Samherji Piastris, Lando Norris, var með forystuna en hleypti Ástralanum fram úr sér undir lokin og hann kom fyrstur í mark.
Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem ökumenn McLarens eru í efstu tveimur sætunum í keppni í Formúlu 1.
Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji og komst þar með á verðlaunapall í 200. sinn á ferlinum. Charles Leclerc á Ferrari endaði í 4. sæti og heimsmeistarinn Max Verstappen á Red Bull varð að gera sér 5. sætið að góðu.
Þrátt fyrir niðurstöðu dagsins er Verstappen enn efstur í keppni ökuþóra. Hann er með 265 stig en Norris er annar með 189 stig. Piastri er í 5. sæti með 149 stig.
Red Bull er efst í keppni bílasmiða með 373 stig, Ferrari er í 2. sæti með 302 stig og McLaren í því þriðja með 295 stig.