Þrír drepnir í árás Ísraela í Jemen Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. júlí 2024 07:50 Mikill eldur kviknaði við höfnina í gær. epa Þrír voru drepnir og um 80 manns særðust í loftárásum Ísraela á hafnarborgina Hodeida í Jemen í gær. Árásin er viðbragð við loftárás Húta á Tel Aviv í Ísrael þar sem einn lét lífið og tíu særðust. Ísraelar höfðu heitið hefndum frá því að Hútum tókst að vinna bug á öflugu loftvarnarkerfi Ísraela fyrir helgi. Um er að ræða fyrstu árás Ísraela í Jemen frá því að Hútar hófu loft- og drónaárásir í Ísrael á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum Húta á samfélagsmiðlum var sprengjum Ísraelshers varpað á eldsneytisbirgðastöð og orkuver. Yahya Saree, talsmaður Húta, segir að Hútar munu svara árás Ísraela. Ísraelskri herinn greindi sömuleiðis frá því í gær að herþotur þeirra hefðu hæft hernaðarskotmörk í Hodeidah í Jemen sem andsvar við „hundruðum árása sem gerðar hafa verið gegn Ísraelsríki á síðastliðnum mánuðum“. Netanjahú segir bryggju, sem skotið var á, hafa verið notaða í „hernaðartilgangi“. Mikill eldsvoði kviknaði á höfninni í gærkvöldi eftir loftárásirnar. Einn lét lífið í árásum Húta í Tel Aviv fyrir helgi. Fram að því hafði öflugt loftvarnarkerfi Ísraela komið í veg fyrir mannfall en í þetta sinn hæfðu eldflaugar íbúðablokk í Tel Aviv „vegna mannlegra mistaka“ eins og það var orðað í færslu ísraelska hersins á samfélagsmiðlum. Hútar eru hliðhollir Hamas-samtökunum á Gaza og hafa gert fjölda árása á flutningaskip á Rauðahafi frá því í nóvember. Þeir segjast beina árásum sínum að skipum tengdum Ísrael í því skyni að styðja Palestínumenn vegna árása Ísraels á Gasaströndinni. Ísrael Jemen Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hútar hóta hefndum Hútar hóta hefndaraðgerðum vegna sprengjuárásum sem gerðar voru af Bretlandi og Bandaríkjunum í gærnótt. Tugþúsundir komu saman í Sana höfuðborg landsins til að mótmæla og krefjast aðgerða. 13. janúar 2024 00:10 Ráðast enn og aftur á Húta Bandaríkin og Bretland gerðu loftárásir á Húta í Jemen í dag í nýjustu bylgju aðgerða til að fella vígahópa sem eru studdir af Írönum. 3. febrúar 2024 23:58 Skutu niður eldflaug sem skotið var að herskipinu USS Laboon Bandaríkjaher hefur skotið niður eldflaug sem var á leið í átt að hersskipinu USS Laboon á Rauðahafi. 15. janúar 2024 06:51 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Ísraelar höfðu heitið hefndum frá því að Hútum tókst að vinna bug á öflugu loftvarnarkerfi Ísraela fyrir helgi. Um er að ræða fyrstu árás Ísraela í Jemen frá því að Hútar hófu loft- og drónaárásir í Ísrael á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum Húta á samfélagsmiðlum var sprengjum Ísraelshers varpað á eldsneytisbirgðastöð og orkuver. Yahya Saree, talsmaður Húta, segir að Hútar munu svara árás Ísraela. Ísraelskri herinn greindi sömuleiðis frá því í gær að herþotur þeirra hefðu hæft hernaðarskotmörk í Hodeidah í Jemen sem andsvar við „hundruðum árása sem gerðar hafa verið gegn Ísraelsríki á síðastliðnum mánuðum“. Netanjahú segir bryggju, sem skotið var á, hafa verið notaða í „hernaðartilgangi“. Mikill eldsvoði kviknaði á höfninni í gærkvöldi eftir loftárásirnar. Einn lét lífið í árásum Húta í Tel Aviv fyrir helgi. Fram að því hafði öflugt loftvarnarkerfi Ísraela komið í veg fyrir mannfall en í þetta sinn hæfðu eldflaugar íbúðablokk í Tel Aviv „vegna mannlegra mistaka“ eins og það var orðað í færslu ísraelska hersins á samfélagsmiðlum. Hútar eru hliðhollir Hamas-samtökunum á Gaza og hafa gert fjölda árása á flutningaskip á Rauðahafi frá því í nóvember. Þeir segjast beina árásum sínum að skipum tengdum Ísrael í því skyni að styðja Palestínumenn vegna árása Ísraels á Gasaströndinni.
Ísrael Jemen Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hútar hóta hefndum Hútar hóta hefndaraðgerðum vegna sprengjuárásum sem gerðar voru af Bretlandi og Bandaríkjunum í gærnótt. Tugþúsundir komu saman í Sana höfuðborg landsins til að mótmæla og krefjast aðgerða. 13. janúar 2024 00:10 Ráðast enn og aftur á Húta Bandaríkin og Bretland gerðu loftárásir á Húta í Jemen í dag í nýjustu bylgju aðgerða til að fella vígahópa sem eru studdir af Írönum. 3. febrúar 2024 23:58 Skutu niður eldflaug sem skotið var að herskipinu USS Laboon Bandaríkjaher hefur skotið niður eldflaug sem var á leið í átt að hersskipinu USS Laboon á Rauðahafi. 15. janúar 2024 06:51 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Hútar hóta hefndum Hútar hóta hefndaraðgerðum vegna sprengjuárásum sem gerðar voru af Bretlandi og Bandaríkjunum í gærnótt. Tugþúsundir komu saman í Sana höfuðborg landsins til að mótmæla og krefjast aðgerða. 13. janúar 2024 00:10
Ráðast enn og aftur á Húta Bandaríkin og Bretland gerðu loftárásir á Húta í Jemen í dag í nýjustu bylgju aðgerða til að fella vígahópa sem eru studdir af Írönum. 3. febrúar 2024 23:58
Skutu niður eldflaug sem skotið var að herskipinu USS Laboon Bandaríkjaher hefur skotið niður eldflaug sem var á leið í átt að hersskipinu USS Laboon á Rauðahafi. 15. janúar 2024 06:51