Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin: Sonur FH-goð­sagnar skoraði á móti FH og dramatík í lokin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hinrik Harðarson er kominn með fjögur mörk í Bestu deildinni í sumar.
Hinrik Harðarson er kominn með fjögur mörk í Bestu deildinni í sumar. Vísir/Anton

FH og ÍA gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deild karla í fótbolta í Kaplakrika í gærkvöldi. Nú má sjá mörkin úr leiknum hér inn á Vísi.

Hinrik Harðarson kom Skagamönnum yfir á 68. mínútu en varamaðurinn Gyrðir Hrafn Guðbrandsson jafnaði metin í uppbótatíma leiksins.

Hinrik skoraði markið sitt með skalla af stuttu færi eftir að Hlynur Sævar Jónsson skallaði aukaspyrnu Johannes Vall fyrir markið.

Í uppbótatímanum var Gyrðir Hrafn réttur maður á réttum stað í markteignum til að stýra skoti Böðvars Böðvarssonar í markið en Logi Hrafn Róbertsson gerði mjög vel í undirbúningi marksins.

Hinrik er tvítugur sonur FH-goðsagnarinnar Harðar Magnússonar sem er þriðji markahæsti leikmaður FH í efstu deild með 84 mörk. Hörður var lengi markahæsti leikmaður FH í efstu deild.

Þetta var fjórða mark Hinriks á hans fyrsta tímabili í Bestu deildinni.

Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Mörkin úr leik FH og ÍA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×