Íslenska landsliðið er nýbúið að tryggja sér sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Sviss næsta sumar. Hluti af undirbúning mótsins verða tveir vináttuleikir gegn ógnarsterku liði Bandaríkjanna ytra í næsta mánuði.
Fyrri leikurinn fer fram 24. október í Austin, Texas á meðan síðari leikurinn fer fram þremur dögum síðar, þann 27. október í Nashville, Tennessee.
KSÍ getur nú staðfest að A landslið kvenna mætir liði Bandaríkjanna í tveimur vináttuleikjum ytra í október. Fyrri leikurinn verður fimmtudaginn 24. október í Austin, Texas og seinni leikurinn sunnudaginn 27. október í Nashville, Tennessee. pic.twitter.com/z82eMbh0Mk
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 22, 2024
Þjóðirnar hafa mæst 15 sinnum til þessa, síðast á She Believes Cup árið 2022. Bandaríkin hafa unnið þrettán af leikjunum og tvisvar hafa leikar endað með jafntefli.
Ísland er í 14. sæti heimslista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, á meðan Bandaríkin eru í 5. sæti.