Joe Biden dregur framboð sitt til baka Eiður Þór Árnason skrifar 21. júlí 2024 17:53 Joe Biden hefur átt erfitt uppdráttar eftir slæma frammistöðu sína í sjónvarpskappræðum sem hann átti við Donald Trump í lok júní. Getty/Justin Sullivan Joe Biden Bandaríkjaforseti og forsetaefni Demókrata hyggst draga framboð sitt til endurkjörs til baka. Vaxandi fjöldi flokksmanna hefur á síðustu vikum kallað eftir því að Biden stígi til hliðar. Hann vill að Kamala Harris varaforseti taki við keflinu en um þrír og hálfur mánuður eru nú til kosninga. Mótframbjóðandinn Donald Trump hefur sótt í sig veðrið að undanförnu og gáfu kannanir og margar kosningaspár til kynna að hann myndi hafa betur gegn Biden eins og sakir standa. Halla fór undan fæti hjá Biden eftir kappræður hans við Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins í lok júní þar sem forsetinn var af mörgum talinn hafa gefið áhyggjum af aldri hans og hreysti byr undir báða vængi. Biden verður 82 ára á þessu ári en forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum þann 5. nóvember næstkomandi. My fellow Democrats, I have decided not to accept the nomination and to focus all my energies on my duties as President for the remainder of my term. My very first decision as the party nominee in 2020 was to pick Kamala Harris as my Vice President. And it’s been the best… pic.twitter.com/x8DnvuImJV— Joe Biden (@JoeBiden) July 21, 2024 Vilji með þessu betur þjóna landinu „Það hefur verið mesti heiður lífs míns að gegna embætti forseta ykkar. Og þó að það hafi verið ætlun mín að sækjast eftir endurkjöri, tel ég að það sé í þágu flokks míns og lands að ég víki og einbeiti mér eingöngu að því að sinna skyldum mínum sem forseti það sem eftir er af kjörtímabili mínu,“ segir Joe Biden í yfirlýsingu sem birtist á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Hann hefur fram að þessu opinberlega gefið lítið fyrir ákall um að hann stígi til hliðar. „Ég mun ræða nánar við þjóðina síðar í vikunni um ákvörðun mína. Í bili vil ég þakka öllum þeim sem hafa lagt svo hart að sér til að sjá mig endurkjörinn. Ég vil þakka Kamala Harris varaforseta fyrir að vera ótrúlegur félagi í öllu þessu starfi. Og leyfið mér að þakka bandarísku þjóðinni fyrir þá trú og traust sem þið hafið sýnt mér. Ég trúi því í dag eins og ég hef alltaf gert: að það er ekkert sem Bandaríkin geta ekki gert - þegar við gerum það saman.“ Allt útlit er fyrir að Kamala Harris, fyrrum saksóknari og öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu muni mæta Trump í nóvember.AP/Patrick Semansky Verið hans besta ákvörðun að velja Harris Ekki liggur fyrir hver mun taka við af Biden sem forsetaefni Demókrataflokksins fyrir kosningarnar í nóvember en nafn Kamala Harris varaforseta hefur verið mest nefnt í þeim efnum. Bandaríkjaforseti segist styðja þær hugmyndir heilshugar. „Fyrsta ákvörðun mín sem flokksframbjóðandi árið 2020 var að velja Kamala Harris sem varaforseta minn. Og það hefur verið besta ákvörðun sem ég hef tekið,“ skrifar Biden í færslu á X. „Í dag vil ég lýsa yfir fullum stuðningi mínum við að Kamala verði tilnefnd forsetaefni flokksins okkar í ár. Demókratar - það er kominn tími til að koma saman og sigra Trump.“ Flokksfulltrúar demókrata koma saman á flokksþingi dagana 19. til 22. ágúst næstkomandi þar sem frambjóðendaefni þeirra verður samþykkt. Allar líkur eru nú á því að Kamala Harris verði þar útnefnd með formlegum hætti. pic.twitter.com/RMIRvlSOYw— Joe Biden (@JoeBiden) July 21, 2024 Trump styrkt sig á sama tíma og fólk hafði auknar áhyggjur af Biden Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði sagði fyrir tilkynningu Biden í dag að vatnaskil hafi orðið í forsetakapphlaupinu á síðustu tveimur vikum. „Fyrst auðvitað með afleitri frammistöðu Joes Biden í kappræðunum, og svo auðvitað í kjölfar tilræðisins við Donald Trump. Hann hefur komið út úr því alveg óhemju öflugur. Það hefði varla verið hægt að skrifa þetta handrit hagfelldara honum.“ Um vika er síðan byssumaður reyndi að ráða Trump af dögum á stuðningsmannafundi frambjóðandans í Pennsylvaníu. Hann hélt sinn fyrsta stuðningsmannafund frá tilræðinu í gær sem var af mörgum talið hafa styrkt stöðu Trumps gagnvart Biden. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Kamala Harris Tengdar fréttir Óhemju öflugur Trump hafi sigurinn í hendi sér Eins og sakir standa á Joe Biden ekki möguleika á að sigra Donald Trump í bandarísku forsetakosningunum, að mati stjórnmálafræðings. Trump hélt sinn fyrsta kosningafund frá banatilræðinu við hann í gær, og þakkaði guðlegri forsjá fyrir að vera á lífi. 21. júlí 2024 12:20 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Mótframbjóðandinn Donald Trump hefur sótt í sig veðrið að undanförnu og gáfu kannanir og margar kosningaspár til kynna að hann myndi hafa betur gegn Biden eins og sakir standa. Halla fór undan fæti hjá Biden eftir kappræður hans við Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins í lok júní þar sem forsetinn var af mörgum talinn hafa gefið áhyggjum af aldri hans og hreysti byr undir báða vængi. Biden verður 82 ára á þessu ári en forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum þann 5. nóvember næstkomandi. My fellow Democrats, I have decided not to accept the nomination and to focus all my energies on my duties as President for the remainder of my term. My very first decision as the party nominee in 2020 was to pick Kamala Harris as my Vice President. And it’s been the best… pic.twitter.com/x8DnvuImJV— Joe Biden (@JoeBiden) July 21, 2024 Vilji með þessu betur þjóna landinu „Það hefur verið mesti heiður lífs míns að gegna embætti forseta ykkar. Og þó að það hafi verið ætlun mín að sækjast eftir endurkjöri, tel ég að það sé í þágu flokks míns og lands að ég víki og einbeiti mér eingöngu að því að sinna skyldum mínum sem forseti það sem eftir er af kjörtímabili mínu,“ segir Joe Biden í yfirlýsingu sem birtist á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Hann hefur fram að þessu opinberlega gefið lítið fyrir ákall um að hann stígi til hliðar. „Ég mun ræða nánar við þjóðina síðar í vikunni um ákvörðun mína. Í bili vil ég þakka öllum þeim sem hafa lagt svo hart að sér til að sjá mig endurkjörinn. Ég vil þakka Kamala Harris varaforseta fyrir að vera ótrúlegur félagi í öllu þessu starfi. Og leyfið mér að þakka bandarísku þjóðinni fyrir þá trú og traust sem þið hafið sýnt mér. Ég trúi því í dag eins og ég hef alltaf gert: að það er ekkert sem Bandaríkin geta ekki gert - þegar við gerum það saman.“ Allt útlit er fyrir að Kamala Harris, fyrrum saksóknari og öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu muni mæta Trump í nóvember.AP/Patrick Semansky Verið hans besta ákvörðun að velja Harris Ekki liggur fyrir hver mun taka við af Biden sem forsetaefni Demókrataflokksins fyrir kosningarnar í nóvember en nafn Kamala Harris varaforseta hefur verið mest nefnt í þeim efnum. Bandaríkjaforseti segist styðja þær hugmyndir heilshugar. „Fyrsta ákvörðun mín sem flokksframbjóðandi árið 2020 var að velja Kamala Harris sem varaforseta minn. Og það hefur verið besta ákvörðun sem ég hef tekið,“ skrifar Biden í færslu á X. „Í dag vil ég lýsa yfir fullum stuðningi mínum við að Kamala verði tilnefnd forsetaefni flokksins okkar í ár. Demókratar - það er kominn tími til að koma saman og sigra Trump.“ Flokksfulltrúar demókrata koma saman á flokksþingi dagana 19. til 22. ágúst næstkomandi þar sem frambjóðendaefni þeirra verður samþykkt. Allar líkur eru nú á því að Kamala Harris verði þar útnefnd með formlegum hætti. pic.twitter.com/RMIRvlSOYw— Joe Biden (@JoeBiden) July 21, 2024 Trump styrkt sig á sama tíma og fólk hafði auknar áhyggjur af Biden Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði sagði fyrir tilkynningu Biden í dag að vatnaskil hafi orðið í forsetakapphlaupinu á síðustu tveimur vikum. „Fyrst auðvitað með afleitri frammistöðu Joes Biden í kappræðunum, og svo auðvitað í kjölfar tilræðisins við Donald Trump. Hann hefur komið út úr því alveg óhemju öflugur. Það hefði varla verið hægt að skrifa þetta handrit hagfelldara honum.“ Um vika er síðan byssumaður reyndi að ráða Trump af dögum á stuðningsmannafundi frambjóðandans í Pennsylvaníu. Hann hélt sinn fyrsta stuðningsmannafund frá tilræðinu í gær sem var af mörgum talið hafa styrkt stöðu Trumps gagnvart Biden. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Kamala Harris Tengdar fréttir Óhemju öflugur Trump hafi sigurinn í hendi sér Eins og sakir standa á Joe Biden ekki möguleika á að sigra Donald Trump í bandarísku forsetakosningunum, að mati stjórnmálafræðings. Trump hélt sinn fyrsta kosningafund frá banatilræðinu við hann í gær, og þakkaði guðlegri forsjá fyrir að vera á lífi. 21. júlí 2024 12:20 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Óhemju öflugur Trump hafi sigurinn í hendi sér Eins og sakir standa á Joe Biden ekki möguleika á að sigra Donald Trump í bandarísku forsetakosningunum, að mati stjórnmálafræðings. Trump hélt sinn fyrsta kosningafund frá banatilræðinu við hann í gær, og þakkaði guðlegri forsjá fyrir að vera á lífi. 21. júlí 2024 12:20