Flest smit í fyrsta sinn utan Afríkuríkjanna sunnan Sahara Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. júlí 2024 12:09 Skimað fyrir HIV í Kampala í Úganda. Getty/Anadolu Agency/Nicholas Kajoba Það gerðist í fyrsta sinn árið 2023 að flest ný tilfelli HIV greindust utan ríkja sunnan Sahara í Afríku. Afríkuríkjunum hefur tekist mjög vel til í baráttunni gegn veirunni og hefur fjöldi nýrra tilfella dregist saman um 56 prósent frá 2010. Á heimsvísu hefur nýjum greiningum fækkað um 39 prósent. Samkvæmt nýrri skýrslu UNAids hefur tilfellum fjölgað í Austur-Evrópu, Mið-Asíu, Suður-Ameríku, Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Framkvæmdastjórinn Winnie Byanyima segir bakslag gegn mannréttindum í mörgum ríkjum hafa gert jaðarhópum erfiðara fyrir með að leita sér aðstoðar og á sama tíma glími ríki við erfiða skuldastöðu og samdrátt í fjárhagsaðstoð. Hún segir einnig hættu á því að ný lyf sem hafa gjörbreytt baráttunni gegn sjúkdómnum verði aðeins aðgengileg í efnaðri ríkjum. Leiðtogar ríkja heims samþykktu fyrir áratug að útrýma Aids fyrir árið 2030. „Heimurinn er ekki á réttri leið til þess að ná markmiðinu,“ segir Byanyima. Hægt sé að ná því en til þess þurfi leiðtogar bæði ríkja og fyrirtækja að grípa til aðgerða. Samkvæmt skýrslu UNAids voru 39,9 milljónir manna með HIV árið 2023. 1,3 milljón greindist með HIV á árinu og 630 þúsund létust af völdum veirunnar, þar af 76 þúsund börn. Samkvæmt umfjöllun Guardian tilheyra flestir sem smitast jaðarsettum hópum en þar má nefna fíkla, kynlífsstarfsmenn, trans konur og samkynhneigða karla. Um sé að ræða samfélagslegan vanda. Þá segir Byanyima ungar konur í Afríkuríkjum sunnan Sahara einnig sérlega viðkvæman hóp. Mikilvægt sé að útrýma fordómum og afnema lög sem banna til að mynda samkynhneigð og gera fólki þannig erfitt fyrir að fá hjálp. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian. Heilbrigðismál Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Á heimsvísu hefur nýjum greiningum fækkað um 39 prósent. Samkvæmt nýrri skýrslu UNAids hefur tilfellum fjölgað í Austur-Evrópu, Mið-Asíu, Suður-Ameríku, Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Framkvæmdastjórinn Winnie Byanyima segir bakslag gegn mannréttindum í mörgum ríkjum hafa gert jaðarhópum erfiðara fyrir með að leita sér aðstoðar og á sama tíma glími ríki við erfiða skuldastöðu og samdrátt í fjárhagsaðstoð. Hún segir einnig hættu á því að ný lyf sem hafa gjörbreytt baráttunni gegn sjúkdómnum verði aðeins aðgengileg í efnaðri ríkjum. Leiðtogar ríkja heims samþykktu fyrir áratug að útrýma Aids fyrir árið 2030. „Heimurinn er ekki á réttri leið til þess að ná markmiðinu,“ segir Byanyima. Hægt sé að ná því en til þess þurfi leiðtogar bæði ríkja og fyrirtækja að grípa til aðgerða. Samkvæmt skýrslu UNAids voru 39,9 milljónir manna með HIV árið 2023. 1,3 milljón greindist með HIV á árinu og 630 þúsund létust af völdum veirunnar, þar af 76 þúsund börn. Samkvæmt umfjöllun Guardian tilheyra flestir sem smitast jaðarsettum hópum en þar má nefna fíkla, kynlífsstarfsmenn, trans konur og samkynhneigða karla. Um sé að ræða samfélagslegan vanda. Þá segir Byanyima ungar konur í Afríkuríkjum sunnan Sahara einnig sérlega viðkvæman hóp. Mikilvægt sé að útrýma fordómum og afnema lög sem banna til að mynda samkynhneigð og gera fólki þannig erfitt fyrir að fá hjálp. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian.
Heilbrigðismál Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira