„Margt fólk að tjá sig sem veit ekkert“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2024 08:01 Glódís Perla fagnar sigrinum á Þýskalandi. Vísir/Anton Brink Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði og leikmaður Bayern Munchen í Þýskalandi, naut þess sérstaklega vel að vinna þýska landsliðið á dögunum. Hún fagnar skoðanaskiptum um landsliðið, þó þau eigi til að vera misgáfuleg. Glódís segir tilfinninguna hafa verið sérstaklega góða í hópnum komandi inn í verkefnið fyrr í mánuðinum. „Maður fann það, þegar ég kom inn í verkefnið, að það var ótrúlega mikill hugur í liðinu, góð einbeiting og mikill kraftur frá fyrstu æfingu út alla vikuna. Það var mjög gaman og maður fékk svo mikla orku við að koma inn í hópinn. Það skiptir ótrúlega miklu máli og okkur langaði að klára þetta á heimavelli,“ segir Glódís Perla. En hversu stórt er þetta, að vinna Þýskaland 3-0? „Þetta er gríðarlega stórt. Það er ótrúlega gaman að hugsa til baka hvað þetta var frábær dagur í alla staði. Að vinna Þýskaland, ekki bara fyrir slysni, ef maður getur orðað það svoleiðis. Við áttum það skilið. Að vinna þær 3-0, ég held þetta sé stærsta tap Þýskalands í mörg ár,“ „Þeim finnst örugglega vandræðalegt að hafa tapað á móti okkur. Það er gaman fyrir mig af því að ég spila úti líka,“ segir Glódís brosandi. Umræðan af hinu góða, þó misjöfn sé Landsliðið hefur sætt gagnrýni síðustu misseri sem það svaraði sannarlega fyrir með þessum stóra sigri. En hvað gefur Glódís Perla fyrir þá gagnrýni? „Mega ekki allir vera með sína skoðun. Ég hef alltaf sagt það, fólk má hafa þær skoðanir sem það vill. Hins vegar eru rosalega margt fólk að tjá sig sem veit ekkert, veit lítið um kvennafótbotla og fylgist ekkert með,“ „Og það er rosalega auðvelt að fylgjast með í dag. Ef mann langar að hafa skoðun á þessu og að tjá sig er mjög auðvelt að vera upplýstur. En nei, nei það er bara flott að það sé umræða og ég held að það sé lykillinn í þessu, að það sé umræða og að fólki sé ekki sama,“ segir Glódís. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Fleiri bútar úr viðtalinu við Glódísi verða birtir á næstu dögum. Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira
Glódís segir tilfinninguna hafa verið sérstaklega góða í hópnum komandi inn í verkefnið fyrr í mánuðinum. „Maður fann það, þegar ég kom inn í verkefnið, að það var ótrúlega mikill hugur í liðinu, góð einbeiting og mikill kraftur frá fyrstu æfingu út alla vikuna. Það var mjög gaman og maður fékk svo mikla orku við að koma inn í hópinn. Það skiptir ótrúlega miklu máli og okkur langaði að klára þetta á heimavelli,“ segir Glódís Perla. En hversu stórt er þetta, að vinna Þýskaland 3-0? „Þetta er gríðarlega stórt. Það er ótrúlega gaman að hugsa til baka hvað þetta var frábær dagur í alla staði. Að vinna Þýskaland, ekki bara fyrir slysni, ef maður getur orðað það svoleiðis. Við áttum það skilið. Að vinna þær 3-0, ég held þetta sé stærsta tap Þýskalands í mörg ár,“ „Þeim finnst örugglega vandræðalegt að hafa tapað á móti okkur. Það er gaman fyrir mig af því að ég spila úti líka,“ segir Glódís brosandi. Umræðan af hinu góða, þó misjöfn sé Landsliðið hefur sætt gagnrýni síðustu misseri sem það svaraði sannarlega fyrir með þessum stóra sigri. En hvað gefur Glódís Perla fyrir þá gagnrýni? „Mega ekki allir vera með sína skoðun. Ég hef alltaf sagt það, fólk má hafa þær skoðanir sem það vill. Hins vegar eru rosalega margt fólk að tjá sig sem veit ekkert, veit lítið um kvennafótbotla og fylgist ekkert með,“ „Og það er rosalega auðvelt að fylgjast með í dag. Ef mann langar að hafa skoðun á þessu og að tjá sig er mjög auðvelt að vera upplýstur. En nei, nei það er bara flott að það sé umræða og ég held að það sé lykillinn í þessu, að það sé umræða og að fólki sé ekki sama,“ segir Glódís. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Fleiri bútar úr viðtalinu við Glódísi verða birtir á næstu dögum.
Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira