Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá því að UEFA íhugi nú að refsa fyrirliðanum Morata og miðjumanninum Rodri en þeir sungu „Gíbraltar er spænsk“ í fagnaðarlátum Spánverja að loknum sigrinum á Englandi í úrslitaleik EM.
Knattspyrnusamband Gíbraltar, GFA, lagði fram kvörtun eftir að myndband af fyrirliðanum Morata og miðjumanninum Rodri syngjandi „Gíbraltar er spænsk“ í fagnaðarlátum Spánverja að loknum sigrinum á Englandi í úrslitaleik EM.
UEFA has charged Spain players Rodri and Alvaro Morata following their ‘Gibraltar is Spanish’ chants during the #Euro2024 trophy celebrations in Madrid.
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 23, 2024
Gibraltar’s Football Association (GFA) initially lodged a complaint with UEFA over “extremely provocative and insulting”… pic.twitter.com/h7OMcWDi6v
UEFA skipaði í kjölfarið sjálfstæðan rannsakanda og hafa Morata og Rodri verið ákærðir fyrir brot á almennum hegðunarreglum UEFA. Siðanefnd sambandsins mun dæma í málinu „þegar fram líða stundir“ segir í frétt BBC um málið.
Þar segir einnig að Gíbraltar sé hólmlenda sunnarlega á Spáni sem hefur verið undir breskri stjórn frá 18. öld. Spánverjar hafa lengi kallað eftir því að Gíbraltar verði hluti af Spáni að nýju.
Gíbraltar hefur verið meðlimur UEFA frá árinu 2013.