Einn glæsilegasti 9 holu völlur landsins Golfvöllur vikunnar 25. júlí 2024 14:11 Víkurvöllur í Stykkishólmi þykir einn glæsilegasti 9 holu völlur landsins. Stórbrotið útsýni Breiðafjarðar blasir við af mörgum teigum og víðsvegar af vellinum. Myndir/Golfklúbburinn Mostri. Í sumar ætlar Vísir að kynna nokkra af þeim golfvöllum sem spennandi væri að prófa í sumarfríinu en hér á landi má finna yfir sextíu golfvelli víða um land. Golfvöllur vikunnar er Víkurvöllur í Stykkishólmi. Víkurvöllur hefur verið endurgerður undanfarin ár og þykir einn glæsilegasti 9 holu völlur landsins. Hann er staðsettur við tjaldsvæðið og er par 36 (72) og þykir þægilegur í göngu. Yfirlitsmynd af golfvellinum. Útsýnið er glæsilegt eins og sjá má. „Fyrir utan frábært starfsfólk í skála og á vellinum, afburða góðar flatir og að um er að ræða einn glæsilegasta 9 holu völl á landinu þá er það stórbrotið útsýni Breiðafjarðar sem blasir við manni af mörgum teigum og víðsvegar af vellinum,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður Golfklúbbsins Mostra í Stykkishólmi, þegar hann er spurður hvað einkenni helst Víkurvöll. „Það útsýni er sérstaklega fallegt af 6. teig sem er par 3 hola en hún er spiluð yfir vog en Víkurvöllur liggur á milli tveggja ása niður að strönd.“ Hann segir völlinn henta byrjendum jafnt sem reyndari kylfingum. Hann sé frekar opinn en geti þó reynt á reyndari kylfinga. Stutt í góða þjónustu Að sögn Magnúsar er völlurinn vel sóttur af heimamönnum en einnig er mikið af gestum sem koma og spila hann yfir sumartímann. Ýmis þjónusta er í boði fyrir gesti og má þar fyrst nefna golfskálann þar sem boðið er upp á eitthvað af veitingum í föstu og fljótandi formi. „Þá er tjaldsvæðið við golfvöllinn og sundlaugin skammt frá. Fosshótel Stykkishólmi stendur einnig við völlinn og liggur stígur frá því aftanverðu niður á völl svo það er hæglega hægt að labba þaðan með golfsettin meðferðis.“ Hann segir Víkurvöll staðsettan innan bæjarmarka Stykkishólms og því sé í raun allt í grennd við hann. „Það tekur til að mynda ekki langan tíma að rölta niður að bryggju þar sem hinir ýmsu veitingastaðir eru á leiðinni eins og Skúrinn, Skipperinn, Narfeyrastofa, Sjávarpakkhúsið og Hafnarvagninn.“ Golf Golfvellir Stykkishólmur Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fleiri fréttir Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Maca jurtin styður einstaklega vel við hormónajafnvægi kvenna á breytingaskeiðinu Hvað leynist í jólapökkum starfsfólks? Fæturnir bera mig nú hraðar og lengra Vegleg afmælistilboð á gæðavörum í eldhús og baðherbergi Ég hætti að lifa bara af - og fór að LIFA, að vera þátttakandi í lífinu Sjá meira
Víkurvöllur hefur verið endurgerður undanfarin ár og þykir einn glæsilegasti 9 holu völlur landsins. Hann er staðsettur við tjaldsvæðið og er par 36 (72) og þykir þægilegur í göngu. Yfirlitsmynd af golfvellinum. Útsýnið er glæsilegt eins og sjá má. „Fyrir utan frábært starfsfólk í skála og á vellinum, afburða góðar flatir og að um er að ræða einn glæsilegasta 9 holu völl á landinu þá er það stórbrotið útsýni Breiðafjarðar sem blasir við manni af mörgum teigum og víðsvegar af vellinum,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður Golfklúbbsins Mostra í Stykkishólmi, þegar hann er spurður hvað einkenni helst Víkurvöll. „Það útsýni er sérstaklega fallegt af 6. teig sem er par 3 hola en hún er spiluð yfir vog en Víkurvöllur liggur á milli tveggja ása niður að strönd.“ Hann segir völlinn henta byrjendum jafnt sem reyndari kylfingum. Hann sé frekar opinn en geti þó reynt á reyndari kylfinga. Stutt í góða þjónustu Að sögn Magnúsar er völlurinn vel sóttur af heimamönnum en einnig er mikið af gestum sem koma og spila hann yfir sumartímann. Ýmis þjónusta er í boði fyrir gesti og má þar fyrst nefna golfskálann þar sem boðið er upp á eitthvað af veitingum í föstu og fljótandi formi. „Þá er tjaldsvæðið við golfvöllinn og sundlaugin skammt frá. Fosshótel Stykkishólmi stendur einnig við völlinn og liggur stígur frá því aftanverðu niður á völl svo það er hæglega hægt að labba þaðan með golfsettin meðferðis.“ Hann segir Víkurvöll staðsettan innan bæjarmarka Stykkishólms og því sé í raun allt í grennd við hann. „Það tekur til að mynda ekki langan tíma að rölta niður að bryggju þar sem hinir ýmsu veitingastaðir eru á leiðinni eins og Skúrinn, Skipperinn, Narfeyrastofa, Sjávarpakkhúsið og Hafnarvagninn.“
Golf Golfvellir Stykkishólmur Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fleiri fréttir Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Maca jurtin styður einstaklega vel við hormónajafnvægi kvenna á breytingaskeiðinu Hvað leynist í jólapökkum starfsfólks? Fæturnir bera mig nú hraðar og lengra Vegleg afmælistilboð á gæðavörum í eldhús og baðherbergi Ég hætti að lifa bara af - og fór að LIFA, að vera þátttakandi í lífinu Sjá meira