Uppgjörið: Keflavík - Þór/KA 0-1 | Norðankonur unnu suður með sjó Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 24. júlí 2024 21:10 Þór/KA gerði góða ferð til Keflavíkur. vísir/diego Hulda Ósk Jónsdóttir skoraði eina mark leiksins þegar Þór/KA sótti botnlið Keflavíkur heim í 14. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Leikurinn fór heldur rólega af stað og voru það gestirnir frá Akureyri sem stýrðu leiknum nokkuð þægilega fyrst um sinn. Leikurinn fór að miklu leyti fram á vallarhelmingi Keflavíkur fyrstu 25 mínúturnar þó án þess að fá alvöru færi. Það voru Keflvíkingar sem fengu fyrsta alvöru færi leiksins en það kom á 26. mínútu þegar boltinn féll til Reginu Solhaug Fiabemu en Harpa Jóhannsdóttir varði vel. Þetta kveikti hins vegar aðeins undir liði heimakvenna en þær þrjú góð færi til þess að skora strax í kjölfarið en náðu ekki að koma boltanum í netið. Þór/KA stóðu áhlaup Keflavíkur af sér og náðu að snúa vörn í sókn stuttu seinna en eftir rúmlega hálftíma leik fékk Hulda Ósk Jónsdóttir gott skotfæri en Vera Varis varði vel. Boltinn féll þó út í teig aftur og endaði hjá Söndru Maríu Jessen sem hefur verið iðinn við kolann í sumar en eftur var það Vera Varis sem kom í veg fyrir að gestirnir næðu forystu. Frábær tvöföld markvarsla frá markverði Keflavíkur. Það var svo á 38. mínútu sem langbesta færi fyrri hálfleiksins leit dagsins ljós. Keflavík spörkuðu boltanum fram og varnarmenn Þór/KA misreiknuðu boltann sem skoppaði á bakvið vörnina til Melanie Claire Rendeiro sem sá Saorlu Lorraine Miller taka sprettinn í gegnum miðjuna og sendi hana eina á móti Hörpu Jóhannsdóttur. Saorla Lorraine Miller fór gríðarlega illa með færið og Harpa Jóhannsdóttir náði að loka vel á hana og gullið tækifæri fyrir Keflavík til að komast yfir fór forgörðum. Atvik leiksins Erfitt að nefna ekki færið sem Saorla Lorraine Miller fékk í fyrri hálfleik. Var komin ein á móti markverði en náði ekki að klára það. Seinni hálfleikurinn byrjaði ekki mjög ósvipað þeim fyrri þar sem Þór/KA stýrðu ferðinni. Það var dró til tíðinda á 58. mínútu leiksins þegar Hulda Ósk Jónsdóttir fékk boltann úti á vinstri væng og lét bara vaða af svolitlu færi sem söng í netinu. Mikil barátta einkenndi síðari hálfleikinn þar sem ekkert var gefið eftir. Bæði lið fengu flottar stöður en áttu í erfiðleikum með að reka endahnút á sínar sóknaraðgerðir. Keflavík reyndu að komast aftur inn í leikinn og fengu fín færi til þess að hóta jöfnunarmarkinu en það vildi ekki koma. Það voru því gestirnir frá Akureyri sem fóru með sigur af hólmi. Stjörnur og skúrkar Hulda Ósk Jónsdóttir var sú sem braut ísinn fyrir gestina og skoraði sigurmarkið. Markverðirnir voru þó í aðalhlutverki í dag og komu í veg fyrir að mörkin yrðu fleiri því færin voru svo sannarlega til staðar. Saorla Lorraine Miller verður svo að taka á sig skúrkinn fyrir að klúðara ein á móti markmanni í fyrri hálfleik. Þetta eru færin sem Keflavík verður að nýta sér í þeirri baráttu sem þær eru. Dómarinn Breki Sigurðsson dæmdi leikinn í kvöld og honum til aðstoðar voru Rögnvaldur Þ. Höskuldsson og Tryggvi Elías Hermannsson. Stemingin og umgjörð Það verður að viðurkennast að þessi völlur hefur oft séð fleiri áhorfendur. Stórt hrós á þá sem mættu hinsvegar