Hjarta Guðmundar slær með St. Mirren: Mæta Val í kvöld Aron Guðmundsson skrifar 25. júlí 2024 14:00 Guðmundur Torfason er fyrrverandi leikmaður skoska liðsins St.Mirren sem heimsækir Val í kvöld á N1 völlinn að Hlíðarenda í 2.umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu Vísir/Samsett mynd Þrátt fyrir að hjarta fyrrverandi landsliðsmannsins í knattspyrnu, Guðmundar Torfasonar, slái með skoska liðinu St. Mirren er erfitt fyrir hann halda ekki með íslenskri knattspyrnu í kvöld þegar að Valsmenn taka á móti skoska liðinu í fyrri leik þeirra í 2.umferð Sambandsdeildar Evrópu. Um stóra stund er að ræða fyrir St. Mirren en þetta er í fyrsta sinn í rúm þrjátíu og sex ár sem félagið tekur þátt í Evrópukeppni. Guðmundur er fyrrum leikmaður St. Mirren. Hann varð markakóngur félagsins þrjú tímabil í röð á árunum 1989-1992 og er í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins. Guðmundur mætir á Hlíðarenda í kvöld og fylgist með sínu gamla félagi hefja vegferð sína í Evrópukeppni þetta tímabilið. „Það er bara gaman að þessu,“ segir Guðmundur aðspurður um það hvernig Íslandsreisa St. Mirren horfi við honum. „Menn hjá St. Mirren hafa beðið eftir þessari stund í fjöldamörg ár. Það var kominn tími á þetta. Þetta er mjög stór stund fyrir félagið því eftir marga áratuga bið er það komið aftur í Evrópukeppni. Það verður bara spennandi að sjá og gaman að fylgjast með þessu í kvöld. Hvernig þeir standa sig á móti Valsmönnum.“ Það var árið 1989 sem Guðmundur var keyptur til St. Mirren frá austurríska liðinu Rapid Vín. Óhætt er að segja að í Skotlandi hafi upplifað góða tíma og raðað inn mörkum og markað sér sess í sögu St. Mirren. Forsíða íþróttablaðs DV árið 1990 þar sem að aðalfréttin var um frábært gengi Guðmundar með St. Mirren í skotlandi.Mynd: Timarit.is „Þetta voru frábærir tímar á mínum ferli. Liðin nokkur ár síðan þá en það er alltaf gaman að sjá þegar minnst er á gamla félagið. Þetta var og er fjölskylduklúbbur og virkilega gaman að liðið sé komið hingað til lands að spila við Val.“ Ákveðnar hindranir voru til staðar á þeim tíma sem Guðmundur gekk til liðs við St. Mirren því kvóti var á fjölda erlendra leikmanna hjá hverju félagi. „Það máttu bara vera tveir erlendir leikmenn á mála hjá hverju liði í Skotlandi. Þegar að ég var á mála hjá félaginu var leikmannhópurinn skipaður þrettán leikmönnum. Það var erfitt fyrir unga menn að fara erlendis að semja við lið og keppa þar. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Hann ber stuðningsmönnum liðsins góða sögu en þeir eru mættir hingað til Reykjavíkur í hundraðatali til að styðja sína menn áfram í leiknum gegn Val í kvöld. „Skoskir áhangendur eru engum líkir. Stuðningsmenn St. Mirren eru ekki undanskildir því og breytir engu hvort um er að ræða leiki skoska landsliðsins eða félagsins, heima eða að heiman, þeir mæta alltaf og styðja sína menn.“ Hvar stendur þú í kvöld. Ertu Vals megin eða St. Mirren megin? „Maður vill náttúrulega alltaf hafa íslensku liðin í forgrunni. Vill þeim vel. En auðvitað slær hjartað alltaf með gamla félaginu líka. Það er alltaf erfitt þegar að svona er en maður heldur náttúrulega bara með íslenskri knattspyrnu.“ Skoski boltinn Íslenski boltinn Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þreytir Caulker frumraun sína? Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira
Um stóra stund er að ræða fyrir St. Mirren en þetta er í fyrsta sinn í rúm þrjátíu og sex ár sem félagið tekur þátt í Evrópukeppni. Guðmundur er fyrrum leikmaður St. Mirren. Hann varð markakóngur félagsins þrjú tímabil í röð á árunum 1989-1992 og er í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins. Guðmundur mætir á Hlíðarenda í kvöld og fylgist með sínu gamla félagi hefja vegferð sína í Evrópukeppni þetta tímabilið. „Það er bara gaman að þessu,“ segir Guðmundur aðspurður um það hvernig Íslandsreisa St. Mirren horfi við honum. „Menn hjá St. Mirren hafa beðið eftir þessari stund í fjöldamörg ár. Það var kominn tími á þetta. Þetta er mjög stór stund fyrir félagið því eftir marga áratuga bið er það komið aftur í Evrópukeppni. Það verður bara spennandi að sjá og gaman að fylgjast með þessu í kvöld. Hvernig þeir standa sig á móti Valsmönnum.“ Það var árið 1989 sem Guðmundur var keyptur til St. Mirren frá austurríska liðinu Rapid Vín. Óhætt er að segja að í Skotlandi hafi upplifað góða tíma og raðað inn mörkum og markað sér sess í sögu St. Mirren. Forsíða íþróttablaðs DV árið 1990 þar sem að aðalfréttin var um frábært gengi Guðmundar með St. Mirren í skotlandi.Mynd: Timarit.is „Þetta voru frábærir tímar á mínum ferli. Liðin nokkur ár síðan þá en það er alltaf gaman að sjá þegar minnst er á gamla félagið. Þetta var og er fjölskylduklúbbur og virkilega gaman að liðið sé komið hingað til lands að spila við Val.“ Ákveðnar hindranir voru til staðar á þeim tíma sem Guðmundur gekk til liðs við St. Mirren því kvóti var á fjölda erlendra leikmanna hjá hverju félagi. „Það máttu bara vera tveir erlendir leikmenn á mála hjá hverju liði í Skotlandi. Þegar að ég var á mála hjá félaginu var leikmannhópurinn skipaður þrettán leikmönnum. Það var erfitt fyrir unga menn að fara erlendis að semja við lið og keppa þar. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Hann ber stuðningsmönnum liðsins góða sögu en þeir eru mættir hingað til Reykjavíkur í hundraðatali til að styðja sína menn áfram í leiknum gegn Val í kvöld. „Skoskir áhangendur eru engum líkir. Stuðningsmenn St. Mirren eru ekki undanskildir því og breytir engu hvort um er að ræða leiki skoska landsliðsins eða félagsins, heima eða að heiman, þeir mæta alltaf og styðja sína menn.“ Hvar stendur þú í kvöld. Ertu Vals megin eða St. Mirren megin? „Maður vill náttúrulega alltaf hafa íslensku liðin í forgrunni. Vill þeim vel. En auðvitað slær hjartað alltaf með gamla félaginu líka. Það er alltaf erfitt þegar að svona er en maður heldur náttúrulega bara með íslenskri knattspyrnu.“
Skoski boltinn Íslenski boltinn Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þreytir Caulker frumraun sína? Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira