins vegar að standa sig vel í öðrum málum. Hann segir Biden eiga langa sögu af mismælum, en nú sé auðvelt fyrir andstæðinga að nota mismælin gegn honum. 12. júlí 2024 23:48 Vísaði til Selenskís sem Pútíns og varaforsetans sem Trumps Ymjan fór um salinn þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti fór mannavillt í annað skiptið í kvöld og kallaði Donald Trump varaforseta sinn. Hann hafði fyrr um kvöldið kynnt Volodímír Selenskí Úkraínuforseta upp í ræðustól sem „Pútín forseta.“ 12. júlí 2024 00:10 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Baldur veltir fyrir sér komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum í haust í færslu sem hann birti á stuðningsmannasíðu sinni á Facebook. Hann segir allt benda til þess að Biden dragi framboð sitt til baka. Pólitískir leikir Nancy Pelosi og Barack Obama séu sterkar vísbendingar um það. „Pelosi hefur opinberlega snúið við blaðinu frá því að vera einn af helstu stuðningsmönnum forsetans í að hafa efasemdir um framboð hans. Obama er ekki náinn Biden eins og Pelosi og þarf því að stíga varlegar til jarðar í opinberri umræðu til að Biden forherðist ekki í viðleitni sinni að halda framboðinu til streitu. Hvorki Pelosi né Obama gera athugasemdir við að áhrifafólk innan flokksins vísi í einkasamtöl við þau um efasemir þeirra um áframhaldandi framboð forsetans,“ skrifar Baldur. Erfitt að tala Biden til Baldur segir að leiða megi að því líkum að sterkara væri fyrir demókrata að Biden víki líka úr forsetaembættinu sjálfu og Kamala Harris varaforseti tæki þá við bæði sem forseti og frambjóðandi. Kamala hefði þá alla þræði í hendi sér til þess að vinna Trump. Þó segir Baldur að það verði að teljast ólíklegt að Biden fáist til að segja af sér, en að það væri leikur sem gæti leitt demókrata til sigurs. „En skjótt skipast veður í lofti í pólitíkinni. Trump var hársbreidd frá því að verða banað, agaleg frammistaða Bidens í einum kappræðum er að ganga frá framboði hans og enn eru rúmir þrír mánuðir til kosninga. Allt getur gerst!“ skrifar Baldur. Gat ekki fengið sig til að horfa á kappræðurnar Þá segir Baldur að reynsla hans af eigin framboði til forseta hafi breytt sýn hans á frambjóðendur af öllu tagi. Hann hafi ekki getað fengið sig til að horfa á Biden í kappræðunum þrátt fyrir nokkrar tilraunir. Ítarlega var fjallað um laka frammistöðu Joe Biden í kappræðum milli hans og mótframbjóðanda hans Donald Trump í síðasta mánuði. „Það er samt erfitt að hætta að fylgjast með refskák stjórnmálanna þó að þeir hildarleikir bæti ekki nokkurn mann. Höldum áfram að njóta lýðræðisins,“ skrifar Baldur að lokum.
Bandaríkin Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Joe Biden með Covid Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur greinst með Covid-19. Samkvæmt upplýsingum frá hvíta húsinu finnur hann fyrir vægum einkennum. 17. júlí 2024 23:53 „Biden á langa sögu af mismælum“ Joe Biden forseti Bandaríkjanna sýndi að hann hefur góða þekkingu og innsýn í utanríkis- og varnarmál á blaðamannafundinum sem hann hélt í gær. Þetta er mat Friðjóns Friðjónssonar, borgarfulltrúa og áhugamanns um bandarísk stjórnmál, sem var álitsgjafi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ætli Biden sér að vinna kosningarnar þurfi hann hins vegar að standa sig vel í öðrum málum. Hann segir Biden eiga langa sögu af mismælum, en nú sé auðvelt fyrir andstæðinga að nota mismælin gegn honum. 12. júlí 2024 23:48 Vísaði til Selenskís sem Pútíns og varaforsetans sem Trumps Ymjan fór um salinn þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti fór mannavillt í annað skiptið í kvöld og kallaði Donald Trump varaforseta sinn. Hann hafði fyrr um kvöldið kynnt Volodímír Selenskí Úkraínuforseta upp í ræðustól sem „Pútín forseta.“ 12. júlí 2024 00:10 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Joe Biden með Covid Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur greinst með Covid-19. Samkvæmt upplýsingum frá hvíta húsinu finnur hann fyrir vægum einkennum. 17. júlí 2024 23:53
„Biden á langa sögu af mismælum“ Joe Biden forseti Bandaríkjanna sýndi að hann hefur góða þekkingu og innsýn í utanríkis- og varnarmál á blaðamannafundinum sem hann hélt í gær. Þetta er mat Friðjóns Friðjónssonar, borgarfulltrúa og áhugamanns um bandarísk stjórnmál, sem var álitsgjafi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ætli Biden sér að vinna kosningarnar þurfi hann hins vegar að standa sig vel í öðrum málum. Hann segir Biden eiga langa sögu af mismælum, en nú sé auðvelt fyrir andstæðinga að nota mismælin gegn honum. 12. júlí 2024 23:48
Vísaði til Selenskís sem Pútíns og varaforsetans sem Trumps Ymjan fór um salinn þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti fór mannavillt í annað skiptið í kvöld og kallaði Donald Trump varaforseta sinn. Hann hafði fyrr um kvöldið kynnt Volodímír Selenskí Úkraínuforseta upp í ræðustól sem „Pútín forseta.“ 12. júlí 2024 00:10