hér í kvöld. Völlurinn var blautur og fínasta veður fyrir fótbolta. Viðtöl „Verðum að nýta færin okkar betur, það er allt og sumt“ Úrslit leiksins voru Jonathan Glenn ekki að skapi.vísir/diego „Mér fannst við fá góð tækifæri til þess að vinna þennan leik. Við verðum að skora úr þessum færum. Við bara verðum en hvað varðar frammistöðu þá get ég ekki beðið um mikið meira frá stelpunum,“ sagði Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, eftir tapið í kvöld. „Við erum með stelpur sem er fædd 2009 að spila níutíu mínútur, 2007 og 2006 líka svo við vorum með ungt lið en frammistaðan var mjög góð og ekki hægt að biðja um meira en aftur þá bara verðum við að skora úr þessum færum og vinna þessa leiki.“ Keflavík fékk frábær færi í leiknum til þess að skora en náðu bara ekki að nýta sér þau og var Glenn að vonum svekktur að ná ekki að nýta þessi mikilvægu færi. „Sérstaklega í þeirri stöðu sem við erum þá er það mjög mikilvægt [að klára þessi færi]. Auðvitað ver markvörðurinn þeirra vel en við verðum að nýta þessi færi.“ Glenn fannst Keflavík hafa gert nóg til að fá meira úr þessum leik. „Mér fannst við gera nóg til þess að fá meira úr þessum leik en heilt yfir í þeirri stöðu sem við erum þá verðum við að gera meira og nýta færin okkar betur. Það er allt og sumt.“ Keflavík spilaði þennan leik vel og aðspurður um hvort að það hafi verið eitthvað taktískt sem að Glenn hefði vilja gera betur þá sagði hann bara hafa vantað mörk. „Nei, við gerðum það sem við vildum gera. Við stýrðum leiknum án bolta og sköpuðum okkur færi þegar við fengum hann. Þannig taktíkst þá gerðum við það sem við vildum gera í leiknum en náðum bara ekki að skora.“ Besta deild kvenna Keflavík ÍF Þór Akureyri KA
Hulda Ósk Jónsdóttir skoraði eina mark leiksins þegar Þór/KA sótti botnlið Keflavíkur heim í 14. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Leikurinn fór heldur rólega af stað og voru það gestirnir frá Akureyri sem stýrðu leiknum nokkuð þægilega fyrst um sinn. Leikurinn fór að miklu leyti fram á vallarhelmingi Keflavíkur fyrstu 25 mínúturnar þó án þess að fá alvöru færi. Það voru Keflvíkingar sem fengu fyrsta alvöru færi leiksins en það kom á 26. mínútu þegar boltinn féll til Reginu Solhaug Fiabemu en Harpa Jóhannsdóttir varði vel. Þetta kveikti hins vegar aðeins undir liði heimakvenna en þær þrjú góð færi til þess að skora strax í kjölfarið en náðu ekki að koma boltanum í netið. Þór/KA stóðu áhlaup Keflavíkur af sér og náðu að snúa vörn í sókn stuttu seinna en eftir rúmlega hálftíma leik fékk Hulda Ósk Jónsdóttir gott skotfæri en Vera Varis varði vel. Boltinn féll þó út í teig aftur og endaði hjá Söndru Maríu Jessen sem hefur verið iðinn við kolann í sumar en eftur var það Vera Varis sem kom í veg fyrir að gestirnir næðu forystu. Frábær tvöföld markvarsla frá markverði Keflavíkur. Það var svo á 38. mínútu sem langbesta færi fyrri hálfleiksins leit dagsins ljós. Keflavík spörkuðu boltanum fram og varnarmenn Þór/KA misreiknuðu boltann sem skoppaði á bakvið vörnina til Melanie Claire Rendeiro sem sá Saorlu Lorraine Miller taka sprettinn í gegnum miðjuna og sendi hana eina á móti Hörpu Jóhannsdóttur. Saorla Lorraine Miller fór gríðarlega illa með færið og Harpa Jóhannsdóttir náði að loka vel á hana og gullið tækifæri fyrir Keflavík til að komast yfir fór forgörðum. Atvik leiksins Erfitt að nefna ekki færið sem Saorla Lorraine Miller fékk í fyrri hálfleik. Var komin ein á móti markverði en náði ekki að klára það. Seinni hálfleikurinn byrjaði ekki mjög ósvipað þeim fyrri þar sem Þór/KA stýrðu ferðinni. Það var dró til tíðinda á 58. mínútu leiksins þegar Hulda Ósk Jónsdóttir fékk boltann úti á vinstri væng og lét bara vaða af svolitlu færi sem söng í netinu. Mikil barátta einkenndi síðari hálfleikinn þar sem ekkert var gefið eftir. Bæði lið fengu flottar stöður en áttu í erfiðleikum með að reka endahnút á sínar sóknaraðgerðir. Keflavík reyndu að komast aftur inn í leikinn og fengu fín færi til þess að hóta jöfnunarmarkinu en það vildi ekki koma. Það voru því gestirnir frá Akureyri sem fóru með sigur af hólmi. Stjörnur og skúrkar Hulda Ósk Jónsdóttir var sú sem braut ísinn fyrir gestina og skoraði sigurmarkið. Markverðirnir voru þó í aðalhlutverki í dag og komu í veg fyrir að mörkin yrðu fleiri því færin voru svo sannarlega til staðar. Saorla Lorraine Miller verður svo að taka á sig skúrkinn fyrir að klúðara ein á móti markmanni í fyrri hálfleik. Þetta eru færin sem Keflavík verður að nýta sér í þeirri baráttu sem þær eru. Dómarinn Breki Sigurðsson dæmdi leikinn í kvöld og honum til aðstoðar voru Rögnvaldur Þ. Höskuldsson og Tryggvi Elías Hermannsson. Stemingin og umgjörð Það verður að viðurkennast að þessi völlur hefur oft séð fleiri áhorfendur. Stórt hrós á þá sem mættu hinsvegar hér í kvöld. Völlurinn var blautur og fínasta veður fyrir fótbolta. Viðtöl „Verðum að nýta færin okkar betur, það er allt og sumt“ Úrslit leiksins voru Jonathan Glenn ekki að skapi.vísir/diego „Mér fannst við fá góð tækifæri til þess að vinna þennan leik. Við verðum að skora úr þessum færum. Við bara verðum en hvað varðar frammistöðu þá get ég ekki beðið um mikið meira frá stelpunum,“ sagði Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, eftir tapið í kvöld. „Við erum með stelpur sem er fædd 2009 að spila níutíu mínútur, 2007 og 2006 líka svo við vorum með ungt lið en frammistaðan var mjög góð og ekki hægt að biðja um meira en aftur þá bara verðum við að skora úr þessum færum og vinna þessa leiki.“ Keflavík fékk frábær færi í leiknum til þess að skora en náðu bara ekki að nýta sér þau og var Glenn að vonum svekktur að ná ekki að nýta þessi mikilvægu færi. „Sérstaklega í þeirri stöðu sem við erum þá er það mjög mikilvægt [að klára þessi færi]. Auðvitað ver markvörðurinn þeirra vel en við verðum að nýta þessi færi.“ Glenn fannst Keflavík hafa gert nóg til að fá meira úr þessum leik. „Mér fannst við gera nóg til þess að fá meira úr þessum leik en heilt yfir í þeirri stöðu sem við erum þá verðum við að gera meira og nýta færin okkar betur. Það er allt og sumt.“ Keflavík spilaði þennan leik vel og aðspurður um hvort að það hafi verið eitthvað taktískt sem að Glenn hefði vilja gera betur þá sagði hann bara hafa vantað mörk. „Nei, við gerðum það sem við vildum gera. Við stýrðum leiknum án bolta og sköpuðum okkur færi þegar við fengum hann. Þannig taktíkst þá gerðum við það sem við vildum gera í leiknum en náðum bara ekki að skora.“
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti