Útkallið reyndist vera tóm vitleysa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júlí 2024 14:27 Frá vettvangi á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar í gærkvöldi. Vísir Lögregla lítur mjög alvarlegum augum útkall á höfuðborgarsvæðinu í gær þar sem átökum með eggvopni og eldsvoða var lýst. Lögreglubíll á leið í verkefnið lenti í harkalegum árekstri á fjölförnustu gatnamótum landsins. Það var á áttunda tímanum í gær sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk útkall þar sem tilkynnt var um átök með eggvopni og eld í sama húsnæði. Lögreglubíll með tvo innanborðs var sendur í verkefnið en komst ekki lengra en gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Þar varð harkalegur árekstur við almennann borgara. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu hafa verið í forgangsakstri en ekki á mikilli ferð. Það sé ekki heimilt yfir gatnamót. „Það vildi svo óheppilega til að ökutæki hins almenna borgara lenti í hlið lögreglubílsins.“ Líðan eftir atvikum Hann segir viðbragð hafa verið mikið enda allt bent til þess að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. Beita þurfti klippum til að ná öðrum lögreglumanninum út úr bílnum. Almenni borgarinn og annar lögregluþjónninn hlutu minniháttar áverka en hinn minniháttar beinbrot. Unnar Már segir líðan allra þokkalega miðað við aðstæður en þeir voru allir útskrifaðir í gærkvöldi af Landspítalanum. Fyrir það megi þakka og sem betur fer séu slys á borð við þetta mjög fátíð. „En stundum eru frávik, í þessu eins og lífinu almennt.“ Líta málið alvarlegum augum Annar lögreglubíll var sendur í útkallið þar sem átökum með hnífum og eldsvoða hafði verið lýst. Unnar segir að þegar komið var á svæðið reyndist enginn fótur fyrir slíku. „Við erum að taka það til rannsóknar og skoða mjög alvarlega,“ segir Unnar Már. Gagnaöflun sé hafin og hann telur ekki verða flókið að hafa upp á því hver hafi tilkynnt málið. En málið þurfi að vinna eftir réttum ferlum svo lögregla geti nálgast viðkomandi einstakling með lögmætum hætti. Hann segir göbb á borð við þetta ekki algeng en komi þó fyrir. Hann nefnir að forgangsakstur lögreglu sé eitt það hættulegasta sem lögregla geri. Fólk flýti sér hægt „Við gerum allt til að koma í veg fyrir svona slys og okkar þjálfun snýst mikið um það.“ Hann hvetur alla til að fara varlega í umferðinni nú þegar helgin sé handan við hornið. Fólk eigi að njóta ferðarinnar frekar en að keppast við að komast á áfangastað. „Það skiptir máli. Það hafa margir slasast í umferðinni í sumar og margir látið lífið líka. Það er ástæða til að staldra við og hugsa hvert við ætlum að fara með okkar daglega líf, og njóta.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Sjá meira
Það var á áttunda tímanum í gær sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk útkall þar sem tilkynnt var um átök með eggvopni og eld í sama húsnæði. Lögreglubíll með tvo innanborðs var sendur í verkefnið en komst ekki lengra en gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Þar varð harkalegur árekstur við almennann borgara. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu hafa verið í forgangsakstri en ekki á mikilli ferð. Það sé ekki heimilt yfir gatnamót. „Það vildi svo óheppilega til að ökutæki hins almenna borgara lenti í hlið lögreglubílsins.“ Líðan eftir atvikum Hann segir viðbragð hafa verið mikið enda allt bent til þess að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. Beita þurfti klippum til að ná öðrum lögreglumanninum út úr bílnum. Almenni borgarinn og annar lögregluþjónninn hlutu minniháttar áverka en hinn minniháttar beinbrot. Unnar Már segir líðan allra þokkalega miðað við aðstæður en þeir voru allir útskrifaðir í gærkvöldi af Landspítalanum. Fyrir það megi þakka og sem betur fer séu slys á borð við þetta mjög fátíð. „En stundum eru frávik, í þessu eins og lífinu almennt.“ Líta málið alvarlegum augum Annar lögreglubíll var sendur í útkallið þar sem átökum með hnífum og eldsvoða hafði verið lýst. Unnar segir að þegar komið var á svæðið reyndist enginn fótur fyrir slíku. „Við erum að taka það til rannsóknar og skoða mjög alvarlega,“ segir Unnar Már. Gagnaöflun sé hafin og hann telur ekki verða flókið að hafa upp á því hver hafi tilkynnt málið. En málið þurfi að vinna eftir réttum ferlum svo lögregla geti nálgast viðkomandi einstakling með lögmætum hætti. Hann segir göbb á borð við þetta ekki algeng en komi þó fyrir. Hann nefnir að forgangsakstur lögreglu sé eitt það hættulegasta sem lögregla geri. Fólk flýti sér hægt „Við gerum allt til að koma í veg fyrir svona slys og okkar þjálfun snýst mikið um það.“ Hann hvetur alla til að fara varlega í umferðinni nú þegar helgin sé handan við hornið. Fólk eigi að njóta ferðarinnar frekar en að keppast við að komast á áfangastað. „Það skiptir máli. Það hafa margir slasast í umferðinni í sumar og margir látið lífið líka. Það er ástæða til að staldra við og hugsa hvert við ætlum að fara með okkar daglega líf, og njóta.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Sjá meira