Hagnaður krúnunnar meira en tvöfaldast vegna vindorkusamninga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. júlí 2024 11:40 Konungsfjölskyldan nýtur góðs af tekjum eignarhaldsfélagsins, sem renna samt að stærstum hluta til ríkisins. AP/Kirsty Wigglesworth Hagnaður eignarhaldsfélagsins sem heldur utan um jarðir og fasteignir í eigu bresku konungsfjölskyldunnar jókst gríðarlega í fyrra og nam 1,1 milljarði punda, samanborið við 442 milljónir árið á undan. Stærstan part ágóðans má rekja til samninga um leigu á sjávarlóða til vindorkuframleiðslu. Talsmaður félagsins segir þannig um að ræða einskiptis hækkun og að tekjurnar muni jafnast aftur út á næstu árum. Hin mikla tekjuaukning mun hins vegar leiða til þess að fjárframlagið sem konungsfjölskyldan fær frá breska ríkinu verður 132 milljónir punda fjárhagsárið 2025-2026 en það hefur verið í kringum 86 milljónir síðustu ár. Fyrirkomulagið varðandi eigur konungsfjölskyldunnar, sem haldið er utan um í eignarhaldsfélagi sem kallast á ensku „Crown Estate“, hefur verið þannig í margar aldir að hagnaðurinn rennur til ríkisins, sem greiðir fjölskyldunni svo framlag til svo hún geti sinnt skyldum sínum. Karl III Bretakonungur fór þess á leit við ríkið að ágóðinn af leigusamningunum yrði notaður þjóðinni til heilla og þannig samþykkti ríkisstjórn Rishi Sunak að lækka hlutfall fjölskyldunnar af hagnaðinum úr 25 prósentum í 12 prósent. Ef þetta hefði ekki verið gert hefði framlagið til fjölskyldunnar 2025-2026 numið 275 milljónum punda, sem hefði eflaust verið erfiður biti fyrir bresku þjóðina að kyngja, á sama tíma og almenningur glímir við síhækkandi verðlag. Í skýrslu um afkomu eignarhaldsfélagsins segir einnig að heimsóknum í Buckingham-höll og Windsor-kastala hafi fjölgað eftir Covid-19 og sé næstum á pari við fjöldann fyrir faraldurinn. Þá segir að konungsfjölskyldan hafi sinnt 2.300 verkefnum, sem er umtalsvert minna en fyrir Covid-19, þegar þau voru 3.200. Hafa ber í þessu samhengi að Elísabet II lést árið 2022 og Filippus prins árið 2021. Þá hafa Harry sonur Karls og eiginkona hans Meghan látið af störfum fyrir konungsfjölskylduna. Þeim hefur þannig fækkað sem sinna verkefnum hennar. Þess er einnig getið í skýrslunni að Karli og Katrínu prinsessu af Wales hafi borist 27.620 bréf í pósti, þar sem þeim var óskað góðs bata í kjölfar þess að bæði greindust með krabbamein. Umfjöllun New York Times. Bretland Vindorka Kóngafólk Karl III Bretakonungur Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Stærstan part ágóðans má rekja til samninga um leigu á sjávarlóða til vindorkuframleiðslu. Talsmaður félagsins segir þannig um að ræða einskiptis hækkun og að tekjurnar muni jafnast aftur út á næstu árum. Hin mikla tekjuaukning mun hins vegar leiða til þess að fjárframlagið sem konungsfjölskyldan fær frá breska ríkinu verður 132 milljónir punda fjárhagsárið 2025-2026 en það hefur verið í kringum 86 milljónir síðustu ár. Fyrirkomulagið varðandi eigur konungsfjölskyldunnar, sem haldið er utan um í eignarhaldsfélagi sem kallast á ensku „Crown Estate“, hefur verið þannig í margar aldir að hagnaðurinn rennur til ríkisins, sem greiðir fjölskyldunni svo framlag til svo hún geti sinnt skyldum sínum. Karl III Bretakonungur fór þess á leit við ríkið að ágóðinn af leigusamningunum yrði notaður þjóðinni til heilla og þannig samþykkti ríkisstjórn Rishi Sunak að lækka hlutfall fjölskyldunnar af hagnaðinum úr 25 prósentum í 12 prósent. Ef þetta hefði ekki verið gert hefði framlagið til fjölskyldunnar 2025-2026 numið 275 milljónum punda, sem hefði eflaust verið erfiður biti fyrir bresku þjóðina að kyngja, á sama tíma og almenningur glímir við síhækkandi verðlag. Í skýrslu um afkomu eignarhaldsfélagsins segir einnig að heimsóknum í Buckingham-höll og Windsor-kastala hafi fjölgað eftir Covid-19 og sé næstum á pari við fjöldann fyrir faraldurinn. Þá segir að konungsfjölskyldan hafi sinnt 2.300 verkefnum, sem er umtalsvert minna en fyrir Covid-19, þegar þau voru 3.200. Hafa ber í þessu samhengi að Elísabet II lést árið 2022 og Filippus prins árið 2021. Þá hafa Harry sonur Karls og eiginkona hans Meghan látið af störfum fyrir konungsfjölskylduna. Þeim hefur þannig fækkað sem sinna verkefnum hennar. Þess er einnig getið í skýrslunni að Karli og Katrínu prinsessu af Wales hafi borist 27.620 bréf í pósti, þar sem þeim var óskað góðs bata í kjölfar þess að bæði greindust með krabbamein. Umfjöllun New York Times.
Bretland Vindorka Kóngafólk Karl III Bretakonungur Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira