Uppfært klukkan 10:32: Búið er að laga vandamálið og aftur hægt að kaupa strætómiða í Klappinu. Upphafleg frétt fylgir á eftir:
Vagnstjórar eru sagðir meðvitaðir um vandamálið og farþegum hleypt inn í vagna á meðan unnið er að lagfæringu.
Ítrekað hafa komið upp truflanir á greiðslukerfi Strætó eftir innleiðingu Klappsins árið 2021 og nýrra skanna um borð í vögnum við litla ánægju notenda. Að sögn Strætó varðar vandamálið nú greiðslugátt Teya en ekki kerfi Strætó og hafi áhrif á fleiri söluaðila.