Reyndist saklaus eftir að hafa setið inni í 43 ár fyrir morð Eiður Þór Árnason skrifar 20. júlí 2024 23:45 Sandra Hemme, sem sést hér fyrir miðju, hitti fjölskyldu sína og stuðningsfólk eftir að henni var sleppt frá Chillicothe Correctional Center fangelsinu á föstudag. Ap/The Kansas City Star/HG Biggs Kona sem vistuð var í fangelsi í 43 ár fyrir morð sem hún framdi ekki var sleppt eftir að dómi hennar var hnekkt. Hin bandaríska Sandra Hemme var tvítug þegar hún var sakfelld fyrir að stinga bókasafnsvörðinn Patricia Jeschke frá Missouri til bana í nóvember árið 1980. Hún var dæmd í lífstíðarfangelsi en við endurupptöku málsins kom í ljós að engin gögn tengdu hana við glæpinn önnur en játning sem hún bar fram undir áhrifum mjög slævandi lyfja á geðsjúkrahúsi. Hemme er í dag 64 ára gömul og talið að engin kona hafi þurft að sæta jafn langri fangelsisvist í Bandaríkjunum að ósekju. Greint er frá þessu í frétt Breska ríkisútvarpsins BBC en lögfræðiteymi hennar segist þakklátt því að hún hafi loks fengið að sameinast fjölskyldu sinni. Þau muni halda áfram þeirri vinnu að hreinsa nafn hennar. Fram kemur í dómsorði dómara sem sneri við sakfellingu Hemme að lögfræðingar hennar, sem starfa fyrir samtökin Innocence Project, hafi fært sönnur á að Hemme væri í reynd saklaus. Byggði sú niðurstaða meðal annars á gögnum sem verjendur hafi ekki vitað af þegar mál hennar var upphaflega rekið fyrir dómstólum. Litu fram hjá gögnum sem tengdu samstarfsmann við morðið Í ljós kom að lögregluyfirvöld höfðu horft fram hjá sönnunargögnum sem tengdu lögreglumanninn Michael Holman við málið en hann var síðar dæmdur í fangelsi fyrir annan glæp og lést árið 2015. Pallbíll Holmans sást til að mynda nærri vettvangi daginn sem morðið átti sér stað og ekki reyndist hægt að staðfesta fjarvistarsönnun hans. Sýna gögn að hann hafi notað kreditkort fórnarlambsins sem hann sagðist hafa séð í skurði og auk þess fundust gulleyrnalokkar á heimili Holmans sem faðir hinnar myrtu taldi vera hennar. Verjendur Hemme voru ekki upplýstir um neitt af þessu á sínum tíma. Hemme var nokkrum sinnum yfirheyrð af lögreglu undir áhrifum geðrofslyfja og öflugs róandi lyfs eftir að hafa verið lögð inn á geðsjúkrahús. Hún hafði áður stöku sinnum gengist undir geðmeðferð frá því að hún var tólf ára. Hemme yfirgaf loksins Chillicothe Correctional Center fangelsið í Missouri á föstudag og mun hún búa með systur sinni. Eftir að hún var látin laus átti hún endurfundi með fjölskyldu sinni í nálægum almenningsgarði þar sem hún faðmaði systur sína, dóttur og barnabarn. Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Hún var dæmd í lífstíðarfangelsi en við endurupptöku málsins kom í ljós að engin gögn tengdu hana við glæpinn önnur en játning sem hún bar fram undir áhrifum mjög slævandi lyfja á geðsjúkrahúsi. Hemme er í dag 64 ára gömul og talið að engin kona hafi þurft að sæta jafn langri fangelsisvist í Bandaríkjunum að ósekju. Greint er frá þessu í frétt Breska ríkisútvarpsins BBC en lögfræðiteymi hennar segist þakklátt því að hún hafi loks fengið að sameinast fjölskyldu sinni. Þau muni halda áfram þeirri vinnu að hreinsa nafn hennar. Fram kemur í dómsorði dómara sem sneri við sakfellingu Hemme að lögfræðingar hennar, sem starfa fyrir samtökin Innocence Project, hafi fært sönnur á að Hemme væri í reynd saklaus. Byggði sú niðurstaða meðal annars á gögnum sem verjendur hafi ekki vitað af þegar mál hennar var upphaflega rekið fyrir dómstólum. Litu fram hjá gögnum sem tengdu samstarfsmann við morðið Í ljós kom að lögregluyfirvöld höfðu horft fram hjá sönnunargögnum sem tengdu lögreglumanninn Michael Holman við málið en hann var síðar dæmdur í fangelsi fyrir annan glæp og lést árið 2015. Pallbíll Holmans sást til að mynda nærri vettvangi daginn sem morðið átti sér stað og ekki reyndist hægt að staðfesta fjarvistarsönnun hans. Sýna gögn að hann hafi notað kreditkort fórnarlambsins sem hann sagðist hafa séð í skurði og auk þess fundust gulleyrnalokkar á heimili Holmans sem faðir hinnar myrtu taldi vera hennar. Verjendur Hemme voru ekki upplýstir um neitt af þessu á sínum tíma. Hemme var nokkrum sinnum yfirheyrð af lögreglu undir áhrifum geðrofslyfja og öflugs róandi lyfs eftir að hafa verið lögð inn á geðsjúkrahús. Hún hafði áður stöku sinnum gengist undir geðmeðferð frá því að hún var tólf ára. Hemme yfirgaf loksins Chillicothe Correctional Center fangelsið í Missouri á föstudag og mun hún búa með systur sinni. Eftir að hún var látin laus átti hún endurfundi með fjölskyldu sinni í nálægum almenningsgarði þar sem hún faðmaði systur sína, dóttur og barnabarn.
Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira