Breiðablik minnkaði forskot Víkinga á toppnum í þrjú stig með 4-2 sigri á KR í Kópavogi. Stjörnumenn komu sér upp í efri hlutann með 2-0 sigri á Fylki í Garðabænum.
Benjamin Stokke kom inn á sem varamaður og skoraði tvívegis á móti KR en hin mörk Blika skoruðu þeir Kristinn Steindórsson og Höskuldur Gunnlaugsson. Luke Rae skoraði bæði mörk KR-liðsins.

Emil Atlason og Helgi Fróði Ingason skoruðu mörk Stjörnunnar undir lok leiksins en Emil fékk markið skráð á sig.
Emil átti þá skalla í slá og niður og dómarar leiksins mátu það sem svo að boltinn hafi verið kominn inn fyrir marklínuna þegar Kjartan Már Kjartansson fylgdi á eftir og sparkaði boltanum í netið.